Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 87
78 heilsa Helgin 5.-7. desember 2014
Metsölulisti
Eymundsson
Barnabækur: VIKA 48
1.
Metsölulisti
Eymundsson
Barnabækur: VIKA 48
2.
Metsölulisti
Eymundsson
Barnabækur: VIKA 48
3.
Flottar í
jólapakkann
www.forlagid.is
– alvöru bókabúð á netinu
G rænkál er ein hollasta fæða sem hægt er að neyta enda stútfullt af nauðsynlegum
næringarefnum. Neysla á græn-
káli dregur úr hættu á krabba-
meini, lækkar blóðþrýstinginn,
styrkir beinin og dregur úr hættu
á asma. Ekki sakar að það er auð-
velt að rækta það og það er ódýrt.
Hinsvegar er það biturt bragð græn-
kálsins sem fælir stundum frá en
með réttri meðhöndlun er það hið
mesta lostæti. Hér eru fimm leiðir
til að borða grænkál.
1. Salat Einfaldasta leiðin er að búa
til salat með grænkáli. Best er að
skera það í litlar ræmur og hella yfir
það blöndu af sítrónusafa, ólífuolíu
og örlitlu salti og láta það standa í 10
mínútur. Á meðan grænkálið bíður
eru skornar niður döðlur í þunnar
ræmur og rautt epli er skorið í litla
bita. Öllu er blandað saman við græn-
kálið ásamt möndluflögum.
2. Soðið Grænkál er þykkt og stíft en
sumir vilja hafa salatið mjúkt. Þess
vegna er hægt að sjóða grænkálið í
örlitla stund með salti. Það er gott
að blanda því með soðnu spínati
og brokkólí. Gott er að hella smá
olífuolíu og sítrónusafa yfir grænkálið
áður en það er borið fram.
3. Hristingur Grænkál er hægt að
geyma í frysti og setja frosið út í
hristing. Einfaldast er að bæta því út
í grænan hristing en það hentar líka
vel með berja- og bananarhristingi.
Best er að setja lítið í einu og prófa
sig áfram.
4. Pasta Kál er gott með pasta og
það heldur áferðinni þegar það er
soðið. Prófaðu að skipta því út fyrir
spínat í pastauppskriftum. Það er
einnig gott með einföldu pasta, olíu,
sveppum, sterkri pylsu og parmesan
osti.
5. Flögur Frábært snakk og mun
hollara en feitar kartöfluflögur.
Hreinsaðu grænkálið vel og þurrkaðu
eins vel og þú getur. Sullaðu smá
ólívuolíu á bökunarpappír sem er
á bökunarplötu og legðu græn-
kálið ofan á. Stráðu salti yfir kálið
og hrærðu varlega svo allt blandist
vel saman. Settu grænkálið í ofninn í
u.þ.b. 10 til 15 mínútur eða þar til það
er þurrt og stökkt. Best er að borða
flögurnar heitar.
Fimm leiðir til að borða grænkál
„Ég las um Femarelle og leist vel á að prófa hormónalausa með-
ferð og hef tekið það inn í nokkra mánuði og er búin að endur-
heimta mitt fyrra líf,“ segir Eva Ólöf Hjaltadóttir, 71 árs. „Mér hafði
ekki liðið nógu vel og var farið að finnast óþægilegt að vera mikið
innan um fólk. Mér fannst ekki gott að vera í hávaða og hafði því
einangrast félagslega,“ segir hún.
„Eftir að ég hafði tekið Fermarelle í sex mánuði hætti ég að svitna
eins og áður og er núna í sama bolnum allan daginn og er hætt
að finna fyrir verkjum. Það besta er að börnin mín og tengdabörn
hafa orð á því hvað ég sé orðin hress. Að auki hef ég
misst 11 kíló án þess að reyna það sérstaklega.
Ástæðan er sú að mér líður betur og ég get
hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð
með Femarelle hylkin að ég mæli með
þeim við allar vinkonur mínar.“
Eva Ólöf Hjaltadóttir.
„Ég ákvað að prófa Femarelle síðasta vetur eftir að hafa
lesið frásögn konu í blaði þar sem hún lýsti ánægju sinni
með vöruna,“ segir Soffía Káradóttir sem á þeim tíma var
að byrja á breytingaskeiðinu en vildi ekki nota hormóna.
„Ég fann fyrir hitakófum, fótaóeirð, skapsveiflum, líkam-
legri vanlíðan og vaknaði oft upp á nóttunni.“
Eftir að Soffía hafði tekið Femarelle inn í aðeins 10 daga
hurfu öll einkenni breytingaskeiðsins. „Nú fæ ég samfelldan
svefn, finn ekki lengur fyrir hitakófum eða
fótaóeirð og líður mun betur á allan
hátt og er í góðu jafnvægi. Ég get
ekki ímyndað mér hvernig mér
liði í dag ef ég hefði ekki kynnst
þessu dásamlega undraefni.“
Soffía Káradóttir.
Femarelle er fáanlegt í apó-
tekum, heilsuverslunum og
í heilsuhillum stórmarkaða.
Nánari upplýsingar má nálgast
á icecare.is og á Facebook-
síðunni Femarelle.
Femarelle
er dásamlegt
fyrir konur á
breytingaskeiði
Fermarelle er náttúruleg vara, unnin úr soja og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum.
Hitakóf, nætursviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum eru algeng einkenni tíðahvarfa.
Virkni þess hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum.