Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 61
GJAFAKORT KRÓNUNNAR Jólagjöfin sem nýtist öllum Pantaðu gjafakortið á Kronan.is Aldrei frídagur hjá knattspyrnumömmunni A xel Óskar Andrésson, sem fæddur er árið 1998, er son-ur kraftajötunsins Andrésar Guðmundssonar og Láru Berglind- ar Helgadóttur, stofnenda Skóla- hreysti. Hann á því ekki langt að sækja íþróttaáhugann. Axel á tvo yngri bræður, Jökul og Örn, sem einnig leika knattspyrnu með Read- ing í yngri flokkum. Axel Óskar hefur spilað knatt- spyrnu frá fimm ára aldri, en hann hefur leikið með Aftureldingu frá þeim tíma og hefur lengi verið lyk- ilmaður liðsins. Axel hefur leikið 16 leiki með U-17 landsliði karla og 11 leiki með meistaraflokki Aftur- eldingar, 3 í Borgunarbikarkeppni karla og 8 í 2. deild karla. Atvinnumenn 24/7 „Þetta hefur verið minn draumur frá því ég var fimm ára, en það kom mér samt sem áður á óvart hvað þetta er í raun krefjandi. Ég hélt með Chelsea og horfði á goðið mitt, Eið Smára, spila og dáðist að hon- um og öðrum atvinnumönnum spila bolta með stóru félögunum,“ segir Axel. Nú er hann í sömu sporum. Að sögn Axels mun hann leika í vetur með U-18 liðinu en það lið skipa strákar sem fæddir eru 1996- 1998. „Ég mun æfa og keppa með þeim fram á næsta sumar. Við erum núna að fara að spila á móti Arsenal í bikarnum. Ég er eiginlega fyrst núna að reyna að ná mér niður en það hefur tekið svolítið á að vera kominn í annað land. Við fengum daglanga kynningu á því hvernig veturinn yrði í skólanum í haust og þar var okkur sagt að við yrðum að vera atvinnumenn 24/7, allan sólar- hringinn, alla vikuna. Að vera jákvæður og duglegur „Þetta er alvöru vinna en það má segja að áhuginn sé 90% af árangr- Axel Óskar Andrésson er 16 ára miðvörður úr Mosfellsbænum sem nýlega hóf atvinnumanns- feril sinn í knattspyrnu. Hann flutti til Englands fyrir rúmum fjórum mánuðum til þess að ganga í Knattspyrnuskóla Reading FC og leika með félaginu næstu tvö árin. Hann er einnig í fjórum bóklegum fögum auk þess að vera í fjarnámi í Verzló. Móðir hans og tveir yngri bræður fluttu utan með honum svo hann gæti látið drauma sína rætast en pabbinn er heima og skaffar saltið í grautinn. Bræður Axels æfa með yngri flokkum Reading. Axel segist vera mikill fjölskyldumaður og hefði ekki getað þetta án fjölskyldunnar og að mamma hans sé alveg einstök. Líf þessarar íslensku fjölskyldu snýst um knattspyrnu frá morgni til kvölds. Blaðamaður sló á Skype til þeirra mæðgina og spurði um líf og tilveru atvinnumannsins. inum og hæfileikar 10%. Ég var ekki alltaf bestur í fótbolta þegar ég spil- aði með Aftureldingu en ég hef aft- ur á móti alltaf lagt mig fram 100% og verið duglegur. Það sem skiptir mestu máli í atvinnumennsku er að halda út og hafa viljastyrkinn, að vera sterkur í hausnum. Áður en ég kom út hafði ég háleit mark- mið um að komast strax inn í U21. Núna er ég mest að hugsa um að lifa fyrir daginn í dag og gera 100% mitt besta og láta mér líða vel. Það er aukaæfingin sem skapar meistar- ann og ég hef alltaf verið duglegur að æfa meira en aðrir. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir þessu og hef aldrei misst sjónar á markmiðinu mínu. Ég hætti til dæmis að drekka gos þegar ég var 11 ára og borða mjög lítið nammi og bara á laugar- dögum. Ef ég ætti að ráðleggja ungum strákum eitthvað þá væri það að vera duglegir að taka aukaæfingar og vera jákvæðir. Stuðningurinn heima skiptir líka miklu máli. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyld- unnar, ég er svo mikill fjölskyldu- maður og það er dýrmætt að hafa hana hjá mér, sérstaklega mömmu,“ segir þessi frábæra fyrirmynd og heilbrigði ungi strákur en margir ungir fótboltamenn og framtíðar- atvinnumenn munu áreiðanlega láta sig dreyma um að feta í fótspor hans. Móðureðlið sterkt „Ég hef í langan tíma undirbúið mig fyrir það að fara utan með Axel. Hann var svo einbeittur að þessu markmiði frá fimm ára aldri og atvinnumannadraumur- inn var aldrei langt undan,“ segir Lára. Ákvörðunin var auðveld, mér finnst engu máli skipta hvort hann er 16 ára að spila fótbolta í Aftur- eldingu eða