Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 10
É g flosnaði snemma upp úr skóla sökum námserfiðleika sem síðar kom í ljós að hefðu
verið vegna lesblindu en á þeim
tíma var lítið um greiningar eins og
í dag. Mér gekk illa í Árbæjarskóla
og upplifði þar einelti enda gekk
mér illa í námi og flokkaðist sem
„tossi,“ segir Margrét Gígja Rafns-
dóttir sem Fræðslumiðstöð atvinnu-
lífsins hefur valið sem fyrirmynd í
námi fullorðinna árið 2014, ásamt
tveimur öðrum sem hafa farið í
gegnum framhaldsfræðslukerfið.
„Ég var flutt yfir í Hagaskóla í sér-
stakan bekk sem var fyrir „tossa“.
Eftir grunnskólann fór ég að vinna
hjá Goða í kjötvinnslunni og Össuri
í pökkunardeildinni. Ég var svo um
25 ára þegar ég gifti mig manni sem
bjó svo vel að ég gerðist heimavinn-
andi húsmóðir enda eignuðumst við
saman tvö yndisleg börn og nóg að
gera á heimilinu.“
Fræðslumiðstöðin hefur frá árinu
2006, í tengslum við ársfund sinn,
veitt verðlaun þeim einstaklingum
sem hafa sýnt góðan námsárangur,
frumkvæði og kjark og þar að auki
náð að yfirstíga ýmis konar hindr-
anir í sínu námi, eins og til dæm-
is námserfiðleika. Þessir þættir
eiga svo sannarlega við um Mar-
gréti Gígju sem stundaði nám sitt
meðal annars hjá Framvegis – mið-
stöð símenntunar, tókst að sigrast
á erfiðum hindrunum í náminu og
sannarlega stendur undir nafni sem
fyrirmynd í námi fullorðinna.
Fann sjálfa sig
„Ég var sátt við mitt hlutskipti og
hugsaði ekki um að fara aftur í nám
eða að vinna. Maðurinn minn sá
um heimilisbókhaldið og alls konar
hluti sem ég síðar uppgötvaði að ég
þyrfti líka að kunna og geta. Við
skildum fyrir nokkrum árum og
hann flutti til Noregs. Ég stóð uppi
sem einstæð tveggja barna móðir,
án menntunar og starfsreynslu.
Það var sjokk að upplifa sig svona
berskjaldaða því það var erfitt að fá
vinnu og ég fór því á atvinnuleysis-
bætur. Það var þá sem ég ákvað að
ég yrði að mennta mig, bæði til að
tryggja mér og börnunum mínum
ákveðið öryggi og til þess að geta
aðstoðað þau á skólagöngu þeirra
eins og eðlilegt þykir en það getur
reynst lesblindum einstaklingi tals-
vert erfitt. Ég fór því í Lesblindu-
setrið í Mosfellsbæ og fékk aðstoð
og lærði margar góðar aðferðir við
nám sem ég þekkti ekki áður. Síðan
lá leiðin í Grunnmenntaskólann hjá
Mími sem er eins konar undirbún-
ingur fyrir frekara nám.
Ég var að nálgast fertugt þegar ég
fór svo í starfsgreiningu hjá náms-
og starfsráðgjafa hjá Vinnumála-
stofnun og uppgötvaði fyrst hvað
mig raunverulega langaði til að
verða þegar ég yrði „stór“. Niður-
staðan kom mér á óvart því hingað
til hafði ég haldið að hárgreiðsla eða
blómaskreytingar væru störf fyrir
mig. Ég ákvað að fylgja þessari nið-
urstöðu eftir og sótti stuðningsfull-
trúanám hjá Framvegis – miðstöð
símenntunar í Skeifunni. Það var þá
fyrst sem ég fann sjálfa mig,“ segir
hún.
