Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 93

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 93
84 matur & vín Helgin 5.-7. desember 2014 Á vaxtabaka, eða svo-kölluð „mince pie“, á rætur sínar að rekja allt aftur til Englands á mið- öldum. Þegar evrópskir kross- farar sneru til baka úr ferðum sínum um Mið-Austurlönd fylgdu þeim ýmis matvæli. Bökur sem innihéldu kjöt, ávexti og alls konar krydd nutu til að mynda mikilla vin- sælda. Í seinni tíð hefur kjötið hins vegar horfið úr bökunni og krydd sem minna á jólin gegna lykilhlutverki, svo sem kanill, engifer og negull. Hér má finna uppskrift af nútíma- legri ávaxtaböku að enskum sið. Deig: 240 gr hveiti 60 gr matarolía 60 gr kalt smjör, skorið í teninga Safi úr einni appelsínu Salt á hnífsoddi Flórsykur, til skrauts Ávaxtahakk: 60 ml púrtvín 75 gr púðursykur 300 gr trönuber 1 tsk kanill (malaður) 1 tsk engifer (malað) ½ tsk negull (malaður) 75 gr garðaber (e. Currant) 75 gr rúsínur 30 gr þurrkuð trönuber Börkur og safi úr einni klementínu 25 ml brandí 3 dropar möndlu extrakt ½ tsk vanillu extrakt 2 msk hunang Ávaxtabaka að enskum sið Laufabrauðið ómissandi Ævar Þór Beneditsson, leikari og rithöfundur. Sæt kartöflumús Tilbreyting frá hefðbundinni kartöflumús. Fyrir 4 Skrældu 2 stórar sætar kartöflur og skerðu í 2 til 3 cm þykka bita. Settu þá í pott með köldu vatni, þannig að vatnið rétt flæði yfir kartöflurn- ar. Bættu 1 msk af Maldon salti saman við og láttu suðuna koma upp. Dragðu úr hitanum og leyfðu þessu að sjóða í 15 mínútur. Helltu vatninu og settu kartöflurnar aftur í pottinn og stappaðu þær með ¼ bolla mjólk, 3 msk af ósöltuðu smjöri og ½ tsk kanil. Kryddaðu með salti og möluðum svörtum pipar. Passar vel með kalkún, kryddaðri steik, steiktum fiski og hamborgarhrygg. ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 6 18 85 1 1/ 12 ...kemur með góða bragðið! Settu hátíðarkraft í sós una með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr Ávaxtahakk: Leysið upp púðursykurinn í púrtvíninu á stórri pönnu við vægan hita. Bætið við kanil, engifer, negul, garðaberjum, rúsínum, trönuberjum ásamt berkinum og safanum úr klementínunni. Látið malla í 20 mínútur, eða þar til ávextirnir hafa mauk ast. Takið af hitanum og kælið ör- lítið. Bætið við brandí, möndlu extrakt og vanillu extrakt ásamt hunangi og hrærið vel með trésleif þar til blandan verður að góðu mauki. Setjið maukið í krukkur (sótthreins- aðar) og leyfið því að kólna. Maukið geymist í ísskáp í allt að tvær vikur. Deig: Best er að nota sér- stök bökuform (4,5 x 5,5 cm), auk þess sem gott er að nota stjörnulaga piparkökumót til að móta efsta lag deigsins. Auðvitað er hægt að leika sér með alls konar form til að móta „lokið“ á bökuna. Blandið saman í skál hveiti, olíu og smjöri. Hristið saman og geymið inni í frysti í 20 mín- útur. Blandið saman í aðra skál appelsínusafa og salti. Setjið lok yfir og kælið í ísskáp. Setjið deigið í matvinnuslu- vél og hrærið þar til deigið lítur út eins og klumpar af hafragraut. Bætið þá safanum saman við og hrærið þar til deigið hefur blandast vel sam- an. Ef þörf er á meiri vökva skal nota kalt vatn. Takið deigið úr matvinnslu- vélinni og hnoðið vel saman og skiptið því í nokkra hluta. Betra er að vinna með lítinn hluta af deiginu í einu. Fletjið út deigið og setjið í bökunar- formin. Ekki hafa deigið of þykkt, en það þarf þó að vera nógu sterkbyggt til að geta haldið utan um ávaxtafyll- inguna. U.þ.b. 1 matskeið af ávaxtamauki fer í hverja böku. Skerið svo út stjörnu í deigið og tyllið ofan á bökuna. Bakið við 220°C í 10-15 mínútur. Takið úr forminu og kælið svo hægt sé að undirbúa næsta skammt sem fyrst. End- urtakið þar til allar bökurnar eru tilbúnar. Sigtið flórsykur yfir bökurnar. Ertu jólabarn? Þar sem ég á afmæli 9. desember er ég afmælisbarn í byrjun des- ember, en um miðjan mánuðinn fer jólaskapið að taka yfir. Hvað finnst þér ómissandi á jól- unum? Laufabrauð. Það verður að vera laufabrauð. Og nóg af því. Og fjölskyldan, auðvitað líka. En samt líka laufabrauð. Hvernig undirbýrðu jólin? Skreyt- irðu, bakarðu, eldarðu, föndrarðu? Ég baka lítið, en ég skreyti í hólf og gólf. Seríur eru nauðsynlegar. Viltu deila með okkur einhverri góðri minningu frá jólunum? Mamma og pabbi eru alltaf með möndlugraut í hádeginu á aðfanga- dag, sem er hefð sem hefur haldist í mörg ár. Þá er keypt stórkostleg möndlugjöf (sem enginn veit hver er nema einn úr fjölskyldunni) og svo er gúffað í sig eins og allir geta látið í sig látið. Ég vinn nánast aldrei – en grauturinn er góður, þannig að allir græða. Hvaða merkja jólin fyrir þig? Jólin eru tími fjölskyldunnar. Og laufabrauðsins, auðvitað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.