Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 29
Desemberuppbót félagsmanna VR í fullu starfi er núna 73.600 kr. og á að greiðast ekki seinna en 15. desember. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Hvenær kemur desemberuppbótin? Virðing, réttlæti og gleðilega hátíð! Þ að er stór misskilningur að það séu helst fyrrverandi kær-astar sem eru að dreifa nekt- armyndum af stelpum. Þessi dreifing er gríðarlega mikil og margþættari en flesta grunar,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem hefur um árabil unnið að forvörnum gegn kynferðis- ofbeldi og er til að mynda handrits- höfundur forvarnarmyndanna „Fáðu já“ og „Stattu með þér.“ Hún lagði nýverið lokahönd á fyrirlestur sem fjallar m.a. um svokallað hefndark- lám, sem til stendur að flytja sem víð- ast á næstu mánuðum, enda málefnið brýnt. „Þetta er næsta kynslóð kyn- ferðisofbeldis,“ segir hún. Fjórðungur ungmenna hefur sent af sér nektarmynd Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur að- stoðarlögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, starfaði þar til í október hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fékk þar inn á borð til sín mál sem varða hefndarklám. „Flest málin eru tengd smáforritnu SnapChat sem er tiltölu- lega nýtt,“ segir Alda Hrönn. SnapC- hat gerir notendum kleift að senda 10 sekúndna myndbönd og því hald- ið fram að myndböndin eyðist sjálf- krafa eftir að horft er á þau. Ljóst er að það er ekki rétt því auðvelt er að taka skjáskot af myndböndunum og vista niður. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar sem birt var í Archives of Pediatric and Ado- lescent Medicine hefur yfir fjórðung- ur bandarískra ungmenna á aldrin- um 14-19 ára sent nektarmynd af sér rafrænt og þriðjungur hefur beðið annan einstakling um að senda sér nektarmynd. Alda Hrönn segir það aðallega myndir af ungum stúlkum sem sé dreift án þeirra vilja eða vitundar og þekkir hún dæmi þess að stelpur hafi sent myndir af sér eftir áskor- anir eða þrýsting frá félögum. „Þá eru viðtakendur fleiri en einn og af báðum kynjum. Það er eins og í ákveðnum hópum hafi myndast hópþrýstingur eða múgæsing þar sem stelpur senda myndir af sér á hópinn hver af annarri,“ segir hún en yfirleitt sé þá um að ræða myndir af stelpunum berum að ofan eða svo gott sem. Vegna þess að auðvelt er að vista niður myndir úr SnapChat fari þær myndir þá oft fljótt í dreifingu. Tinna Ingólfsdóttir vakti þjóðarat- hygli þegar hún á síðasta ári steig fram og greindi frá því að kynferðis- legum myndum af henni hefði verið dreift víða, Tinna sagði frá þeirri vanlíðan sem þessu fylgdi og að þarna hefði hún í raun verið beitt kynferðisofbeldi. Tinna varð bráð- kvödd stuttu síðar en móðir Tinnu, Inga Vala Jónsdóttir, sagði í samtali við Fréttatímann skömmu eftir að Tinna lést að hún vonaðist til þess að barátta dóttur sinnar skipti sköpum og sagðist ákaflega stolt af henni að hafa skilað skömminni þangað sem hún átti heima. Tinna átti erfitt félagslega en myndirnar hafði hún sent til að öðlast félagslega viður- kenningu. Hefndarklám er næsta kynslóð kynferðisofbeldis Amanda Todd Fædd 27. nóvember 1996 Látin 10. október 2012 Amanda framdi sjálfsmorð 15 ára gömul eftir að nektarmyndum af henni var dreift á netinu. Þegar Amanda var 13 ára flutti hún búferlum og notaði netið til að kynnast nýju fólki. Eftir mikinn þrýsting sendi hún ókunnum manni mynd af sér berri að ofan. Í framhaldinu kúgaði maðurinn Amöndu til að bera sig fyrir hann. Annars myndi hann dreifa myndinni af brjóstunum á henni. Nokkru síðar tilkynnti lögreglan Amöndu að myndir af henni væru í dreifingu á netinu. Hún var lögð í hrottalegt einelti og framdi að lokum sjálfsvíg. Rétt áður birti hún myndband á netinu þar sem hún sagði frá því of- beldi sem hún hafði verið beitt og vakti málið heimsathygli. Falsaðar nektarmyndir af stúlkum Nokkuð hefur verið fjallað um í fjöl- miðlum svokallaðar chan-síður þar sem íslenskir notendur skiptast á kynferðislegum myndum af nafn- greindum ungum stúlkum. Þessar síður eru vistaðar erlendis og á því lögreglan erfitt með að gera neitt þótt þar sé verið að dreifa myndum af stelpum sem yfirleitt eru kynntar þar inn með fullu nafni, aldri, skóla og bæjarfélagi. Þá eru þar dæmi um að strákar óski