Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 91

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 91
82 matur & vín Framleiðir skánskt sælkera­ sinnep Svava H. Guðmundsdóttir missti vinnuna í hruninu og fór að framleiða eigið sinnep. Sælkerasinnep hennar fæst nú í fimm verslunum og er tilvalið með jólamatnum. Eitt af lykilhráefnunum er norð- lenski bjórinn Kaldi. Ágætis kaup frá Chile. Verð og gæði fara beint saman þarna. Ekki búast við neinum stórfeng- leika en stendur alveg vel fyrir sínu. Töluvert tannínríkt og þétt með dökkum ávexti og berjakeimi. Létt eikað en ekki mikið og þungt, frekar í léttari kantinum án þess að vera létt. Berjakeimurinn og tannínin munu passa vel með lambakjötinu, sér- staklega með berjasósu. Cabernet Sauvignon er líklega algengasta rauðvínsþrúga heims. Þessi cab frá Chile er í ódýrari kantinum en eins og með hin tvö vínin á síðunni góð kaup. Það kemur skemmtilega á óvart hversu mjúkt það er og tannínin mild. Þetta er svona dökk berjabomba með smá piparkeimi og eik sem blandast skemmtilega saman í eftirbragðinu. Ekta vín með þyngri kjötréttum. Vín frá Puglia á suður Ítalíu, nánast alveg í hælnum. Það hefur ákveðin einkenni þess að vera suðrænt og seiðandi. Þetta er þó engin áfengisbolti og er ágætisvín miðað við verð. Miðinn er flottur og auðþekkjanlegur sem er kostur. Þetta er vín til að drekka með mat frá þessu svæði, pasta og kjötbollum o.þ.h. Prófaðu að gera tómatsósuna frá grunni þannig er þetta best. Santa Alvara Reserva Merlot Gerð: Rauðvín Uppruni: Chile, 2012 Styrkleiki: 13,5% Þrúga: Merlot Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.699 Trevini Primo Merlot Primitivo Gerð: Rauðvín Uppruni: Ítalía, 2013 Styrkleiki: 13,5% Þrúga: Merlot Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.699 Tarapaca Reserva Cabernet Sauvignon Gerð: Rauðvín Uppruni: Chile, 2013 Styrkleiki: 14% Þrúga: Cabernet Sauvignon Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.950 Vín vikunnar Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Helgin 5.-7. desember 2014 Eitt af lykilhráefnunum í sinnepi Svövu er norðlenski bjórinn Kaldi.  Matur Nýtt ísleNskt sælkerasiNNep koMið á Markað Þ að hefur ekki verið mikið um þessa tegund af sinnepi hér á landi, sterkt með sætum keim. Og þetta er sælkerasinnep, þetta er ekki verksmiðju- vara,“ segir Svava H. Guðmundsdóttir sem sett hefur á markað Sælkerasinnep Svövu. Svava starfaði sem lyfjafræðingur í Svíþjóð fyrir margt löngu og þar er gömul hefð að selja sinnep í apó- tekum fyrir jólin. Hún hreifst af skánska sinnepinu sem er sterkt og með sætu bragði. „Við notuðum þetta alltaf og eitt árið spurði bóndinn hvort ég gæti ekki bara búið þetta til. Þetta var fyrir fimmtán árum eða meira. Ég byrjaði að prófa mig áfram og fann gamlar uppskriftir og svona. Þetta var nú bara hugsað fyrir nánustu fjölskyldu en vatt svo upp á sig og vinir voru farnir að fá sinnep hjá mér fyrir jólin,“ segir Svava. Svava missti vinn- una í hruninu og gekk erfiðlega að finna sér eitthvað að gera, enda „skelfilega gömul að áliti vinnumarkaðarins, komin yfir sextugt,“ segir hún. Hún fór því í nám í viðburðastjórnun á Hólum og eitt af verk- efnunum var að vinna með sinnepið góða. Svava tók þátt í frum- kvöðlakeppninni Gull- egginu og fékk í kjölfarið styrk úr Atvinnumálum kvenna. Í kjölfarið hóf hún framleiðslu á Sælke- rasinnepi Svövu sem kynnt var á matarmarkaði Búrs- ins á dögunum. „Ég fékk mjög góðar viðtökur og síðan er ég búin að koma sinnepinu í fimm búðir; Melabúðina, Búrið, Frú Laugu, Kjöthöllina og Sælkerabúðina á Bitruhálsi. Svo er ég að reyna að koma þessu að á Akureyri, ég er nefnilega þaðan og hef fengið margar fyrirspurnir um hvenær hægt verði að fá sinnepið þar.“ Svava hefur sterkar taugar norður og eitt af lykilhrá- efnum í sinnepinu er norðlenskt. „Það er bjór í þessu en ekki hvaða bjór sem er. Það er Kaldi. Hann er auðvitað að norðan en hann var líka valinn af því hann inniheldur ekki nein aukaefni.“ Með hverju notar maður svo Sælkerasin- nep Svövu? „Upphaflega byrjuðum við að nota þetta til að glasera sænsku jólaskinkuna og hamborgarhrygginn. Svo notum við sinnepið með hangikjöti og öllum reyktum mat, reyktum og gröfnum lax og silungi. Sumir nota þetta í dressingu eða ofan á brauð.“ Svava kveðst hafa not- ið mikils stuðnings við að koma sinnepinu sínu í fram- leiðslu. Sigrún Harðardóttir hannaði til að mynda um- búðirnar. „Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ekki hefði verið fyrir stuðning fjöl- skyldunnar. Þau hafa verið ofboðslega dugleg að hvetja mig áfram,“ segir Svava sem kveðst langa til að gera fleiri tegundir af sinnepi og er með tvær í undirbúningi um þessar mundir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Svava H. Guðmundsdóttir missti vinnuna í hruninu og fór að framleiða sinnep. Sælkerasinnep Svövu er nú til sölu í fimm versl- unum í Reykjavík. Ljósmynd/Hari Giljagaur Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A Sölutímabil 5. - 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð • Hafnarborg – Hafnarfirði Kokka - Laugavegi • Líf og list Smáralind Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi • Litla jólabúðin - Laugavegi Módern - Hlíðarsmára • Scintilla – Skipholti Þjóðminjasafnið - Suðurgötu • Blómaval - um allt land Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Blóma og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum • Valrós – Akureyri www.jolaoroinn.is S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.