Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 95

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 95
86 matur & vín Helgin 5.-7. desember 2014 Jólaglögg (óáfengt) Fyrir 2-3 Innihald 500 ml hreinn trönuberjasafi (e. cran- berry juice) 500 ml hreinn eplasafi 2 kanilstangir 4 negulnaglar 1-2 msk hreint hlynsíróp eða 6 dropar stevia með kanilbragði Safi úr hálfri sítrónu 1 lófafylli heilar möndlur 1 lófafylli rúsínur Aðferð 1. Setjið trönuberjasafa, eplasafa, kanil- stangir, negulnagla og hlynsíróp eða stevia í lítinn pott. Látið suðuna koma upp og leyfið blöndunni að malla í um 5-10 mínútur. 2. Fjarlægið negulagnala og kanil- stangirnar. 3. Setjið sítrónusafann út í og látið malla í 2-3 mínútur. 4. Rétt áður en bera á drykkinn fram má bæta rúsínum og möndlum út í (einnig getur hver og einn sett í sinn bolla). Gott að hafa í huga Mér finnst allt í lagi þó að negulnaglarnir og kanilstangirnar fái að vera lengur í pottinum en sumum finnst það of sterkt bragð. Ekki láta rúsínurnar og möndlurnar liggja mjög lengi í pottinum (setjið frekar oftar út í) nema þær megi verða mjög mjúkar. Sumum finnst það allt í lagi en öðrum finnst það ógirnilegt (bólgnar rúsínur eru ekki svo fallegar). Hugsa jafnvel meira um hollustu um jólin Guðlaugur A Magnússon Skólavörðustíg 10 • Reykjavík • www.gam.is • sími 5625222 Við hönnun skeiðarinnar sóttum við innblástur í okkar gömlu hefðir enda ber hún emeleringu eins og fyrstu skeiðarnar okkar. Skeiðin fæst eingöngu í verslun Guðlaugs á Skólavörðustíg. Hönnun: Hanna S. Magnúsdóttir Smíðuð úr 925 sterling silfri Jólaskeiðin 2014 Hin eina sanna jólaskeið okkar íslendinga í 68 ár í 90 ár S igrún Þorsteinsdóttir heldur úti hollustuvefnum Cafesigr-un.com þar sem til að mynda er hægt er að nálgast hollar upp- skriftir fyrir jólabaksturinn. Sigrún og maður hennar, Jóhannes Erlings- son, eiga tvö börn, Emblu, sem er fimm ára og Nökkva, þriggja ára. „Börnin eru byrjuð að spyrja um jólaseríurnar í nóvember en „Jóla- kassinn“ er opnaður í byrjun des- ember og þá skreytum við með því sem í honum er,“ segir Sigrún þegar hún er spurð út í jólaundirbúning- inn á heimilinu. „Við höfum safn- að að okkur ýmsu dóti síðustu árin og „Jólakassinn“ er löngu sprung- inn. Það er reyndar engin heildræn mynd yfir skrautinu í kassanum en það er bara heimilislegra. Svo eru börnin dugleg að föndra í leikskól- anum og það fer að sjálfsögðu beint upp á vegg eða hillur,“ segir hún. Sigrún segir mikilvægast í undir- búningi jólanna að passa streituna í kringum börnin. „Það er gott að muna að jólin koma þrátt fyrir ryk í hornum,“ segir hún. Henni finnst góður matur, falleg birta af kertum og jólaljósum, óá- feng jólaglögg, smákökur og mand- arínur algjörlega ómissandi um jólin. Sigrún hugsar mikið um hollustu allt árið um kring og ekki minna á jólunum. „Líklega hugsa ég jafn- vel meira um hollustu á jólunum ef eitthvað er því tímann notum við gjarnan í að hreyfa okkur saman, til dæmis að fara í göngutúra, sleða- ferðir (ef snjór er), sund og fleira,“ segir hún. Þegar hún er spurð um jólahefð- irnar segir hún að síðustu tíu árin hafi þau hjónin verið búsett í Lond- on en alltaf flogið heim yfir jólahá- tíðina. „Það sköpuðust ekki sterkar hefðir því yfirleitt vorum við búsett á heimili annarra og jólin voru svo- lítið í ferðatöskunum. Núna búum við hérlendis og erum með meiri rótfestu og þá getum við leyft okkur að vera svolítið við sjálf. Sem þýðir til dæmis að við getum verið á nátt- fötunum