Fékk draumastarfið
„Starfsfólkið sem tók á móti mér
var yndislegt og námsumhverf-
ið hlýlegt og ólíkt hefðbundinni
skólabyggingu. Til dæmis er ekki
eins vítt til veggja eða snagar fyrir
framan kennslustofurnar og svo er
kaffirými og spjallhorn því félags-
lífið skiptir auðvitað miklu máli. Ég
hélt mig til hlés fyrstu skóladagana
og skreið ég með veggjum, ef svo
má að orði komast, en þegar leið
á námið öðlaðist ég sjálfstraust og
hreinlega elskaði námið. Ég hélt
ræðu við útskriftina og tók við
verðlaunum fyrir framúrskarandi
námsárangur.“
„Mig hafði lengi langað að starfa
á leikskólanum Rauðhóli sem er í
hverfinu sem ég bý í og því þægi-
legt með tilliti til barnanna minna
tveggja. Ég hafði prófað nokkrum
sinnum að sækja um starf þar en
ekki fengið en eftir námið hjá Fram-
vegis þá mætti ég hnarreist á leik-
skólann og sótti um draumastöðu
sem ég fékk. Ég er því sannfærð um
að námið hafi gert mér gott og opn-
að ákveðnar leiðir í atvinnulífinu.
Ég hef öðlast sterkari sjálfsmynd og
fengið aukið sjálfstraust.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Nám margrÉt gígja rafNsdóttir verðlauNuð hjá fræðslumiðstöð atviNNulífsiNs
Fyrirmynd eftir
að fara í nám á
fertugsaldri
Margrét Gígja Rafnsdóttir flosnaði snemma upp úr skóla vegna
lesblindu. Fyrir fimm árum stóð hún uppi nýskilin við eiginmann
sinn, ómenntuð og atvinnulaus. Hún skráði sig í nám og starfar
nú á leikskólanum Rauðhóli. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
hefur valið Margréti sem fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2014.
Margrét Gígja Rafnsdóttir segir börnin sín hafa verið sér hvatning í því að mennta sig á fertugsaldri og segir þau afar stolt af
sér. Ljósmynd/Hari
15 þúsund nemendur á ári
„Í framhaldsfræðslunni er gengið
út frá því að fullorðnir, sem ekki
hafa lokið formlegu námi á fram-
haldsskólastiginu, fái annað tæki-
færi til náms og eigi jafnframt
möguleika á að fá fyrra nám, nám-
skeið og hvers konar lífs- og starfs-
reynslu metna til styttingar á námi
til fullra námsloka. Um er að ræða
einstaklinga sem ekki hafa lokið
framhaldsnámi, þá sem ekki hafa
hafið slíkt nám, sem og brottfalls-
nemendur,“ segir Sólveig Hildur
Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
hjá Framvegis – miðstöð símennt-
unar.
Framvegis – miðstöð símennt-
unar er ein þeirra 11 símenntunar-
miðstöðva á Íslandi sem hafa meðal
annars að leiðarljósi að veita fólki
annað tækifæri til náms. Starf mið-
stöðvanna er umfangsmikið en um
15 þúsund nemendur fara í gegnum
það á hverju ári. „Bakgrunnur og
forsendur fólks eru margvíslegar.
Sumir hafi horfið frá skóla strax
eða stuttu eftir að grunnskólanámi
lauk og hugnaðist ekki að koma inn
í kerfið aftur eða telji sig vanbúna
til þess. Þar geta legið alls konar
ástæður að baki, félagslegar eða
námslegar, til dæmis námsörðug-
leikar vegna lesblindu, eins og í til-
felli Margrétar Gígju. Fólkið á það
sammerkt að vanta mikilvægan
þátt í undirbúning sinn fyrir lífið,
það er þann þátt sem framhalds-
skólinn veitir með almennu námi
eða starfsnámi.“
Sólveig Hildur Björns-
dóttir, framkvæmda-
stjóri hjá Framvegis –
miðstöð símenntunar.
www.lyfja.is
Lægra verð
í Lyfju
w.lyfja.is
Optibac Probiotics
One week flat 20%
afsláttur
Gildir til 19. desember.
Gott að grípa til þegar við leyfum okkur
meira. Hjálpar til við niðurbrot á fæðunni.
Eyðir lofti og þembu úr meltingunni.
www.icewear.is
ÞINGHOLTSSTRÆTI, REYKJAVÍK - HAFNARSTRÆTI, AKUREYRI
LOÐSKINN
STÓRLÆKKAÐ VERÐ TIL JÓLA!
DÖGG Trefill úr fataefni
og kanínuskinni
kr. 12.700
EDDA Sjal úr kanínuskinni
kr. 10.200
6.420Tilboð 9.880Tilboð
Handprjónasamband Íslands
Skólavörðustíg 19
s. 552-1890
www.handknit.is
Handprjónaðar
jólagjar.
Uppskriftir, lopi og
prjónar.
10 fréttir Helgin 5.-7. desember 2014