Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 59
Á hugi Eggerts Þórs Bernharðssonar á viðfangs-efni nýútkominnar bókar, Sveitin í sálinni, vaknaði snemma. „Fyrir allmörgum árum vann
ég við að rannsaka og rita sögu Reykjavíkur og sá um
tvö bindi af sex í miklum flokki og mitt tímabil var frá
1940 til 1990. Það sem kom mér einna mest á óvart við þá
vinnu var að sjá hvað „sveitin“ var enn fyrirferðarmikil í
Reykjavík framan af þessum tímabili,“ segir hann. „Mér
fannst þetta merkilegt því ég var þarna ungur sagnfræð-
ingur að skoða þetta og hafði bara alls ekki áttað mig á
því hversu lengi kartöflusvæðin voru víðfeðm og hversu
lengi fólk hélt hérna dýr. Reykjavík er byggð að stórum
hluta af fólki sem er aðflutt og eignast svo sín börn hér.
Þetta fólk flytur með sér ýmsa siði og venjur og mörgum
fannst ekkert tiltökumál að vera með tómstundabúskap.“
Ætli fólk hafi þá saknað sveitarinnar?
„Já, greinilega, og sumir söknuðu sauðkindarinnar sér-
staklega. En svo eru líka Reykjavíkurbændur frá eldri
tíð. Áður þurfti t.d. að vera með kýr því þeir sem á annað
borð ætluðu sér að drekka mjólk þurftu að nálgast hana í
grenndinni því það voru engar samgöngur fyrir daglega
neyslu. Þannig að framan af voru forsendur fyrir heil-
miklum kúabúskap í bænum og blómaskeið þess búskap-
ar var hér fram undir 1940.“
Manstu sjálfur eftir þessum tíma?
„Nei, ekki er hægt að segja það. Ég ólst upp í miðbænum
en fluttist svo á ellefta ári í Árbæjarhverfi sem þá var að
byggjast. Þar náði ég í skottið á Selásnum og þar eimdi
nú dálítið eftir af þessum tíma. En ég var hins vegar í
skólagörðunum sem strákur.“
Já, það eru einmitt margar myndir af þeim í bókinni. Þeir
virðast hafa verið álitnir nauðsynlegur hluti af uppeldi
borgarbarna á þessum árum?
„Já, maður átti að komast í tengsl við moldina og gróður-
mátt jarðar með þátttöku í þeim. Mikilvægt þótti að
tengja börnin sem ekki komust í sveit sem best við
náttúruna og þetta var ein leiðin. Það var ein af hug-
myndunum á bak við garðana á sínum tíma en auðvitað
fylgdi garðræktinni líka útivist og félagsskapur. Þarna
var líka kennsla og námsferðir. Maður lærði að passa upp
á garðinn sinn.“
Og bar skólagarðauppeldið árangur í þínu tilfelli?
„Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég er mjög lítill ræktunar-
maður. Það var ágætt að vera með félögunum í görðun-
um á daginn en síðasta sumarið mitt var ég nú búinn að
missa áhugann og vildi frekar vera í fótbolta.“
En býlin sem voru hér í borginni, höfðu þau áhrif á það
hvernig borgin byggðist upp?
„Já, það má alveg halda því fram að arfur sveitasam-
félagsins hafi haft sín áhrif á dreifingu byggðarinnar.
Bæjaryfirvöldin skipulögðu sjálf stór og víðfeðm garða-
svæði og það hefur líka áhrif á dreifingu byggðar. Svo
er yfirleitt líka reynt í lengstu lög að ráðast ekki á landið
fyrr en það er alveg nauðsynlegt. Enda voru bændur
ekkert hrifnir af því að landið væri tekið af þeim undir
byggð og þannig dregið úr möguleikum þeirra til bú-
skapar, en það varð óhjákvæmilegt þegar íbúum fór að
stórfjölga.“
Í bókinni talar þú um barnasprenginguna frá 1942 til
1964, en fjölbýlishúsin fóru að rísa fyrir alvöru á þeim
tíma, einkum á síðari hluta hans.
„Já, áratugum saman var allt of lítið framboð af hús-
næði í Reykjavík og margir flytja t.d. í braggana. Leysa
þarf húsnæðisvandann og það er ráðist í byggingu fjöl-
býlishúsa í röðum. Bærinn þurfti að leysa til sín land og
þá hverfa möguleikar til umfangsmikils búskapar.“
Er það þá sem stóru kartöflugarðarnir hverfa?
