Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 18

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 18
 FRÆÐIGREINAR METÝLFENÍDAT Tafla II. Lyfsem innihalda metýlfenídat og voru á íslenskum markaði árið 2006. Metýlfenídat (N06BA04) Lyfjaheiti Markaðsleyfi á íslandi Stuttverkandi lyf Equazym® 26.1. 2004 (skemur en fimm klst.) Rítalín® 30.12.1965 Langverkandi lyf Concerta®. 26.9. 2002 (fimm klst. eða lengur) Rftalfn Uno® 16.10. 2002 Tafla III. Læknar sem ávísuðu metýlfenídati á börn (0-18 ára) á íslandi árið 2006. Fjöldi útleystra dagskammta (DDD) og fjöldi ávísana eftir sérgreinum lækna. Fjöldi dagskammta (% DDD) Fjöldi ávísana (%) Barnalæknar 252.461 (43%) 3764 (41%) Heilsugæslu-/heimilislæknar 132.610 (22%) 2269 (25%) Barna- og unglingageðlæknar 99.230 (17%) 1524(16%) Almennir læknar 36.004 (6%) 564(6%) Læknanemar 22.152 (4%) 336 (4%) Kandídatar 20.967 (4%) 286 (3%) Geólæknar 10.096 (2%) 358 (4%) Aðrir læknar 20.312 (3%) 149 (2%) Samtals 593.832 (100%) 9250(100%) þátt í greiðslu metýlfenídats nema að fyrir liggi ADHD greining frá barna- og unglingageðlækni, barnalækni með sérþekkingu á þroskaröskun barna og unglinga, eða barnataugalækni (15). Koma nýrra langverkandi forma metýlfenídats á markað um og eftir árið 2002 hefur án efa einnig haft áhrif á þróun notkunar. Niðurstöður rann- sóknarinnar sýna að á síðastliðnum árum hefur notkun langverkandi lyfjaforms fyrir börn á íslandi aukist verulega á kostnað notkunar Rítalíns® sem er stuttverkandi lyfjaform (mynd 5). Frá 2003 til 2006 jókst notkun langverkandi metýlfenídatlyfja úr 14,4 %o í 24,6 %o. Þessi þróun er í samræmi við það sem hefur verið að gerast í öðrum löndum (9, 12, 13,16). Langverkandi lyf hafa ýmsa kosti um- fram eldra lyfjaformið. Þau þarf ekki að taka inn nema einu sinni á dag og því er lyfjagjöf á skóla- tíma óþörf. Einnig er mun erfiðara að misnota þau þar sem um forðalyf er að ræða og fíklar sækja síður í þau. Nýrri lyfin eru hins vegar mun dýrari en eldra og stuttverkandi lyfjaformið. í evrópsku meðferðarleiðbeiningunum um meðferð ADHD er ráðlagt að hefja lyfjameðferð með stuttverkandi metýlfenídati (17). Þess er þó getið að enda þótt barn svari slíkri meðferð geti verið ástæða að skipta yfir í langverkandi lyf. Metýlfenídat er þá ráðlagt sem fyrsti kostur en atomoxetín, sem einnig er langverkandi lyfjaform, svari barn ekki metýlfenídatmeðferð eða hljóti af henni aukaverkanir. Atomoxetín kemur einnig til greina sem fyrsta val hjá einstaklingum með virkan fíknisjúkdóm, kvíða- eða kippiröskun. Að teknu tilliti til einkenna og aukaverkana er það ætíð klínískt mat læknis hvaða lyf ber að reyna fyrst. í rannsókninni kemur fram að notkun örv- andi lyfja meðal íslenskra barna eykst eftir að skólaganga hefst og er mest milli níu og 12 ára aldurs (mynd 2). Lyfin eru sjaldnar notuð meðal leikskólabarna og við unglingsaldur dregur úr notkun. Þessi aldursdreifing er í samræmi við niðurstöður annarra landa (16). í rannsókn á með- ferðarúrræðum við ADHD barna hér á landi hefur komið fram að algengast er að lyfjameðferð hefjist við byrjun skólagöngu (18). Rannsóknin leiðir í ljós að notkun metýlfení- dats er mun algengari meðal drengja en stúlkna á íslandi (mynd 1 og 2). Líkt og aldursdreifingin er kynjahlutfallið er í samræmi við notkunarmynstur lyfjanna í öðrum löndum (5, 16). Birtingarmynd einkenna ADHD hjá drengjum og stúlkum er oft ólík (5, 19, 20), en ekki er vitað hvort það skýri kynjamun varðandi meðferð. í almennu þýði hefur verið sýnt fram á að drengir séu tvisvar til fjórum sinnum líklegri en stúlkur til að greinast með ADHD (1, 2, 5, 21, 22). Kemur það heim og saman við niðurstöður á kynjahlutföllum í þessari rannsókn. Athyglisvert er að notkun metýlfenídats meðal barna er mismunandi eftir landssvæðum á Islandi. Notkun á árunum 2004 til 2006 hjá drengjum var mest Suðurnesjum en minnst á Vestjörðum. Hjá stúlkum var hún mest á Norðurlandi vestra en minnst á Vestfjörðum á sama tímabili. Erfitt er að segja fyrir um orsakir þessa en líklegt er að aðgengi að greiningu og meðferð hafi þar áhrif. Rétt er þó að taka fram að ekki var leiðrétt fyrir aldursdreif- ingu barna eftir landssvæðum í útreikningum. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt mismundi notk- un milli landshluta til dæmis í Bandaríkjunum (23). Athygli vekur mikil notkun meðal barna á Suðurnesjum en þar hefur á undanförnum árum verið lögð sérstök áhersla á forvarnir og meðferð ADHD. Ef algengi metýlfenídatnotkunar meðal barna á íslandi er borið saman við algengi meðal ann- arra þjóða virðumst við einkum finna hliðstæðu hjá Bandaríkjamönnum. Notkunin er meiri en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. í Bandaríkjunum hefur dregið verulega úr aukningu lyfjanotkunar en flest bendir til að hún aukist nú hratt í löndum Norður-Evrópu (9, 12, 13, 14). Ekki er vitað um ástæður þess að ávísanamynstur lækna hér á landi svipi heldur til Bandaríkjanna en Evrópu. Ein möguleg skýring er að íslenskir læknar séu fljótir að taka við nýjungum í faginu. Notkun örvandi lyfja við ADHD á sér mun lengri sögu í Bandaríkjunum en í Evrópu þar sem aðgengi og eftirlit með lyfj- unum hefur víða verið með öðrum hætti. 830 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.