Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 43
Öryggi sjúklinga er stefnt í hættu Þ orgerður Sigurðardóttir, svæf-ingalæknir og gjörgæslu-læknir á gjörgæslunni í Foss- vogi, sem flutti fyrir tveimur árum heim frá Svíþjóð, segir íslenskt heil- brigðiskerfi að hruni komið. „Ég hef haldið í bjartsýnina frá því ég flutti heim, mér finnst það forréttindi að fá að sinna íslenskum sjúklingum, að fá að vinna með íslenskum hjúkr- unarfræðingum og kollegum. En heilbrigðiskerfi Íslendinga er að hrynja. Það er bara þannig. Þetta snýst ekkert lengur bara um launa- baráttu lækna. Þetta snýst um hvort við viljum hafa heilbrigðiskerfi hérna á Íslandi sem virkar, eða ekki,“ segir Þorgerður. Þorgerður flutti heim frá Lundi fyrir tveimur árum þar sem hún hafði lagt stund á sérnám sem hún lauk árið 2009 þegar hún varði jafn- framt doktorsritgerð sína. Hún er gift og eiga þau hjónin þrjú börn, fimmtán, tólf og fjögurra ára. Hana hafði langað lengi að koma heim þegar hún lét loks slag standa. Ein af ástæðunum, að sögn Þorgerð- ar, var sú að bróðir hennar, Árni, hafði greinst með illkynja æxli í heila árið 2010 sem hann var orðinn mjög veikur af enda lést hann í nóvember 2012, aðeins fjórum mánuðum eftir að Þorgerður flutti heim. Feginn að bróðirinn þarf ekki að kljást við ástandið „Það, að ég sé fegin, og ég nota orðið fegin ekki af léttúð, að Árni bróðir sem greindist með lífshættulega sjúkdóm, heilaæxli sem dró hann til dauða aðeins 35 ára gamlan árið 2012, að ég sé fegin að hann sé dá- inn, segir allt sem segja þarf,“ segir Þorgerður. „Það var nóg fyrir hann að þurfa að berjast fyrir lífi sínu, ver- andi giftur með tvö lítil börn. Hann barðist fram í rauðan dauðann. Við erum hins vegar að bjóða krabba- meinssjúklingum upp á það í dag að þurfa í ofanálag að hafa áhyggjur af því hvort þeir komist í þær rannsókn- ir sem þeim ber og fái þau krabba- meinslyf sem eru talin best og með sem minnstar aukaverkanir,“ segir Þorgerður. Hún segir frá því að krabbameins- sjúklingar þurfi nú ósjaldan að mæta á göngudeild á kvöldin í viðtal hjá krabbameinslækni sínum því þeir nái ekki að sinna göngudeildarsjúk- lingum á daginn sökum undirmönn- unar. Einnig séu fjölmörg dæmi um að krabbameinssjúklingar þurfi að fara í gegnum bráðamóttöku og bíða þar klukkustundum saman eft- ir þjónustu. „Þetta er ekki boðlegt,“ segir Þorgerður. Getum ekki þagað lengur „Hingað til hafa læknar bara þagað því að við viljum ekki hræða fólk. En stjórnvöld hafa nú sett okkur í þá stöðu, ekki bara þessi stjórn sem er núna heldur líka fyrri stjórnir, að við getum ekki þagað lengur af því að áhættan af því að þegja er eiginlega meiri,“ segir Þorgerður. Hún segir þungt hljóð í læknum enda séu ótalmargir á leiðinni að segja upp. „Við getum ekki meir. Fólk er orðið þreytt og ég hef miklar áhyggjur af því að unga fólkið sem er nýkomið heim fari aftur út. Margir kollegar mínir munu minnka við sig hlutfall á Landspítalanum og fara að vinna úti í bæ eftir áramót. Íslenskir læknar erlendis geta ekki hugsað sér að fara heim. Það vill enginn vinna á sökkvandi skipi,“ segir Þorgerður. „Það hefur til að mynda