að borða jólamatinn og fengið okkur nýbakaðar smákökur ef okkur dettur það í hug. Það eru engin formlegheit hjá okkur, serví- ettur gleymast gjarnan, við eigum ekkert sparistell og yfirleitt gleym- ist að kaupa jóladúk. Börnin eru afs- löppuð og tilbúin til að njóta matar- ins,“ segir Sigrún. „Við förum líka í jólagraut í hádeginu á aðfangadag til tengdó og það er afar ljúft. Á að- fangadagskvöldi erum gjarnan með aspassúpu í forrétt og svo hnetusteik – og eitthvert kjöt fyrir bóndann – dásamlegt salat, villisveppasósu og kannski sætkartöflumús. Svo erum við gjarnan með ís eða konfekt með kaffinu. Allt saman heimatilbúið að sjálfsögðu,“ segir hún. Aðspurð segir hún uppáhalds- jólauppskriftirnar sínar vera hnet- usteikina sína, piparkökurnar, jóla- konfektið og jólagjöggið – sem hún deilir hér með lesendum Frétta- tímans. Sigrún Þorsteinsdóttir, sem heldur úti hollustuvefnum Cafesigrun. com, er tiltölulega nýflutt til Ís- lands eftir langa veru í London og getur loksins farið að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Uppáhaldsjólauppskriftirnar hennar eru hnetusteikin, piparkök- urnar, jólakonfektið og jólagjöggið. Jólakonfekt Gerir um 40 konfektmola Innihald 100 g cashewhnetur 15 g möndlur 50 g kókosmjöl 250 g gráfíkjur 80 g döðlur 80 g rúsínur 50 g puffed rice (sprengd hrísgrjón) eða hrískökur 3-5 msk hreinn appelsínusafi 4 msk hlynsíróp 3 msk kakó 2 msk kakónibbur (cacao nibs), má sleppa 100 g dökkt súkkulaði, lífrænt framleitt með hrásykri (eða carob) Aðferð 1. Setjið möndlur, puffed rice eða hrís- kökur, cashewhnetur hnetur og kókos í matvinnsluvél. Malið í um 15 sekúndur eða þangað til hneturnar eru smátt saxaðar (en ekki duftkenndar). Bætið kakói út í og malið aðeins áfram. Setjið í stóra skál. 2. Skerið stilkinn af gráfíkjunum og saxið þær gróft ásamt döðlunum. Setjið í matvinnsluvélina ásamt rúsínum og appelsínusafa. Blandið í 1 mínútu eða þangað til nokkuð vel maukað. Setjið í stóru skálina. 3. Bætið hlynsírópi út í og meiri appelsínusafa ef illa gengur að mauka ávextina. 4. Bætið kakónibbunum út í stóru skálina og hrærið öllu vel saman. Gott er að nota hrærivél og deigkrók. Ef þið eigið ekki svoleiðis er gott að nota plast- hanska og hnoða deiginu vel saman. Áferðin á deiginu á að vera nokkuð þétt, alls ekki blaut. Ef þið klípið í blönduna á milli vísifingurs og þumalfingurs ætti deigið að haldast saman. 5. Gott er að láta deigið bíða aðeins í kæli, betra er að móta konfektið þannig. 6. Mótið litlar kúlur (um 14 g eða eins og jarðarber að stærð). Gott er að slétta botninn á hverri kúlu, hún stendur betur á diskinum þannig. 7. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði: Hitið vatn í potti (bara botnfylli) á vægum hita. Setjið skál ofan í sem situr á brúnum pottsins og brjótið súkkulaðið ofan í. Fylgist með því og hrærið öðru hvoru þangað til nánast bráðnað, takið þá af hitanum. Gætið þess að súkkulaðið ofhitni ekki og að ekki fari vatnsdropi ofan í súkkulaðiskálina. 8. Notið tannstöngla til að stinga í flata svæðið á konfektinu. Dýfið toppi kon- fektsins ofan í súkkulaðið. Veltið upp úr kókosmjöli, möndlum, kakói, kakónibb- um eða einhverju öðru ef þið viljið. 9. Setjið konfektið í kæliskáp í svolitla stund til að súkkulaðið storkni. 10. Hægt er að frysta molana en þeir geymast í margar vikur í lokuðu íláti í kæliskáp. fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki HEIMILISTÆKJADAGAR 20% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.