Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 21

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 21
______FRÆÐIGREINAR GÁTIR Á GEÐDEILDUM Gátir á bráðadeildum geðsviðs Landspítala: Viðhorf sjúklinga og starfsmanna Jón Snorrason hjúkrunarfræðingur Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir hjúkrunarfræðingur Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur Rannsóknin var unnin á geðsviði Landspítala Lykilorð: gát, viðhorf sjúklinga, viðhorf starfsmanna. Jón Snorrason, hjúkrunarfræðingur/ verkefnastjóri, geðsviði Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. jonsnorr@landspitali. is Ágrip Tilgangur: Gátir á sjúklingum eru algengar á geðdeildum bæði hérlendis og erlendis, en fáar rannsóknir eru til á meðferðarlegu gildi þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna umfang og eðli gáta á bráðadeildum á geðsviði Landspítala og viðhorf sjúklinga og starfsmanna til þeirra. Þátttakendur og aðferðir: Skráðar voru upplýs- ingar um sjúklinga sem höfðu verið á gát á þriggja mánaða tímabili. Staðlað viðtal með 11 spurn- ingum var tekið við sjúklinga stuttu eftir að gát lauk til að kanna viðhorf þeirra til gátarinnar. Að auki voru starfsmenn af hverri deild beðnir um að svara átta spurningum um viðhorf þeirra til gáta. Siðanefnd Landspítala veitti leyfi til rannsókn- arinnar. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru sam- tals 157 sjúklingar settir á gát á deildunum fjór- um, sem er 31% af öllum innlögðum sjúklingum á tímabilinu. Flestir voru settir á reglubundna gát (83%), næst flestir á yfirsetu (25%) en fæstir á sjálfsvígsgát eða fulla gát (11%). Langflestum sjúklinganna fannst öryggi það gagnlegasta við að vera á gát, óháð því hvaða tegund gátar þeir voru á, og aðeins fimmtungi þeirra fannst félags- skapur starfsfólksins gagnlegur. Starfsfólkið áleit hins vegar umhyggju, virðingu og félagsskap það gagnlegast fyrir sjúklinga, óháð tegund gátar. Ályktanir: Umfang, eðli og framkvæmd gáta á deildunum fjórum virðist vera svipað og erlendis. I ljósi mikilvægi gáta í umönnun geðsjúkra og áhrifanna sem þær hafa á einkalíf sjúklinga er mikilvægt að setja um þær skýrar verklagsreglur og klínískar leiðbeiningar. Inngangur Gátir hafa verið notaðar við meðferð sjúklinga á geðdeildum sjúkrahúsa um langt skeið (1), en gát felur í sér að sjúklingur dvelur á ákveðnu svæði á deild og eirrn starfsmaður (sjaldan fleiri) sinnir honum einum í ákveðinn tíma. Ástæður þess að sjúklingar eru hafðir á gát eru fyrst og fremst þær ^■WMMMaaMHENGLISH S U M M A RYBHHHHBBHH Snorrason J, Grímsdóttir GÚ, Sigurðsson JF Special observation on psychiatric patients on acute inpatient wards at the Division of Psychiatry, Landspítali-University Hospital in lceland, attitudes of patients and staff Objective: Special observation (constant observation) of patients is common on psychiatric wards, both in lceland and abroad, but very few studies have been conducted on their therapeutic value. The objective was to investigate the extent and nature of special observation on emergency wards at the Division of Psychiatry at the Landspitali- University Hospital in lceland as well as the attitudes of patients and staff toward special observation. Participants and methods: Information about patients on special observation was recorded over a three months period. Patients were interviewed with a standardised eleven questions interview shortly after the observation finished in order to investigate their attitudes toward the observation. Also, members of staff from each ward were asked to answer eight questions about their attitudes toward special observation in general. The Ethics Committee of Landspitali - University Hospital gave its permission for the study. Results: During the research period observation was used for 157 patients, which is 31 % of the total number of patients admitted during that period. Most of the patients (83%) were on 5-15 minutes observation, 25 per cent on close observation and 11 percent on suicide or constant observation. The majority of the patients claimed that security was the most important aspect of being on special observation, independent of which type of observation they were, and only one fifth felt that the company of staff was most important. The staff members on the other hand claimed that concern for the patient, respect and companionship were most important for the patients, independent of the type of observation used. Conclusions: The extent, nature and process of observation on acute inpatient wards in lceland seems to be comparable to other studies from abroad. In view of the importance of special observations in psychiatric emergency care and their influence on patients’ private life it is important to develop and implement clinical guidelines about their use. Key words: close/constant/regular observation, patients' attitudes, staff attitudes. Correspondence: Jón Snorrason, jonsnordSXandspitaii.is LÆKNAblaðið 2007/93 833

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.