enginn ný- útskrifaður kandidat, sem útskrifast 2015, sótt um að byrja kandidatsárið sitt á Landspitalanum, þeir hafa all- ir sótt um vinnu annarsstaðar, sem þýðir að enn eitt sumarið verður Landspítalinn mannaður af lækna- nemum og sérfræðingum á sóla- hringsvöktum sem styðja við bakið á þeim,“ segir Þorgerður. Sigmenn með súrefniskúta í fasta lyftu Þorgerður segir ástandi í húsnæðis- málum algjörlega óviðunandi. Hún hefur til að mynda festst með fár- sjúkan mann í hinni margumræddu lyftu á Hringbraut en fjölmörg atvik hafa orðið henni tengd sem heil- brigðisstarfsfólk hefur kvartað und- an að ógni öryggi sjúklinga. „Dæmi er um það að lyftan hafi stoppað milli hæða á meðan verið var að flytja lífshættulega veikan sjúkling milli hæða. Lyftan var svo lengi stopp að súrefnið á súrefniskútunum klárað- ist og sigmenn þurftu að opna þakið á lyftunni og síga niður með fulla kúta svo hægt væri að halda áfram að gefa sjúklingnum súrefni. Erlend- is er bara hægt að tengja súrefnis- kúta í lyftunni en það er ekki þannig hér,“ bendir hún á. „Svo ekki sé talað um ástandið á húsnæðinu á Hringbraut,“ segir Þor- gerður. „Það er ekki bara mygla, það er Aspergillus að vaxa í veggjunum sem hýsir gjörgæsluna á Hring- brautinni. Þarna hýsum við ónæm- isbælda sjúklinga. Nokkrir af lækn- unum þar eru búnir að fara í aðgerð vegna myglunnar og enn aðrir verið á margra mánaða sýklalyfjameðferð. Ég hitti einn deildarlækni um dag- inn og hann leit svo hræðilega út, með sokkin augu, bólginn og þrút- inn, hann hafði þá tekið eina vakt á Hringbrautinni,“ segir Þorgerður. Segir upp ef ástandið lagast ekki Spurð hvort hún hafi gert sér grein fyrir því hvernig ástandið á Land- spítalanum væri þegar hún ákvað að koma heim segist hún reyndar hafa verið spurð að því í atvinnuvið- talinu hver viðbrögð hennar yrðu ef aðstæður yrðu ekki eins og hún væri vön, hvort hún myndi missa stjórn á skapi sínu. „Ég vissi þá þegar að það voru fluttar inn ódýrar, lélegar nálar frá Indlandi, sem eru notaðar til að setja upp æðaleggi, sem voru svo lélegar að þær virkuðu ekki. Og ég skil alveg að fólk hafi orðið frú- strerað þegar lægsta tilboð er alltaf samþykkt og keyptir inn hlutir sem virka ekki einu sinni,“ segir Þorgerð- ur. „Ég er samt sem áður sátt við að hafa komið heim. Ég mun hinsveg- ar segja upp ef ástandið lagast ekki. Og ég er ekki ein um það. Við heil- brigðisstarfsfólk höfum reynt allt. Við getum ekki gert meira,“ segir Þorgerður. „Þegar ráðamenn þjóðarinnar gefa samninganefnd sinni þau fyr- irmæli að mega bara hækka laun lækna um þrjú prósent, þá er verið að senda ákveðin skilaboð. Upp- sagnir sérfræðinga og deildarlækna eru nú þegar byrjaðar og þeim á bara eftir að fjölga, það er alveg ljóst. Ný- leg dæmi eru um uppsagnir melt- ingalækna, sem eru allan daginn að maga- og ristilspegla sjúklinga, en bera á sama tíma ábyrgð á heilli legudeild og fá tugi símtala frá deild- inni á meðan á speglunum stendur, geta ekki sinnt sjúklingum sínum sem skildi enda er ekki hægt að vera á tveimur stöðum samtímis,“ segir Þorgerður. Hún segir þetta einnig eiga við um margar aðrar sérgreinar innan