Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 63
Í fjaðrasófum grænum
Þ
Það rifjuðust upp góðar stundir æskuár-
anna í bjúkkanum með afa á Háteigs-
veginum þegar glæsibílabók Arnar
Sigurðssonar, Króm og hvítir hringir,
rak á fjörur mínar. Forsíðumyndin er
af alvöru kagga sjötta áratugarins,
þegar bílar voru flottastir, Buick 1956.
Bíllinn ber með sér þungbúinn þokka,
tvílitur með hvítum dekkjahringjum,
krómaður í bak og fyrir – og hardtop.
Það þótti flottast, enginn gluggapóstur.
Stýri, mælaborð og sæti samlit. Bogin
framrúðan innrammaði stælinn. Afi
átti einmitt sambærilegan dreka, Buick
1954. Bílinn keypti Eimskipafélagsskip-
stjórinn nýjan, sigldi bæði á Ameríku og
Rússland og lá ekki á skoðunum sínum
þegar hann bar stórveldin saman. Ég
hefði heldur aldrei séð afa fyrir mér á
Moskvitch – og varla Volgu, þótt víga-
legri væri en Moskinn. Bjúkki var það
af stærstu gerð, hvítur með grænum
undirtóni, grænn að innan, sætin græn,
grænt mælaborð, grænt stýri. Sjálfskipt-
ur með vökvastýri – sem þá hét páver-
stýri upp á amerísku – og leið áfram,
jafnvel á holóttum malarvegum þess
tíma. Bekkur frammí og rúmaði marga
– en yfirleitt sátu þar bara amma og afi,
hann með hatt og hún líka. Hár hennar
nýlagt undir hattinum, vel lagaðar bylgj-
urnar högguðust ekki.
Afturí, á öðrum sætisbekk, sátu
farþegar þeirra. Þar var nánast hægt
að koma fyrir eins mörgum börnum og
voru á staðnum. Það var snúra á bakhlið
framsætanna, vildu menn hífa sig upp
úr fjaðrasófum grænum – og kveikjari
jafnt afturí og frammí. Þetta var áður en
það var talið óheppilegt að reykja með
börn í bílnum – en ég er ekki að segja
að það hafi verið stundað í bjúkkanum
hans hafa. Hann var hættur að reykja á
þessum árum – og aldrei reykti amma,
datt það ekki í hug. Reykingar voru fyrir
karla – og vindlar voru stundum púaðir
á Háteigsveginum. Í fikti náði ég einu
sinni að brenna mig á kveikjaranum
í bjúkkanum og reyndi engar hunda-
kúnstir með það apparat framar.
Flottast var samt þegar afi setti bjúkk-
ann í gang og bakkaði út úr bílskúrnum
upp bratta brekku því skúrinn stóð mun
neðar en gatan. Startarinn var undir
bensíngjöfinni og því hreinlega allt
gefið í botn þegar drekinn var ræstur.
Átta strokka rokkurinn tók vel við sér,
rumdi þegar bensínið sprautaðist inn.
Hvert start tók því sinn slurk og án efa
annað eins þegar kafteinninn bakkaði
upp brekkuna – en flott var það og skipti
kannski ekki öllu því þetta var löngu
fyrir olíukreppuna illræmdu. Buick
1954 var ekki hannaður með sparneytni
í huga.
Pabbi átti líka svona ameríska
fleka eins og Örn lýsir í bók sinni um
krómdrekana með hvítu hringina – og
víst voru hvítu hringirnir á dekkjunum
þvegnir með stálull á sólardögum, þegar
bónað var. Fyrir mitt minni veit ég að
hann átti Buick blæjubíl, árgerð 1949, en
sú árgerð boðaði nýja tíma hjá þessum
fornfræga bílaframleiðanda, að því er
fram kemur í bók Arnar. Ég man hins
vegar eftir Chevrolet 1955 blæjubíl í
hans eigu. Sá þótti flottur og komst án
efa á íslenskar númeraplötur í gegnum
Sölunefnd varnarliðseigna, sem meðal
annars seldi notaða bíla sem varnar-
liðsmenn á Keflavíkurflugvelli höfðu
flutt inn. Örn segir frá því í bók sinni,
einmitt þegar hann fjallar um glæsilega
Chevrolet bíla af árgerð 1955-57, að hér
á landi hafi þessir bílar aðallega verið
fernra dyra, enda voru aðrar útfærslur
litnar hornauga af þeim starfsmönnum
sem úthlutuðu leyfum til bílakaupa. „Þó
slæddust nokkrir hardtop- og blæjubílar
í gegnum Sölunefndina,“ segir hann,
„ungum bílaáhugamönnum til mik-
illar ánægju. Íslensku vegirnir voru þó
snöggir að gera út af við þá...“ Það eru
orð að sönnu. Vegirnir voru hrikalegir
og sennilega hafa gluggapóstar, sem
ekki voru í hardtop bílunum og bæjubíl-
unum, styrkt hina til aksturs á moldar-
vegunum, þótt sérkennilegt sé til þess
að hugsa að ríkisapparat hafi verið við
lýði í þá daga sem úthlutaði leyfum til
bílakaupa.
Ég náði ekki að fylgja eftir þessari
drekaeign forfeðranna. Aðeins einu
sinni á lífsleiðinni hef ég eignast amer-
ískan fólksbíl – og hann var fráleitt af
stærð eða þyngd fyrrgreindra bjúkka
og letta. Þetta var Ford Maverick.
Árgerð hans man ég ekki en rauður
var hann, jafnt að utan sem innan. Mín
ágæta eiginkona lét þetta eftir mér – um
stundarsakir. Hún kunni aldrei að meta
Fordinn, þótti húddið á honum svo langt
að varla sæist fram fyrir það, þótt þessi
ágæti Maverick væri aðeins hálfdrætt-
ingur á við bjúkkann hans afa, króm
varla sjáanlegt á honum og því síður
hvítir hringir. Hún fór því á stúfana, þeg-
ar henni þótti hinn ameríski draumur
eiginmannsins orðinn nógu langur, og
pantaði Mazdapútu. Mig minnir að sú
hafi verið auðkennd með stöfunum 323
og var minnsta gerð – með saumavélar-
mótor. Að því gerðu hringdi hún í mig í
vinnuna og sagði að nú gæti ég selt doll-
aragrínið.
Maverick-inn sá ég síðar á Bíldudal.
Eigandinn virtist vera ánægður með
hann. Ég veit ekki um konuna hans.
Auðvitað hefðum við átt að varðveita
bjúkkann hans afa, gera hann upp og
nota á hátíðarstundum fyrir stórfjöl-
skylduna, sitja mörg í fjaðrasófunum,
bæði afturí og frammí. Varðveisla
gamalla bíla var hins vegar ekki komin
á dagskrá þegar hann var seldur, eftir
dygga þjónustu. Einhverjir í ættinni
halda því fram að hann sé enn til, að
drekanum hafi verið bjargað frá glötun
og hann gerður upp. Um það þori ég
ekki að fullyrða – en væri það tilfellið,
mætti hugsa sér að setjast undir stýri,
þótt ekki væri annað, fikta aðeins í
lampa útvarpstækinu, jafnvel kveikjaran-
um ógnvænlega og starta, maður minn,
heyra þungt hljóðið þegar bensíngjöfin
neglir niður startarann sem þeytir átta
strokka vélinni samstundis í gang – og
sogar í sig bensínið.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
54 viðhorf Helgin 5.-7. desember 2014