Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 71
62 ferðalög
flug þrjú flugfélög munu fljúga milli Íslands og BandarÍkjanna
Kristján
Sigurjónsson
kristjan@turisti.is
Helgin 5.-7. desember 2014
Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum.
Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er
lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju
horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast
einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í
hávegum höfð.
Verð 336.950 kr. á mann í 2ja manna herbergi.
Innifalið: Flug, hótel í London,
hótel með hálfu fæði í Albaníu,
öll keyrsla í Albaníu, allar
skoðunarferðir, ísl. fararstjóri,
skattar og aðgangur þar sem við á.
Hin fagra og forna Albanía
28. mars - 8. apríl
Páskaferð
þ að eru ekki til neinar opinberar tölur um hversu margir Íslendingar ferðast
til Bandaríkjanna en þar sem utan-
ferðum landans hefur fjölgað tölu-
vert síðustu ár má gera ráð fyrir
að sífellt fleiri Íslendingar fari í frí
vestur um haf. Áætlunarferðirnar
þangað eru líka orðnar mun tíðari
en þær voru fyrir nokkrum árum
síðan og í vor bætist verulega við
framboð á flugferðum þangað.
Þrjú flugfélög á leið yfir hafið
Áður en Iceland Express hóf flug
til Bandaríkjanna sumarið 2010
var Icelandair eina félagið sem
bauð upp á reglulegar ferðir þang-
að. Bandaríska flugfélagið Delta
hóf svo Íslandsflug sitt árið eftir og
hefur allar götur síðan flogið allt
að daglega yfir sumartímann hing-
að frá John F. Kennedy flugvelli í
New York. Útlit er fyrir að banda-
ríska félagið bæti við flugi hingað
frá Minneapolis á næsta ári. Þá
mun WOW air einnig hefja flug til
Bandaríkjanna og fljúga til flug-
vallanna við Boston og Baltimore.
Sá síðarnefndi er stutt frá höfuð-
borg Bandaríkjanna. Í maí bætir
Icelandair svo níundu bandarísku
borginni við leiðakerfi sitt þegar
félagið hefur áætlunarflug til Port-
Fleiri valkost-
ir ef ferðinni
er heitið vestur
Á næsta ári verður flogið héðan til ellefu bandarískra flugvalla.
Áfangastaðirnir hafa ekki áður verið jafn margir.
Næsta sumar verður flogið allt að fjórum sinnum á dag til Boston frá Keflavík. Mynd Bostonusa.com
land í norðvesturhluta landsins.
Þar með fljúga vélar Icelandair til
tíu flugvalla í Bandaríkjunum.
Umsvifamikil í Boston
Frá og með vorinu geta farþegar í
Keflavík valið á milli fjögurra ferða
á dag til Boston. Það er meira
úrval en farþegum á stærstu flug-
völlum Evrópu stendur til boða og
til að mynda er ekki flogið til Bo-
ston frá neinum öðrum norrænum
flugvelli en þeim íslenska. Eins
og gefur að skilja er ferðagleði Ís-
lendinga ekki helsta ástæðan fyrir
þessum tíðum ferðum og vinsældir
Íslands sem ferðamannastaðar
meðal íbúa Massachussets fylkis
skýrir ekki heldur þessa loftbrú á
milli borganna. Ástæðan er fyrst
og fremst sú að stór hluti farþega
Icelandair er fólk á leið á milli
Evrópu og Norður-Ameríku og
millilendir aðeins á Íslandi á leið
sinni yfir hafið. WOW air hyggst
einnig ná til þessa hóps.
Þær bandarísku flughafnir sem flogið verður til á næsta ári frá Keflavíkurflugvelli
Anchorage: Icelandair
Baltimore/Washington: WOW air
Boston Logan: Icelandair og WOW air
Denver: Icelandair
John F. Kennedy í New York: Delta og Icelandair
Minneapolis/St. Paul: Icelandair og hugsanlega Delta
Newark í New Jersey/New York: Icelandair
Orlando Sanford: Icelandair (Orlando International Airport frá og með haustinu)
Portland: Icelandair
Seattle Tacoma: Icelandair
Washington Dulles: Icelandair
Í maí fer Icelandair í jómfrúarferð sína til Portland í Oregon fylki en þangað hefur
ekki áður verið flogið beint frá Keflavík. Mynd Travel Portland