Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 31
É g hef alltaf séð flutninga í ein-hverskonar rósrauðum ljóma. Ákveðin hreinsun. Nýtt upp- haf. Nýir tímar. Rósrauði ljóminn er þó ekki lengi að hverfa þegar flutn- ingsframkvæmdirnar sjálfar hefjast. Skítt með einhverja hreinsun eða nýtt upphaf. Nú eða nýja tíma. Fari það allt saman fjandans til. Ef eitt- hvað mergsýgur úr manni lífsviljann og myrðir í manni sálina þá eru það flutningar. Allt í lagi, ég skal draga aðeins úr dramatíkinni: það er ömur- legt að flytja. Til að byrja með er maður í rífandi gír. Svona á meðan tekið er úr helstu hillum og það sem prýðir veggina rifið niður. Þetta sem þægilegast er að eiga við. Síðan hefst ringulreiðin. Þú varst að tæma kommóðuna í forstofunni en finnur þig skyndi- lega inni í barnaherbergi að sortera legokubba. Þú hleypur aftur inn í forstofu með það í huga að klára af kommóðuna. Ah, alveg rétt – þú ætlaðir að skrúbba aðeins yfir botninn í forstofuskápnum. Þá er rokið inn í eldhús til þess að sækja búnaðinn í þann gjörning. Þú nælir þér í snöggan kóksopa úr ísskápnum fyrst. Shit, þú ætlaðir að þrífa hann. Alveg rétt. Hvar er tuskan? Er hún hjá kommóðunni? Legokubbunum? Í forstofuskápnum? Þú finnur loks helvítis tuskuna. Endar með hana í gluggakistunni inni á baðherbergi. Kommóðan ennþá full af drasli. Legokubbanir í sögulegri óreiðu. Ísskápurinn enn allur í rauðvíns- slettum (beljur eiga það til að leka). Og botninn í forstofuskápnum – já, hann hefur ekki verið skrúbbaður. Ekki skulum við gleyma sakleys- islegum skúffum og skápum – hing- að og þangað um íbúðina. Manstu þegar þú fluttir inn? Glettnislegur glampinn í augunum á þér þegar þú sást allt skápaplássið. Já, sá glampi er horfinn. Vinalegu skáparnir sem heilsuðu þér í upphafi eru ekki til staðar lengur. Djöfulleg, ótæmandi svarthol hafa komið í þeirra stað. Með semingi vogar þú þér að opna eitt svartholið. Hey, þarna er kass- inn með (óopnuðu) spreybrúsunum og akrýlmálningunni – þú ætlaðir jú að gera ógeðslega mörg lekker DIY-verkefni þegar þú fluttir inn. 15 pör af þrívíddargleraugum af því þú manst aldrei eftir að kippa gamla parinu með í bíó – passar samt alltaf að hirða þau í hverri bíó- ferð. Hleðslutæki af hverju einasta símtæki sem þú hefur átt í gegnum tíðina. Ábyrgðarskírteinið af kaffi- vélinni. Húfan sem þú kláraðir aldrei að prjóna. Snúrur af öllum raftækj- um sem þú hefur nokkurn tímann eignast – bæði lífs og liðnum. Einn skítugur blómapottur á stjákli (þú ætlaðir að spreyja hann sko). Blöðin sem þú geymdir til þess að lesa betur. Þér fallast hendur. Þú lokar svartholinu. „Æ, ég tek þennan skáp síðast.“ Eftir fimmtándu ferðina í Sorpu og þrálátar hugsanir um að kveikja einfaldlega í kofanum þá tekur þú þér kaffipásu. Horfir á hundrað og eitthvað kassa í forstofunni. Hvernig er þetta mögulegt? Þú fluttir bara inn með sjö kassa. Þú klórar þér í höfðinu og veltir fyrir þér þessari yfirnáttúrulegu margföldun. Jæja, þetta hafðist þó. Allt komið í kassa. Kommóðan í for- stofunni tóm og legokubbanir, tjah, ekki alveg sorter- aðir en þó búið að pakka þeim niður. Tími á að koma sér út. Þér svelgist á kaffinu. Þetta er hvergi nærri búið. Því fer fjarri. Það á eftir að þrífa bölv- aða íbúðina. Íbúð- in sem þér þótti sæmilega hrein lítur allt í einu út eins og þar hafi verið ellefu hestar á bás. Í marga mánuði. Veggja- kám sem áður var ósýnilegt er nú á við skærgult vegg- fóður. Rykið ofan á parketlistunum öskrar nafn þitt. Undarlegir blettir í ruslaskápnum. Fitan ofan á vift- unni í eldhúsinu. Íkveikjuhugsanir sækja aftur sterkt að þér. Það hefði einhver vel mátt gauka því að mér fyrir tæpum 10 árum að maður á aldrei að flytja úr foreldra- húsum. Aldrei! Guðrún Veiga Guð- mundsdóttir er mannfræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarps- þættinum Nenni ekki að elda og var að gefa út samnefnda bók. Guðrún Veiga er að flytja og íhugar alvarlega að kveikja bara í kofanum. Kámið á veggjunum er orðið eins og skærgult veggfóður Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@ frettatiminn.is Eftir fimmtándu ferðina í Sorpu og þrálátar hugsanir um að kveikja einfald- lega í kofanum þá tekur þú þér kaffipásu. Horfir á hundr- að og eitthvað kassa í forstof- unni. Hvernig er þetta mögu- legt? Gerðu sjónvarpið snjallara Xtreamer Wonder Verð: 24.990 kr. Fartölva Dell Inspiron 3531 Verð: 54.990 kr. Merktu hluti - Finndu þá Chipolo - Margir litir 1 stk - verð: 3.990 kr. 3 stk - verð: 8.990 kr. Hörðustu pakkarnir fást hjá Advania Guðrúnartúni 10, Reykjavík Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 Tryggvabraut 10, Akureyri Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 advania.is/jol Kíktu til okkar í kaffi – við tökum vel á móti þér í verslunum okkar Far- og spjaldtölva Dell Inspiron 7347 Verð: 179.990 kr. Fartölvutaska Bogart 13V Verð: 8.990 kr. Leðurtaska Tiding Vintage Verð: 26.990 kr. Heyrnartól - þrír litir Jabra Revo Stereo Verð: 29.990 kr. Heyrnartól Urbanears Plaœan - margir litir Verð: 10.490 kr. 22 pistill Helgin 5.-7. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.