lyflækninga, svo sem hjarta- lækna sem sinna hjartaþræðingum og hjartadeildinni, nýrnalækna sem sinna ráðgefandi þjónustu og blóð- skilun og eiga líka að sinna deildinni. „Við getum einfaldlega ekki tryggt öryggi sjúklinga lengur við þessar aðstæður,“ segir hún. Enginn sækir um auglýst störf Þorgerður segir að álag á heilbrigðis- starfsfólk, ekki aðeins lækna heldur einnig hjúkrunarfólk, sjúkraliða og ræstitækna, sé það mikið að líkurnar á mistökum aukist. Hún bendir til að mynda á að deildarlæknar fá ekki einu sinni hvíldartíma sökum undir- mönnunar og álags en undirmönn- unin stafi meðal annars af því að enginn sæki um auglýst störf. „Við munum til að mynda auglýsa eftir nýjum yfirlækni á svæfingu í Foss- vogi eftir áramót. En það er enginn tilbúinn til að koma heim til Íslands og verða yfirlæknir. Yfirlæknir verð- ur að vera í fullu starfi á Landspítal- anum. Ég get ekki hugsað mér að vinna 100 prósent á LHS, launin eru þannig, segir Þorgerður. „Ég er með 580 þúsund í grunnlaun, 464 þúsund fyrir 80 prósent vinnu. Í Svíþjóð var ég með tvöfalt það í grunnlaun og í Noregi fengi ég um 1300 þúsund,“ bendir hún á. Fjölmörg alvarleg dæmi Hún segist geta nefnt fjölmörg al- varleg dæmi sem heilbrigðisstarfs- fólk hafi lent í með sjúklingum sem skrifa megi alfarið á aðstöðuleysi og úreltan tækjabúnað. „Til að mynda þau vandamál sem upp koma tengd því að við séum með tvö sjúkrahús. Um helgar er hjartagáttin á Hring- braut til að mynda lokuð sem þýðir að einstaklingar sem fá hjartastopp fara fyrst í Fossvoginn. Segjum að allt gangi vel og endurlífgun takist, þá þarf oft að flytja sjúklinginn niður á Hringbraut í hjartaþræðingu. Ég hef sjálf lent í því við slíkar kringum- stæður að komast ekki inn Eiríks- götumegin við LSH á Hringbraut, því bílskúrshurðaopnarinn var bil- aður og vaktmaðurinn sem opnar þá fyrir manni, var upptekinn ann- ars staðar, nýr bílskúrshurðaopnari kostar um 50.000 krónur. Við höf- um þurft að glíma við það að tölvu- sneiðmyndatæki bili á sama tíma á Hringbraut og Fossvogi þannig að við þurfum að snúa okkur til einka- geirans. En nýtt tölvusneiðmynda- tæki kostar um 250 milljónir og er bráðnauðsynlegt að endurnýja þau bæði við Fossvog og Hringbraut. Það er ekki hægt að bjóða sjúklingum upp það að aðal slysadeild landsins hafi ekki tölvusneiðmyndatæki sem virkar. Oft hefur mátt litlu muna að Þorgerður Sigurðardóttir, svæfingalæknir og gjörgæslulæknir á gjörgæslunni í Fossvogi, segir að ástandið á Landspítalanum sé orðið svo slæmt að útlit sé fyrir að ekki sé lengur hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Hún missti bróður sinn úr krabbameini fyrir tveimur árum og er fegin því að hann þurfi ekki að vera krabbameinssjúklingur í því ástandi sem nú er á spítalanum. „Skilaboðin eru skýr: Ef ekki tekst að semja við okkur lækna, mun skapast svo mikið neyðarástand eftir áramót að öryggi sjúklinga verður ekki lengur tryggt. Það er alveg ljóst,“ segir Þorgerður Sigurðardóttir, svæfingalæknir og gjörgæslulæknir á gjörgæslunni í Fossvogi. Ljósmynd/Hari 34 viðtal Helgin 5.-7. desember 2014 Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.