„Á sínum tíma voru þessir stóru garðar ákveðin viðbrögð
Þykir
afskaplega
vænt um
Reykjavík
Í sinni fyrstu bók fjallaði Eggert Þór Bern-
harðsson um braggahverfin í Reykjavík. Nú
hefur hann gefið út aðra bók um horfin heim
Reykjavíkur, Sveitina í sálinni, sem fjallar í máli
og mörgum fallegum myndum um tímana þegar
víðfeðmir grænmetisgarðar og húsdýr settu
svip sinn á borgarlandslagið. Eggert segist
sjálfur vera mikið borgarbarn og að hann sé
nú þegar farinn að huga að sinni þriðju bók um
borgina sem honum þykir svo vænt um.
bæjaryfirvalda við kreppunni á fjórða
áratugnum en líka var verið að hugsa um
að fólk gæti ræktað til þess að selja. Þetta
var ákveðin atvinnusköpun í kreppunni
en þegar kreppan er búin og styrjöldin
skollin á fara stakir garðar minnkandi á
nýjan leik en garðasvæðunum í bænum
fer hins vegar mjög fjölgandi, slíkur var
ræktunaráhuginn. Í tímans rás hopa
garðasvæðin síðan undan byggðinni.
Fyrst voru þeir í Vatnsmýrinni og vestur í
bæ, svo koma Kringlumýrargarðarnir en
þeir eru lagðir niður 1959 vegna vega- og
byggingarframkvæmda. Svo á sjöunda
áratugnum eru garðasvæðin meira og
minna komin austur fyrir Elliðaár. Svo
enda garðarnir á Korpúlfsstöðum og í
Skammadal.“
Nú verður sífellt vinsælla að rækta garðinn
sinn í Reykjavík, allt á að vera sjálfbært
og hænur komnar í suma garða. Er komin
sveitarómantík í borgarbúa?
„Já, það er eitthvað í gangi, það er alveg
rétt. Skólagarðarnir voru mjög vinsælir
framan af en svo fór að draga úr áhug-
anum og árið 2011 voru þeir lagðir niður
sem skólagarðar og nafninu breytt í fjöl-
skyldugarða. Þá hafði orðið hér banka-
hrun og efnahagserfiðleikar og eftir það
varð algjör sprenging í ásókn í matjurta-
garða fyrir almenning, þar á meðal fjöl-
skyldugarðana. Svo er maður að heyra að
það sé mikill áhugi á náttúrulegri ræktun
og hænsnaumræðan er komin af stað.
Ég veit ekki hvort við getum kallað það
rómantík en eitthvað er í gangi.“
En eftir að hafa grúskað svona mikið í
fortíð Reykjavíkur hvernig sérðu þá fram-
tíðina fyrir þér?
„Það er nú góð spurning. Ég er bara alls
ekkert góður í framtíðarspám. En ég
ætla að snúa út úr fyrir þér og segja þér
hvað ég er að hugsa um að gera í fram-
tíðinni. Nú er ég búinn að gera þessar
tvær bækur sem eru hálfgerðar systur,
um horfinn heim í Reykjavík, braggalíf
á árunum 1940 til 1970 og þessa bók um
búskapinn í bænum, og núna langar mig
dálítið í þá þriðju. Hún yrði ekki beinlínis
um heim sem er horfinn heldur um hinn
nýja Reykvíking, sem fæðist inn í þétt-
býlið og vex með borgarþróuninni. Ég
hef mikinn áhuga á að skoða þá sögu. En
hvað varðar borgina sjálfa þá þykir mér
bara afskaplega vænt um hana.“
Það er mikið af skemmtilegum myndum í
bókinni og má segja að það sé næstum jafn
mikið af myndum og texta. Hvaðan koma
allar þessar myndir?
„Alls eru rúmlega 550 myndir í bók-
inni, fjölmargar hafa aldrei birst áður.
Flestar eru úr opinberum söfnum;
Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Ljós-
myndasafni Íslands í Þjóðminjasafni,
Kvikmyndasafni Íslands og Borgar-
skjalasafni Reykjavíkur. Síðan koma
ófáar ljósmyndir í bókinni úr einkasöfn-
um, bæði frá fyrirtækjum og stofnun-
um sem og frá áhugaljósmyndurum og
úr einkasöfnum afkomenda þeirra sem
stunduðu búskap og ræktun í Reykja-
vík á þessu tímabili.“
Þér finnst myndir greinilega mikilvægar?
„Já, sem sagnfræðingur hef ég alltaf lagt
mikið upp úr myndefni enda verður sagan
á ýmsan hátt „raunverulegri“ með notkun
myndefnis og ein mynd getur greint
betur frá aðstæðum eða atburðum en
löng lýsing í rituðu máli.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Kartöflubeð í röðum í húsgörðum milli
Kárastígs og Frakkastígs.
Eggert Þór á heimili sínu við Bárugötu. Hann er þegar kominn með hugmynd að sinni þriðju bók um Reykjavík. Ljósmynd/Hari
Geir Gunnar Gunnlaugsson bóndi rak lengi kúabú í Eskihlíð. Kýrnar voru
reknar eftir Rauðarárstíg og voru á beit við Norðurmýrina.
Hænum gefið á Klömbrum skömmu eftir seinna stríð. Börn höfðu mikla
ánægju af því að fóðra hænurnar.
Á stríðsár-
unum mátti
enn sjá
hestvagna
á ferð í
miðbænum
við mjólkur-
flutninga til
neytenda.
Hér er
mjólkur-
póstur frá
Eskihlíð á
leið á Hótel
Borg.
50 viðtal Helgin 5.-7. desember 2014