Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 85
www.forlagid.is
– alvöru bókabúð á netinu
V V V V V
„Fantaflott og gott og vandað dæmi þess að
íslenskar barnabækur eigi framtíðina fyrir sér.“
Helga Birgisdóttir / DV
V V V V
„... ískrandi fyndin og ferlega frumleg ...“
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið
V V V V
„Hress og bráðfyndin saga, þó með
drungalegu yfirbragði.“
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið
„... Þórarni tekst að fjalla um viðfangsefni
sín með slíkum húmor að lesandinn upplifir
aldrei að verið sé að lesa yfir sér ...“
Elín Björk Jóhannsdóttir / Starafugl
Allir elska manninn
sem hataði ...
J ólahátíðin er í hugum margra alls ekki hátíð ljóss og friðar heldur tími streitu, þreytu og
kvíða. Það þarf að skúra, skrúbba
og bóna, kaupa vel valdar jólagjaf-
ir, senda jólakort, baka smákökur,
kaupa jólaföt, mæta í fjölskylduboð
og svo auðvitað snara fram minnst
þríréttuðu sem oftast. Það er ým-
islegt sem hægt er að gera til að
minnka líkur á að streitan nái tökum
á manni og hér eru nokkur góð ráð.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Heilsa Jólin geta verið annasamur tími
Haltu
geðheilsunni
um jólin
Skipuleggðu þig
Það er ávísun á streitu að bíða með
jólaundirbúninginn fram á síðustu
stundu. Það getur sparað bæði tíma
og peninga að skipuleggja sig.
Búðu til lista yfir allt sem þú þarft
að gera, hverjum þú gefur jólagjafir
og hvaða matvörur þú átt eftir að
kaupa. Með góðu skipulagi er líklegra
að þú haldir þig innan þeirra marka
sem þú hefur sett þér fjárhags-
lega og minnkar líkur á að nokkuð
gleymist. Það vill enginn lenda í því á
aðfangadagskvöld að eiga ekki rjóma
í sósuna.
Neyttu áfengis í hófi
Hjá sumum er það hluti af hátíðar-
haldi yfir jól og áramót er að skála
í góðra vina hópi. Þó þér finnist þú
slaka betur á eftir að fá þér eitt eða
tvö glös er mikilvægt að muna að
hafa hemil á sér yfir hátíðina enda
getur áfengisneysla í óhófi aukið
líkur á óviðeigandi hegðun og jafnvel
árásargirni.
Borðaðu vel
Jólahátíðin er hjá mörgum orðin samnefnari yfir óhóf í mat,
jafnvel svo að fólki finnst það þurfa að fara í sérstakt heilsu-
ræktarátak í janúar. Reyndu að huga að mataræðinu yfir jólin
þannig að þú borðir líka grænmeti, ávexti, flókin kolvetni
og hollar fitusýrur þannig að þú fáir alla þá næringu sem þú
þarft á að halda og til að vega upp á móti óhollustunni. Gott
mataræði og næring minnkar líka líkur á andlegri vanlíðan
yfir dimmustu mánuðina.
Slakaðu á
Jólin eru afar annasamur tími og streituvaldandi fyrir suma.
Þeim sem glíma við streitu í sínu daglega lífi fyrir getur
fundist álagið sem bætist við fyrir jólin vera óbærilegt.
Hugleiðsla og jóga eru sérlega vel fallin til að hjálpa til við
slökun og mikilvægt er að taka sinn tíma til að slaka á árið
um kring.
Gerðu góðverk
Að hjálpa
öðrum veitir mikla
vellíðan, það kætir
lund, minnkar streitu
og getur gert mikið
fyrir sjálfsmyndina.
Fjöldi verkefna
er í gangi hver jól
þar sem óskað er
eftir sjálfboðaliðum,
ýmsar safnanir eru í
gangi þar sem óskað
er eftir fatnaði,
gjöfum eða frjálsum
fjárframlögum. Þá er
ótalinn sá varningur,
til að mynda jólakort
og merkimiðar, sem
seldur er til styrktar
ýmsu góðu málefni.
Fáðu nægan
svefn
Þó mörg okkar
fái auka frídaga
yfir jólahátíðina
þýðir það ekki
endilega að við
fáum meiri og
betri svefn því
svefnmynstrið
ruglast gjarnan
þegar nóg er
um veisluhöld
og vina-
heimsóknir.
Góður svefn
er lykilatriði
þegar kemur
að andlegu
jafnvægi og
vellíðan.
76 heilsa Helgin 5.-7. desember 2014