sérstaklega eftir mynd- um af ákveðnum stelpum og bjóði myndir af öðrum stelpum í staðinn. „Þeir skiptast á þessum myndum eins og þetta séu fótboltaspil,“ segir Þórdís Elva. Þeir sem stunda chan- síðurnar senda myndirnar þannig á milli sín í tölvupósti en nokkuð hefur borið á að íslenskir notendur mæli með ákveðinni annarri stórri alþjóð- legri síðu þar sem myndirnar eru líka birtar beint á síðunni. Á þeirri síðu, sem er öllum opin og aðgengileg, er meðal annars að finna flokk þar sem birtar eru fals- aðar myndir sem hefur verið breytt í myndvinnsluforritum. Þar senda notendur einnig inn myndir af jafn- vel fullklæddum stelpum og biðja þá sem eru færir í myndvinnslu um að breyta myndinni. Þórdís tekur dæmi að þarna sé hægt að senda inn mynd af stelpu sem er í hestaferð með for- eldrum sínum og skömmu síðar birt- ist „fótósjoppuð“ mynd af henni þar sem aðeins sést höfuðið en búið að skeyta honum við nakinn líkama sem er jafnvel í afar grófum kynferðisleg- um stellingum. Á undirsíðum á chan- síðunum er líka að finna flokka með slíkum gervimyndum en stundum er ekki hægt að sjá að myndin hafi verið fótósjoppuð. „Þannig eru dæmi um að myndir af nafngreindum íslensk- um stelpum sem búið er að breyta með myndvinnsluforriti séu komnar í umferð og óþjálfað auga sjái ekki betur en um sé að ræða raunveru- lega nektarmynd,“ segir Þórdís Elva. Nektarmyndir notaðar sem kúgunartæki Sú leið að láta breyta myndum af stúlkum virðist vera farin þegar engin leið er að verða sér úti um nektarmynd af ákveðnum stúlkum. „Þegar þessar myndir eru komnar á netið þá verða þær þar og koma upp í leitarniðurstöðum þegar leitað er að nöfnum þessara stúlkna. Við getum ímyndað okkur niðurstöðuna ef tvær ungar konur væru að sækja um vinnu, þær væru báðar jafn hæfar og atvinnurekandi ákvæði að gúggla þær og fyndi grófar nektarmyndir af annarri þeirra. Þetta þyrftu þá ekki einu sinni að vera myndir sem stúlkan tók sjálf, þær gætu einfald- lega verið falsaðar. Svona myndir eru klárt brot gegn æru og friðhelgi stúlknanna og hægt að nota þær sem kúgunartæki,“ segir Þórdís Elva. Hún bendir á að klám hafi þá til- hneigingu að þróast í sífellt grófari átt. Til dæmis þyki sumum nútíma klámnotendum meira spennandi að nálgast nektarmyndir sem eru í dreifingu gegn vilja þess sem sést á þeim, fremur en hefðbundið klám þar sem samþykki leikenda liggur fyrir. Dæmi um þetta séu nýlega dæmi um innbrot í tölvur frægra einstaklinga á borð við leikkonuna Jennifer Law- rence þar sem dreift var nærgönglum myndum af henni. Viðbrögð Jennifer vöktu athygli. Hún sagðist upphaf- lega hafa ætlað að birta yfirlýsingu þar sem hún bæðist afsökunar en hætti við og setti skömmina þar sem hún á heima, hjá gerendunum. „Þetta er ekki hneyksli, þetta er kynferðis- brot,“ sagði hún og benti þeim sem skoðuðu og dreifðu myndunum af henni á að þeir væru að fremja kyn- ferðisbrot. Þórdís Elva og Alda Hrönn eru sammála um að ábyrgðin liggi ekki hjá þeim sem tekur af sér nektar- myndir heldur þeim sem dreifa myndunum. Þegar um er að ræða dreifingu á myndum af ungmennum undir 18 ára aldri falli það undir lög um bann við dreifingu á kynferðis- legu ofbeldi gegn börnum en Alda Hrönn telur þó ekki vænlegast að refsa ungmennum sem dreifa slíku efni heldur þurfu að leggja höfuð- áherslu á fræðslu. Andlegar afleiðingar þess fyrir ungar stúlkur að kynferðislegu efni af þeim er dreift geta verið ógnvæn- legar og fjölmörg dæmi eru um það erlendis frá þar sem stúlkur fremja sjálfsmorð eftir slíkt. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Dreifing nektarmynda af ungum íslenskum stelpum er ekki bundin við fyrrverandi kærasta. Algengt er að íslenskir karl- menn skiptist á myndum af nafngreindum stúlkum á netinu, rétt eins og um fótboltamyndir væri að ræða. Nýjasta fyrir- bærið er að venjulegar myndir af stúlkum séu falsaðar eins og um nektarmyndir sé að ræða. Sexting: Að senda kynferðislega opinská skilaboð með aðstoð farsíma eða tölvu. Hugtakið er dregið af ensku orðunum „sex“ og „texting“ sem merkja „kynlíf“ og „að senda smáskilaboð.“ Hefndarklám (e. Revenge porn): Kynferðislega opinskátt efni sem dreift er án vitundar eða gegn vilja þess sem það snertir. 20 úttekt Helgin 5.-7. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.