Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 67
S kipuleggjendur há- tíðarinnar eru þeir Davíð Lúther Sig- urðarson og Gestur Steinþórsson hjá viðburðafyrirtækinu Silent Media. Þeir eru búnir að undirbúa The Color Run í hálft ár og hafa gert þriggja ára samning um skipulagningu viðburðarins. „Color Run byrjaði í Bandaríkj- unum árið 2011. Hugmyndin er sú að sameina íþróttaviðburð við Holi hátíðina í Indlandi,“ segir Gestur. „Þetta hefur svo verið haldið yfir 200 sinnum í 40 löndum þar sem yfir 2 milljónir keppanda hafa tekið þátt. Þetta var svo haldið í fyrsta sinn á þessu ár á Norðurlöndunum, í Danmörku og Svíþjóð, og á næsta ári verður þetta haldið í Noregi, Finnlandi og Íslandi.“ „Við sáum þetta á netinu fyrir tveimur árum síðan og heillaði okkur um leið,“ segir Davíð. „Ég setti sem markmið að taka þátt í þessu sem ég svo gerði í Dan- mörku á síðasta ári. Við funduðum með þeim sem eiga þetta konsept og við náðum samningum. Undan- farna 6 mánuði erum við búnir að vinna að þessu og fara í nokkur hlaup til þess að læra þetta,“ segir Davíð. „Miðað við viðtökurnar sem miðasalan hefur fengið, sem byrjaði í síðustu viku, þá er útlit fyrir að þetta verði gríðarlega skemmtilegt.“ The Color Run verður haldið í Reykjavík laugar- daginn 6. júní og er undirbúningur nú þegar hafinn. Getið þið útskýrt hvað þetta er nánar, hvað er Color Run? „Hlaupið virkar þannig að þú mætir á staðinn. Nærð í þinn bol og þína liti, sem fylgja með. Þú ferð í upphitunina og svo hefst hlaupið sjálft. Hlaupið er aðeins 5 kílómetrar. Á hlaupaleiðinni eru 4 litahlið og þegar þú ferð í gegnum hvert hlið er hent yfir keppendur litum sem festast á fötum og líkama. Þegar í markið er komið tekur við tveggja til þriggja tíma taumlaus skemmtun með tónlist og miklum litasprengjum,“ segir Davíð. „Þetta er ekki keppni og það er ætlast til þess að fólk taki börnin sín með sér í þetta.“ Hluti aðgangseyrisins rennur alltaf til góðgerðamála og ekki er búið að ákveða til hvaða málefnis féð mun renna hér á landi, en það verður tilkynnt fljótlega. „Ef það verður full þátttaka, þá eru þetta um 5 milljónir sem fara í góðgerða- mál eftir hlaupið,“ segir Davíð. „Eins og staðan er núna þá gerum við ráð fyrir 6 þúsund þátttak- endum. Miðað við hvernig miða- salan hefur farið af stað þá verður það niðurstaðan. Það hafa margir hópar og fyrirtæki haft samband og tekið frá miða.“ Má þá ekki búast við því að það þurfi að stækka hópinn árið 2016, ef hlaupið verður svona vinsælt? „Kannski þurfum við að stækka Reykjavík,“ segir Davíð. „Þetta veltur á hlaupaleiðinni líka,“ segir Gestur. „Við erum í samstarfi við Reykjavíkurborg og það er bara eitthvað sem við myndum skoða, ef af því verður.“ Hvernig taka yfirvöld í þetta, er ekkert vandamál að dreifa lit um borgina? „Liturinn er gerður úr náttúru- legu efni og þvæst auðveldlega úr. Liturinn er framleiddur í Þýska- landi og við þurfum að panta nokkur tonn til landsins,“ segir Davíð. „Þess vegna er einmitt svo mikilvægt að byrja miðasöluna svona snemma, því tonn til og frá er mikið magn.“ „Það er komin reynsla á þetta í 40 löndum og það hefur sýnt sig að þetta hefur aldrei verið vesen, bara gleði,“ segir Gestur. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir þessu og viðtökurnar á samfélagsmiðlunum hafa verið langt fram úr okkar vonum.“ „Það er gríðarleg vinna fólgin í þessari skipulagningu og við erum þakklátir því að Alvogen hefur gerst bakhjarl hlaupsins og mun því viðburðurinn heita The Color Run Alvogen. Svo eru Bai5 og Nýherji samstarfsaðilar og hjálpa okkur að láta þetta verða að veru- leika,“ segir Davíð. Allar upplýs- ingar um viðburðinn má finna á fa- cebook síðu hlaupsins: The Color Run Iceland. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  litahlaup Í fyrSta Sinn á ÍSlandi Litasprengja í Reykjavík næsta sumar Fyrirbærið The Color Run verður haldið í fyrsta sinn hér á landi árið 2015. The Color Run var haldið fyrst árið 2011 og tengdist það Holi hátíð Indverja sem haldin er ár hvert. Hlaupið verður haldið í byrjun júní á næsta ári og segja skipuleggjendur hlaupið vera taumlausa skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Gestur Steinþórsson og Davíð Lúther Sigurðar- son hjá Silent standa að The Color Run Alvogen á næsta ári. Mynd/Hari Þetta er ekki keppni og það er ætlast til þess að fólk taki börnin sín með sér í þetta. 58 viðtal Helgin 5.-7. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.