Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 21
Jólin 2014
Hágæða vörur
og fyrsta flokks
þjónusta.
Jólabæklingurinn er kominn út.
Sjá nánar á sminor.is.
Fullt af glæsilegum vörum
á jólaverði.
BOSCH
Töfrasproti
MSM 67170
Kraftmikill, 750 W.
Hljóðlátur og
laus við titring.
Fullt verð: 17.900 kr.
Jólaverð:
13.900 kr.
SIEMENS
Ryksuga
VSZ 3A222
Orkuflokkkur A.
Parkett og flísar,
flokkur C.
Teppi, flokkur D.
Útblástur A.
Hljóð: 79 dB.
Fullt verð: 29.900 kr.
Jólaverð:
23.900 kr.
Rommelsbacher
Vöfflujárn
WA 1000/E
Glæsilegt 1000 W vöfflujárn úr
burstuðu stáli frá þýska
framleiðandanum
Rommelsbacher.
Viðloðunarfrítt yfirborð.
Fullt verð: 14.900 kr.
Jólaverð:
11.900 kr.
Lux
Hangandi ljós
15308-29
Fullt verð: 21.900 kr.
Jólaverð:
15.900 kr.
BOSCH
Hárblásari
PHD 5767
2000 W. Quattro-Ion
tækni: Afrafmagnar
hárið, gerir það
mýkra og veitir því gljáa.
Fullt verð: 10.500 kr.
Jólaverð:
7.900 kr.
Gómsæ og
glútenlaust
Bæði kyn eru SAMMÁLA
um að aukin þátttaka kvenna leiði til:
Meiri umræðu um ólík sjónarhorn á stjórnarfundum.
Betri fyrirtækjabrags/menningar.
Jákvæðari ímyndar fyrirtækisins.
Bæði kyn eru ÓSAMMÁLA
því að fjölgun kvenna leiði til:
Fjölgunar óformlegra funda sumra stjórnarmanna.
Aukins ágreinings á stjórnarfundum.
Minna trausts milli stjórnarmanna.
Fáar nýjar konur í
stjórnum fyrirtækja
Aðeins 20% kvenna sem komu inn í stjórnir, eftir að lög um
kynjakvóta tóku gildi, höfðu ekki fyrri reynslu af setu í stjór-
num fyrirtækja. Alla jafna eru farnar óformlegar leiðir við að
velja inn nýja stjórnarmenn og skipta tengsl þar miklu. Þetta
er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á
stjórnum fyrirtækja í kjölfar lagasetningar um kynjakvóta.
Rannsakendur gagnrýna að enginn gagnagrunnur er til yfir
stjórnarmenn fyrir og eftir setningu laganna.
V alferlið við val á nýjum stjórnarmanni var alla jafna ekki formlegt. Þann-
ig var greining á samsetningu
stjórnar út frá hlutverki og þörfum
fyrirtækisins ekki nægjanlega
ríkjandi,“ segir dr. Auður Arna
Arnardóttir, lektor við viðskipta-
fræðideild Háskólans í Reykjavík,
sem ásamt dr. Þresti Olaf Sigur-
jónssyni, dósent við deildina,
rannsakaði hvernig fyrirtæki hafa
unnið að breytingum á stjórnar-
skipan í kjölfar setningar laga um
kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja.
Gengum lengra en Norðmenn
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar er nokkurt inn-
flæði af nýjum konum í stjórnir
í kjölfar lagasetningar, en 20%
þeirra kvenna sem sitja í stjór-
num nú hafa minna en þriggja ára
reynslu, og því hefur fremur hafi
verið leitað til þeirra kvenna sem
höfðu þegar reynslu af stjórnar-
setu. Auður og Þröstur segja þó að
taka þurfi þeim niðurstöðum með
Dr. Auður Arna Arnardóttir lektor og dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík,
rannsökuðu hvernig fyrirtæki hafa unnið að breytingum á stjórnarskipan í kjölfar setningar laga um kynjakvóta í stjórnun fyrir-
tækja. Ljósmynd/Hari
þeim fyrirvara að ekki er til neinn
gagnagrunnur yfir stjórnarmenn
fyrir og eftir setningu laganna
og kalla eftir úrbótum frá hinum
opinbera. „Löggjafinn hlýtur að
sjá mikilvægi þessa til að hægt sé
að leggja mat á hvernig til tekst,“
segir Þröstur.
