Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 25
G Gistináttagjald það sem Samtök ferðaþjónust- unnar leggja til er einföld og skilvirk gjaldtaka af ferðamönnum til uppbyggingar og viðhalds fjölsóttra ferðamannastaða. Samtökin hafa lagt til að tekið verði hóflegt náttúrugjald, 1 evra, sem ferðamenn greiði á hverja gistinótt. Þetta er ekki sú leið sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, kaus að fara varðandi gjaldtökuna. Í frumvarpi ráðherrans er gert ráð fyrir því að náttúrupassar verði seldir öllum átján ára og eldri, Íslendingum jafnt sem erlend- um ferðamönnum. Öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitar- félaga verði undir þessu gjaldi. Hvati verði fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða. Margar hugmyndir hafa verið til skoðunar hvað varðar gjald- töku í ferðaþjónustunni enda þörfin óumdeild, komið er að þolmörkum á mörgum af þeim ferðmannastöð- um sem fjölsóttastir eru og brýn þörf úrbóta. Fram hefur komið hjá stjórn Samtaka ferða- þjónustunnar að árið 2013 hafi samtökin sam- þykkt ályktun þess efnis að þau væru tilbúin til að skoða möguleika á náttúrupassa, en sú leið var einkum til skoðunar í ráðuneyti ferða- mála. Í kjölfarið hafi þó spurningarnar um þá leið orðið fleiri en svörin og efasemdaröddum innan raða ferðaþjónustunnar og hjá öðrum hagsmunaaðilum sífellt fjölgað. Vegna óvissu um framkvæmd náttúrupassans fór af stað vinna á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar á vordögum. Félagsfundir voru haldnir víða um land, skoðanakönnun var gerð meðal félags- manna, auk þess sem ráðherra var haldið upp- lýstum um þessa vinnu samtakanna. Niðurstaða þeirrar vinnu var sú að nátt- úrupassinn væri ekki vænlegasta leiðin, þótt engin ein lausn til gjaldtöku væri augljós. Hug- myndir um landamæragjald eða komugjald væru illfærar lausnir vegna alþjóðlegra sam- þykkta þó svo þær líti einfaldar út við fyrstu sýn. Niðurstaða samtakanna var því tillaga um það hóflega gistináttagjald sem fyrr er nefnt. Samtökin benda á að þessi leið til gjaldtöku sé þekkt um allan heim og hún sé einföld í út- færslu. Samtökin benda enn fremur á að líta megi til hvers konar virðisaukandi þjónustu sem greiðsla sé tekin fyrir en þar má nefna gjaldtöku vegna bílastæða, leiðsagnar, salern- isaðstöðu og fleira. Þrátt fyrir andstöðu ferðaþjónustunnar kýs ráðherra að halda sig við náttúrupass- ann, hugnast illa, að því er fram hefur komið, að leggja viðbótargjald á einn hluta ferða- þjónustunnar. Aðrir en gistingin „sleppi“, eins og það er orðað. Ekki verður þó annað séð en hið hóflega og lítt íþyngjandi gistinátt- agjald dreifist vel og sé því almenn gjaldtaka. Nánast allir ferðamenn sem hingað koma nýta sér þjónustu gististaða. Ef stjórnvöld hyrfu frá áformum um náttúrupassa og færu þess í stað að ráðum samtaka ferðaþjónustuaðila um gistináttagjaldið mætti samhliða taka harðar á svartri atvinnustarfsemi í greininni svo skatt- heimta þar yrði skilvirkari og skilaði ríkinu réttmætum tekjum, en niðurstöður úr vinnu- staðaeftirliti Alþýðusambands Íslands og Sam- taka atvinnulífsins sýna aukningu á svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. Athyglisverð er enn fremur skoðun Önnu Dóru Sæþórsdóttir, dósents í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að með leið náttúrupassans í frumvarpi ráðherra ferða- mála sé lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. Þá þurfi Íslendingar að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Það er, að mati dósentsins, hættuleg þróun, enda hafi lög verið í gildi frá dögum Grágásar um að lands- menn megi ferðast frjálsir um land sitt. Stór- mál sé að breyta lögum um almannarétt vegna þess að hér sé vöxtur í einni atvinnugrein, ferðaþjónustunni. Náttúrupassafrumvarp ferðamálaráðherra hefur verið kynnt. Það gengur gegn því sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustunnni telja ein- földustu og skilvirkustu innheimtuleiðina. Ráðlegra hefði verið að vinna málið í þeirri sátt sem náðist innan atvinnugreinarinnar og fá með þeim hætti það framlag sem þörf er fyrir til uppbyggingar og viðhalds fjölsóttra ferða- mannastaða. Enn ætti að vera færi til breyt- inga í þá veru. Efasemdir um náttúrupassa Gistináttagjaldið fýsilegur kostur Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu FLOTTAR LÉTTAR BÆKUR SEM SMELLPASSA Í JÓLAPAKKANN Metsölulisti Eymundsson Landkynningarbækur. Vika 48 1. Metsölulisti Eymundsson Landkynningarbækur. Vika 48 3. Áttu vini í útlöndum? Metsölulisti Eymundsson Landkynningarbækur. Vika 48 2. 16 viðhorf Helgin 5.-7. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.