Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 47
Hjálpar börnum með dáleiðslu F ólk er oft með mjög sérstaka mynd af því hvað dáleiðsla er og oftar en ekki kemur sú mynd úr amerískum bíómyndum,“ segir Anna Lísa Björnsdóttir dá- leiðslutæknir. „Þegar fólk kemur fyrst til mín heldur það stundum að það muni detta út og missa stjórn en það er alls ekki þannig. Í bíómynd- unum er alltaf gengið út frá því að þú sért verkfæri sem hægt sé að gera hvað sem er við, en málið er að ef þú vilt ekki láta dáleiða þig þá er það ekki hægt. Dáleiðsla er mjög persónubundin upplifun, slakandi og þægileg en fyrst og fremst er hún breytt hugarástand. Ég, sem dá- leiðslutæknir, er í raun bara að leið- beina fólki að vinna með undirvit- undinni, því þar leynast oft svörin.“ Hjálpar börnum að losa um reiði Anna Lísa lærði að dáleiða í Dá- leiðsluskóla Íslands og fór svo í frekara nám hjá dr. Edwin Yager, sem er þekktur bandarískur dáleið- ari. Hún vinnur með dáleiðsluaðferð sem dr. Yager hefur þróað á 40 ára ferli en hefur svo sjálf verið að þróa sína eigin sérstöku aðferð við að dá- leiða börn. „Tökum sem dæmi reitt barn,“ segir Anna Lísa. „Öskureitt barn sem lendir oft í veseni í skól- anum því það bregst alltaf við öllu með reiði. Með dáleiðslunni hjálp- um við barninu að finna orsök reið- innar. Í stað þess að kenna barninu að eiga við reiðina, þá finnum við út hvað það er sem gerir það verkum að barnið verður reitt. Við reynum Anna Lísa Björnsdóttir er dáleiðari sem hefur sérhæft sig í að dáleiða börn. Hún segir dáleiðsluaðferðir sínar hafa hjálpað sér mikið við uppeldið á dætrum sínum fjórum því svör við mörgum vandamálum leynist í undirvitundinni. Anna Lísa vinnur nú að bók um aðferðir sínar sem mun koma út á næsta ári. ekki að stjórna reiðinni heldur leit- um uppruna hennar í undirmeðvit- undinni. Þegar orsökin er fundin losnar barnið við reiðina. Sá sem dáleiðir er í raun bara að leiðbeina fólki að vinna með und- irvitundinni.“ Notar dáleiðslu á dætur sínar Anna Lísa, sem á fjórar dætur, segist nota að- ferðir dáleiðslunnar mik- ið við uppeldið. „Í morg- un var 5 ára dóttir mín til dæmis svakalega fúl og reið því hún var ekki fyrst að fá hárgreiðslu,“ segir Anna Lísa og hlær. „Þegar hún var komin í virkilega vont skap þá spyr ég hana hvað við getum nú gert í mál- unum, hver lausnin sé. Þá biður hún mig um að tala við „prinsessuna í huganum“, en það orð er einmitt komið úr aðferð- inni sem ég vinn með. Þá hjálpa ég barninu að finna einhvern sem það lítur upp til, í flestum tilfellum er það ofurhetja eða prinsessa. Svo bið ég barnið, í þessu tilfelli dóttur mína, um að lýsa vandamálinu fyrir „prins- essunni í huganum“ og biðja hana um hjálp. Þetta fær barnið til að lýsa líðan sinni, tengjast undirvitundinni, eða „prinsessunni í huganum“, og finna orsök vandans, vinna með or- sökina og vandinn leysist í kjölfarið.“ Anna Lísa segist ekki þurfa að kenna börnum að nota ímyndunaraf l ið, því þau kunni svo vel á það. „Undirvitund barna er svo skýr og fyrir þeim er þetta allt saman bara skemmtilegur leikur. Þeim finnst þetta alls ekkert skrítið eða óþægi- legt.“ Læknaði hræðslu við kóngulær Þegar lærifaðirinn, dr.Ya- ger, frétti af góðum ár- angri Önnu Lísu í vinnu með börnum bauð hann henni í heimsókn til Kaliforníu. „Hann hvatti mig til að skrifa bók um aðferðina og bauð mér svo til þeirra hjóna í San Diego. Það var náttúru- lega voða gaman að geta talað stanslaust í tíu daga um það sem maður hefur mestan áhuga á, og fá svo þar að auki að dáleiða þau hjónin. Ferðin var mjög upplýsandi fyrir okkur bæði og hann ákvað í kjölfarið að bjóða mér til Berlínar þar sem hann verð- ur með námskeið í desember og þar mun ég fá að kynna mína nálgun við hans aðferð.“ Þrátt fyrir að sérhæfa sig í barnadáleiðslu segir Anna Lísa skjól- stæðinga sína vera af öllum gerð- um og á öllum aldri. Hún vill ekki gefa mikið upp um fólkið sem hún hefur hjálpað en nefnir sem dæmi konu sem losnaði við astma og litla stúlku sem læknaðist af óstjórnlegri hræðslu við kóngulær. Dáleiðsla er endurforritun undirvitundarinnar „Það er oft eitthvað í undirvitund manneskjunnar sem telur það vera henni fyrir bestu að hafa einkenni, eins og t.d. verki, kvíða, þunglyndi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi einkenni geta stoppað fólk af, virkað t.d. sem tæki til að koma í veg fyrir ofkeyrslu. Þegar svo manneskjan þarf ekki á þessum óútskýrðu einkennum að halda lengur, þá komast þau skilaboð ekki til undirvitunarinnar, sem held- ur áfram að stoppa einstaklinginn af með, t.d. verkjum. Með hjálp dáleiðsl- unnar finnum við orsökina, vinnum með hana og einkennin hverfa. Þetta er í raun hálfgerð endurforritun und- irvitundarinnar. Ef orsök einkenn- anna er að finna í undirvitundinni þá losnar fólk við þau á einfaldan hátt með hjálp dáleiðslunnar.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hver er Anna Lísa Björnsdóttir. Menntun: Dáleiðslutæknir og dáleiðslukennari. Heima: Í Garðabæ. Hvaðan: Ættuð úr V-Skaftafellssýslu. Maki: Guðmundur S. Johnsen. Börn: Fjórar dætur. Áhugamál: Dáleiðsla, vitund mannsins, hönnun og portrettmálun. ? Anna Lísa Björnsdóttir, dáleiðslutæknir og dáleiðslu- kennari hjá Dáleiðsluskóla Íslands, hefur sérhæft sig í að dáleiða börn. Hún vinnur nú að bók um aðferðafræði sína sem ber vinnuheitið „The Genius In Your Child´s mind“. 38 viðtal Helgin 5.-7. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.