Niðurstöður rannsóknar þeirra
Auðar og Þrastar voru kynntar á
ráðstefnu í gærmorgun, fimmtu-
dag, á Grand hótel Reykjavík en
þeir sem styrktu rannsóknina eru
Kauphöll Íslands, Samtök atvinnu-
lífsins og Jafnréttisstofa.
Árið 2010 voru samþykkt lög um
lágmark 40% hvors kyns í stjór-
num millistórra og stærri fyrir-
tækja. Lögin tóku strax gildi hjá
opinberum hlutafélögum. Hluta-
félögum, einkahlutafélögum og
samlagshlutafélögum var gefinn
aðlögunartími til 1. september
2013. Það þýðir að í dag er rúmt
ár frá fullri innleiðingu laganna.
Norðmenn voru brautryðjendur
á þessi sviði en þeir settu lög um
kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja
árið 2002 en á Íslandi var gengið
enn lengra þar sem lögin gilda
fyrir stjórnir allra fyrirtækja með
yfir 50 starfsmenn.
Vegna þess að enginn gagna-
grunnur er til yfir þá sem sitja
í stjórnum íslenskra fyrirtækja
fóru Auður og Þröstur þá leið
að hafa samband við
framkvæmdastjóra
300 stærstu fyrirtækj-
anna og biðja þá um að
koma sér í samband
við stjórnarmenn. 260
stjórnarmenn svöruðu
spurningalista, þar af
41% konur, en alls dekka
þessir 260 einstaklingar
800 stjórnarsæti. Þá
voru tekin djúpviðtöl við
11 konur og 11 karla.
Nýjar stjórnarkonur
hógværari
Þegar leitað var
eftir konum í stjórn eftir
gildistöku laganna var
algengast að notast væri
við tilvísun frá þriðja
aðila, til dæmis lífeyris-
sjóðum, því næst kom
persónulegt tengslanet
og síðan tengsl við fram-
kvæmdastjóra. „Þar á
eftir kemur sú leið að
notast við valnefndir“ segir Auður
en samkvæmt mannauðsfræðum
myndi sú leið teljast sú faglegasta
af þessum fjórum. Fimmta algeng-
asta leið nýrra kvenna inn í stjórn
var í krafti eigin eignarhlutar.
„Svokölluð teymishugsun, þar
sem lagt er mat á stjórnina í heild
og hvernig einstaklingar innan
hennar spila saman,
er síður til staðar hjá
karlmönnum, stjórn-
arformönnum og eldri
einstaklingum. Venjan
er að lögð sé áhersla á
að leggja mat á hvern
einstakling frekar en
heildina. Það eru þó
vísbendingar um að
þessi hugsun sé að
breytast og sum fyrir-
tæki hafa mun form-
fastara ferli við val
inn í stjórnir,“ segir
Auður.
Þekking og reynsla
af almennri stjór-
nun, stefnumótun
og fjármálum vega
þungt í vali nýrra
stjórnarmanna og
athygli vekur að nýrri
stjórnarkonur, sem
setið hafa í stjórn 3 ár
eða skemur, vega getu
sína og þekkingu á
þessum sviðum lægra en nýir karl-
kyns stjórnarmenn, og reyndari
karl- og kvenkyns stjórnarmenn.
„Það góða er hins vegar að það
virðist ekki taka meira en 3 ár að
jafna út þennan kynjamun.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Teymis-
hugsun
er síður
til staðar
hjá karl-
mönnum,
stjórnarfor-
mönnum og
eldri ein-
staklingum.
12 fréttaskýring Helgin 5.-7. desember 2014