Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 71

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 71
62 ferðalög  flug þrjú flugfélög munu fljúga milli Íslands og BandarÍkjanna Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Helgin 5.-7. desember 2014 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 336.950 kr. á mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Hin fagra og forna Albanía 28. mars - 8. apríl Páskaferð þ að eru ekki til neinar opinberar tölur um hversu margir Íslendingar ferðast til Bandaríkjanna en þar sem utan- ferðum landans hefur fjölgað tölu- vert síðustu ár má gera ráð fyrir að sífellt fleiri Íslendingar fari í frí vestur um haf. Áætlunarferðirnar þangað eru líka orðnar mun tíðari en þær voru fyrir nokkrum árum síðan og í vor bætist verulega við framboð á flugferðum þangað. Þrjú flugfélög á leið yfir hafið Áður en Iceland Express hóf flug til Bandaríkjanna sumarið 2010 var Icelandair eina félagið sem bauð upp á reglulegar ferðir þang- að. Bandaríska flugfélagið Delta hóf svo Íslandsflug sitt árið eftir og hefur allar götur síðan flogið allt að daglega yfir sumartímann hing- að frá John F. Kennedy flugvelli í New York. Útlit er fyrir að banda- ríska félagið bæti við flugi hingað frá Minneapolis á næsta ári. Þá mun WOW air einnig hefja flug til Bandaríkjanna og fljúga til flug- vallanna við Boston og Baltimore. Sá síðarnefndi er stutt frá höfuð- borg Bandaríkjanna. Í maí bætir Icelandair svo níundu bandarísku borginni við leiðakerfi sitt þegar félagið hefur áætlunarflug til Port- Fleiri valkost- ir ef ferðinni er heitið vestur Á næsta ári verður flogið héðan til ellefu bandarískra flugvalla. Áfangastaðirnir hafa ekki áður verið jafn margir. Næsta sumar verður flogið allt að fjórum sinnum á dag til Boston frá Keflavík. Mynd Bostonusa.com land í norðvesturhluta landsins. Þar með fljúga vélar Icelandair til tíu flugvalla í Bandaríkjunum. Umsvifamikil í Boston Frá og með vorinu geta farþegar í Keflavík valið á milli fjögurra ferða á dag til Boston. Það er meira úrval en farþegum á stærstu flug- völlum Evrópu stendur til boða og til að mynda er ekki flogið til Bo- ston frá neinum öðrum norrænum flugvelli en þeim íslenska. Eins og gefur að skilja er ferðagleði Ís- lendinga ekki helsta ástæðan fyrir þessum tíðum ferðum og vinsældir Íslands sem ferðamannastaðar meðal íbúa Massachussets fylkis skýrir ekki heldur þessa loftbrú á milli borganna. Ástæðan er fyrst og fremst sú að stór hluti farþega Icelandair er fólk á leið á milli Evrópu og Norður-Ameríku og millilendir aðeins á Íslandi á leið sinni yfir hafið. WOW air hyggst einnig ná til þessa hóps. Þær bandarísku flughafnir sem flogið verður til á næsta ári frá Keflavíkurflugvelli Anchorage: Icelandair Baltimore/Washington: WOW air Boston Logan: Icelandair og WOW air Denver: Icelandair John F. Kennedy í New York: Delta og Icelandair Minneapolis/St. Paul: Icelandair og hugsanlega Delta Newark í New Jersey/New York: Icelandair Orlando Sanford: Icelandair (Orlando International Airport frá og með haustinu) Portland: Icelandair Seattle Tacoma: Icelandair Washington Dulles: Icelandair Í maí fer Icelandair í jómfrúarferð sína til Portland í Oregon fylki en þangað hefur ekki áður verið flogið beint frá Keflavík. Mynd Travel Portland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.