Reading. Hann hefur nákvæmlega sömu félagslegu þarf- irnar, ef ekki meiri í ókunnu landi. Hann þarf að borða, það þarf að þvo þvott og hann hefur bara allar þessar þarfir unglings sem þarf að hugsa vel um. Það er mikilvægt að styðja hann og styrkja í einni hörð- ustu og erfiðustu vinnu sem 16 ára unglingur getur verið í. Móðureðlið í mér er svo sterkt að það yfirtekur allar aðrar tilfinningar og þrár,“ seg- ir Lára en hún vinnur við bókhald Skólahreysti og sinnir fyrirtækinu frá Englandi en mun koma heim til að hjálpa Andrési með keppnirnar þegar þær hefjast. Þá tekur vinur hennar við búinu. „Jökull, sem er 13 ára, er í svo- kölluðum Middle school sem heitir Forest School og er virtur gamall breskur drengjaskóli þar sem er mikill agi og formlegir, stífir skóla- búningar. Örn, 10 ára, er í Premier school sem heitir Higwood school. Andrés reynir síðan að koma út í nokkra daga á 5 vikna fresti,“ segir Lára. Ekki bara dans á rósum „Við tökum stöðuna þegar samningi lýkur. Jökull og Örn eru einnig að spila með Reading og njóta bara góðs af því að fá góða fótboltaþjálfun á meðan,“ segir Lára. Að vera atvinnumaður í knatt- spyrnu, ekki eldri en þetta, kallar á mikinn aga og mikla vinnu, það er ekki alltaf dans á rósum. Dæmi- gerður dagur hjá hinni miklu knatt- spyrnumömmu er ekki ósvipaður og heima á Íslandi því allir fara í sitt hvora áttina yfir daginn, ferð- ir í skóla og á æfingar til þess að sameinast um kvöldmat. Æfingar standa oft til klukkan 21 á kvöldin svo dagarnir eru strembnir og helg- ar eru alltaf eins því þá eru æfingar sem standa til klukkan14 á daginn, ef ekki eru leikir. „Á sunnudögum eru alltaf leik- ir hjá Jökli og Erni, ýmist á þeirra æfingasvæði eða í stórborgunum í kringum Reading,“ segir Lára. „Þá keyri ég borganna á milli með þá. Hér er aldrei sofið út og aldrei heill frídagur.“ Lokaðir en indælir Bretar Lára segir Breta lokaða en indæla og bráðfyndna en það gengur ekki hratt að eignast vini. „Hér er kreppa eins og heima,“ segir hún. „Heil- brigðismálin á hliðinni, það er fjár- svelti alls staðar og mikið af söfn- unum í gangi til að halda hlutum gangandi. Bretar eru pirraðir á inn- flytjendum og eru í vörn gagnvart þeim. Bretar eru 20-30 árum á eftir Ís- lendingum í mörgu, þeir reykja t.d. alls staðar og börn borða sælgæti alla daga. Það er virkilega erfitt að finna hollan og óunninn mat í versl- unum. En þeir eru á undan okkur í rafrænum samskiptum. Einnig er ýtt mikið undir frumkvæði nem- enda í skólunum.“ Eva Magnúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Reading Borgin Reading er í Thames dalnum, rétt vestan við höfuðborgina London, en þar búa um 300 þúsund manns. Knattspyrnulið borgarinnar leikur í næst efstu deild í Englandi en hefur leikið af og til í Úrvalsdeildinni, síðast í fyrra. Nokkrir Íslendingar hafa leikið með Reading á síðustu árum en þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir lengi með liðinu. Þá var Gylfi Sigurðsson á mála hjá Reading fyrir nokkrum árum. Gylfi kom til Reading sextán ára gamall og lék með liðinu í sex ár. Hann er í algjörum sérflokki hjá liðinu og stuðningsmönnum þess og það eru myndir af honum upp um alla veggi. Ef hann kemur á leikvang liðsins Madejski Stadium er hann hylltur sérstaklega. Samúel Örn Friðjónsson leikur með Reading en hann er fæddur snemma á árinu 1996 og því farinn að spila með U-21 landsliðinu. Tómas Ingi Urbancic og Sindri Scheving leika síðan með U-18 liðinu. Lára Berglind Helgadóttir með syni sínum, Axel Óskari Andréssyni, á leikvangi Reading, Madejski. Hún fylgdi syni sínum utan og tveir yngri bræður, Jökull og Örn, einnig. Fjölskyldufaðirinn, Andrés Guðmundsson, heimsækir sitt fólk á fimm vikna fresti. Myndir úr einkasafni Axel Óskar Andrésson, 16 ára, hóf atvinnuferil sinn í knattspyrnu fyrir fjórum mán- uðum. Atvinnumennska í boltanum hefur verið draumur hans frá fimm ára aldri. Axel Óskar í landsliðsbúningnum. Hann hefur leikið 16 leiki með U-17 landsliði Íslands. Afturelding í Mosfellsbæ er uppeldis- félag Axels Óskars. 52 viðtal Helgin 5.-7. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.