Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 69
60 bílar
ReynsluakstuR lexus nx 300h
Spegla karlar sig meira í dag?
Helgin 5.-7. desember 2014
Nýi tvíorku Lexusinn er lúxus-
kerra sem gott er að keyra.
Bíllinn á eflaust eftir að vekja
athygli fyrir áberandi öðru-
vísi útlit sitt en innri hönnun
bílsins kemur líka skemmti-
lega á óvart.
Þ essi nýi tvíorkubíll frá Lex-us er algjör lúxuskerra, sem virkar örugg og er gott
að keyra. Hönnun bílsins er áber-
andi öðruvísi, dálítið agressív og
kannski ekki allra. Annars var það
frekar hönnunin að innan sem kom
mér á óvart.
Ég var lengi að átta mig á því
hvaðan vélarhljóðið kæmi þar sem
ég ók um göturnar á rafmagni. Eða
var ég kannski að nota bensínið?
Ómögulegt að vera viss þegar mað-
ur keyrir um á nýjum tvíorkubíl.
Svo áttaði ég mig á því að hljóðið
kom alls ekkert úr vélinni heldur
úr hátölurunum. Margir eiga erfitt
með að venjast því að keyra hljóð-
laust um göturnar á rafmagnsbíl
en Lexus hönnuðir hafa hugsað til
þess með því að bjóða nýinnvígðum
rafmagnsökumönnum upp á mjúka
lendingu. Við hlið stýrisins er lítill
takki þar sem hægt er að hækka og
lækka að vild sakni vanur bensín-
lúxuskerra, glæsilegt mælaborðið
fullt af allri nýjustu tækni fyrir utan
gömlu góðu vísisklukkuna fyrir
miðju mælaborði sem minnir óneit-
anlega á Land Rover. En á milli sæt-
anna er hálfgert völundarhús hólfa
og innan í einu þeirra er að finna
lítinn handspegil. Þetta kom mér
álíka mikið á óvart og gervivélar-
hljóðið.
Ég skil ekki enn tilgang þess
að hafa handhægan spegil við
aksturinn, þó ég geti mér til að
hann sé hugsaður til að spegla sig
í. En af hverju ætti ökumaður að
vilja spegla sig þegar hann er að
keyra? Er það ekki bara lífshættu-
legt? Eða á ökumaður að spegla
sig á ljósum, eða rétt áður en hann
stígur út úr bílnum? Venjulega er
spegill farþegasætismegin, líka í
þessum bíl, og sá spegill var í upp-
hafi hugsaður sem nauðsynlegur
aukahlutur fyrir farþegann, sem á
fyrri hluta 20. aldar var oftast kona.
Nú þegar konur eru komnar í öku-
sætið virðist greinilega vera komin
þörf á fleiri spegla. Eða eru karl-
menn kannski farnir að spegla sig
meira? -hh
CO2 blandaður akstur
116 (g/km)
Blandaður akstur
5,0 (l/100km)
Hröðun 0-100 km/klst.
9,3 sek.
Hámarkshraði
180 (km/klst)
Kostir:
Tvíorkubíll.
Rúmgóður.
Þægilegt borð milli sæta
fyrir snjallsíma í hleðslu.
Gallar:
Mjög stíf fjöðrun.
Ekki gott útsýni fyrir
börn í aftursæti.
Verð frá
8.590.000 kr.
lexus
Nýi tvíorku-Lexusinn er sportlegur og sker sig úr hvað varðar ytri hönnun.
Það vantar ekkert upp á lúxusinn að innan. Innréttingar
eru úr japönskum Shimamoku við og öll nútímaþægindi
eru til staðar, þar á meðal snertiskjár og hleðsluborð
fyrir snjallsíma.
ökumaður þess að í sér heyrist á
rúntinum. Þetta er frekar fyndinn
eiginleiki sem lýsir tímum okkar
vel, hægum dauðdaga bensínbíls-
ins.
Annað fannst mér fyndið sem
tengist hönnun bílsins. Að innan er
þessi nýi Lexus eins og hver önnur
Vantar þig gistingu í útlöndum?
Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan
heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is.
T Ú R I S T I