Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 97
88 matur & vín Helgin 5.-7. desember 2014
O star eru ómissandi um jól og hátíðir. Í Dölunum er búið til mikið úrval af
mygluostum en mikil reynsla og
þekking liggur hjá ostagerðar-
fólki MS í Búðardal. Fyrr á árinu
kom á markað sérhönnuð osta-
þrenna og nú fyrir jólin kemur á
markað sérstök jólaþrenna. Í jóla-
þrennunni eru þrír sérvaldir ostar
úr Dölunum, Dala Kastali, Dala
Höfðingi og Dala Brie. Ostaþrenn-
an er í fallegum og jólalegum
pakkningum og er einstaklega
hentug þegar von er á gestum
ásamt því að vera skemmtileg
tækifærisgjöf.
Meðlæti á ostabakkann
Sulta og vínber eru eitt vinsæl-
asta meðlætið á ostabakkann en
dæmi um annað meðlæti sem gott
er að hafa með er eftirfarandi:
Epli, þurrkaðir ávextir, sellerí,
hnetur, chutney, pickles, hunang,
púrtvínssoðnar perur, sérrí og
rúsínuhlaup, síróp, chilli sulta,
ólífur, grillaðar paprikur, sól-
þurrkaðir tómatar, ætiþistlar og
margt fleira.
Unnið í samstarfi við
MS
Girnilegir
ostabakkar
kæta bragðlaukana
um hátíðirnar
Um framreiðslu á ostum:
Gaman er að setja osta fram á girnilegan
hátt en á ostabakka er ekki þörf á fleiri
en fimm tegundum af osti. Með ostinum
er gott að hafa ávexti, grænmeti og
brauð eða ósætt og ósalt kex.
Gott er að láta ost standa við stofuhita
í um það bil eina klukkustund áður en
hann er borinn fram, til þess að osta-
bragðið njóti sín sem best. Gætið þess að
hafa meira af mildum ostum en sterkum.
Þegar ostar eru bornir fram ásamt
smjöri, brauði, ávöxtum og grænmeti
og osturinn er aðalatriðið þá er gert ráð
fyrir 200-250 grömmum af osti á mann.
Ef osturinn er borinn fram sem eftir-
réttur er passlegt að reikna með um það
bil 70-75 grömmum á mann.
Metsölulisti
Eymundsson
Handbækur/fræðibækur/ævisögur
VIKA 48
1.
Metsölulisti
Eymundsson
Handbækur/fræðibækur/ævisögur
VIKA 48
2.
Metsölulisti
Eymundsson
Handbækur/fræðibækur/ævisögur
VIKA 48
3.
www.forlagid.is
– alvöru bókabúð á netinu
Flottar í
jólapakkann