Læknablaðið - 15.12.2007, Síða 25
G Á T I R
FRÆÐIGREINAR
Á GEÐDEILDUM
Tafla III. Hvað fannst sjúklingum erfitt við að vera á gát?
Fullgát (N=10) Yfirseta (N=9) Regluleg gát (N=49)
Einkalíf sjúklings 2 (20%) 1(2%)
Frelsisskeróing sjúklings 5 (50%) 5(56%) 17(35%)
Skortur á upplýsingum til sjúklings 2(4%)
Trufla sjúkling 3(6%)
Eftirlit 3 (30%) 2(4%)
Ófagleg vinnubrögð starfsmanns 1 (10%)
Ekkert 1 (10%) 3 (33%) 16(33%)
Annaö 1(10%) 1 (11%) 13(27%)
fannst álagið það erfiðasta við fulla gát og yfirsetu,
en ábyrgð að hafa sjúkling á reglulegri gát. Um
fjórðungur starfsmanna taldi vanlíðan sjúklings
á fullri gát erfiða og um fimmtungur berskjaldað
einkalíf sjúklinga á slíkri gát.
Tæplega fjórðungi (16; 23%) sjúklinga fannst
hjálplegra að starfsmaður sem sat yfir þeim á gát
væri af sama kyni og þeir, flestum (29; 41%) fannst
það hins vegar ekki skipta máli eða fannst það
ekki (26; 37%) hjálplegra. Það sem flestum (53;
75%) sjúklingum fannst skipta máli í fari starfs-
manna sem sátu yfir þeim á gát var gott viðmót
og umhyggja, en 8 (11%) töldu samskipti gagnleg
og 10 (14%) ýmislegt annað. Það sem sjúklingum
fannst ekki hjálplegt í fari starfsmanna var lítils-
virðing, hroki eða fordómar (22; 54%), en nokkrir
(5; 8%) nefndu reglur og frelsisskerðingu.
Umræður
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að reglu-
legt eftirlit með sjúklingum á bráðadeildum geðs-
viðs Landspítala, á formi fullra gáta (sjálfsvígs-
gáta), yfirsetu og reglulegra gáta (5-15 mínútna
gáta), er frekar umfangsmikið og mikilvægur
þáttur í meðferð þeirra eins og á sambærilegum
deildum erlendis (13). Rannsóknin fór fram á
fjórum bráðadeildum og leiddi í ljós að um þriðj-
ungur allra innlagðra sjúklinga á deildunum var
settur á gát á rannsóknartímabilinu, sem er heldur
meira en fram kemur í bandarískum rannsóknum
(5,14).
Hafa ber í huga að tveir þriðju hlutar þeirra sem
settir voru á gát voru settir á reglulega gát, sem
samsvarar 13% af öllum innlögðum sjúklingum á
rannsóknartímabilinu. Hér er um að ræða reglu-
legt eftirlit með sjúklingi á 5 til 15 mínútna fresti
vegna óvissu um atferli og líðan fyrst við innlögn
eða eftir að þéttari gát er aflétt.
Langflestir sjúklinganna voru settir á gát í
fyrstu í viku innlagnar, sem er í samræmi við
erlendar rannsóknir (2), enda eru sjúklingar veik-
astir á þessu tímabili og því meiri þörf á eftirliti
með þeim en síðar á innlagnartíma þegar meðferð
er farin að bera árangur. Þá voru langflestir sjúkl-
inganna á reglulegri gát og var meðallengd gáta á
bilinu 2,4 til 12,3 dagar eftir tegund, sem er svipað
og erlendar rannsóknir gefa til kynna (7).
Þrjár algengustu ástæður gáta voru sjálfsvígs-
hætta, erfið geðrofseinkenni (ofsóknarkennd eða
annað sturlunarástand) og atferlistruflanir (óró-
leiki, ofbeldishegðun eða hætta á ofbeldi). Eðli
málsins samkvæmt er mikilvægt að fylgjast náið
með sjúklingum sem eru sjálfsvígshættu og þeim
sem taldir eru Iíklegir til að beita ofbeldi og veita
þeim stöðuga umhyggju og stuðning á meðan á
meðferð stendur (3,4).
Ástæður þess að sjúklingar voru settir á gát
voru yfirleitt ekki skráðar beint í sjúkraskrá og
þurfti að leita upplýsinga um þær í því sem skrif-
að hafði verið í hjúkrunarskráningu við upphaf
gáta. Þessu er svipað háttað annarsstaðar (15) og
virðist skráning um ástæður gáta almennt vera
ófullnægjandi.
Ákvarðanir um að setja sjúklinga á gát og
aflétta gát voru í langflestum tilvikum teknar
Tafla IV. Hvað fannst starfsfólki (N=59) erfitt við að vera með sjúkling á gát?
Full gát Yfirseta Regluleg gát
Álag 25(42%) 28(47%) 7(12%)
Ábyrgö 11(19%) 5(8%) 22 (37%)
Sjálfsvígshætta sjúklings 13(22%) 0(0%) 3(5%)
Vanliðan sjúklings 14(24%) 10(17%) 0(0%)
Kvíði/öryggis-/hjálparleysi starfsfólks 3(5%) 5(8%) 14 (24%)
Einkalíf sjúklings 11 (19%) 2(3%) 1(2%)
Frelsisskerðing sjúklings 6(10%) 4(7%) 0(0%)
Umhverfisþættir 2(3%) 1(2%) 0(0%)
Skortur á upplýsingum til sjúklings 1(2%) 0(0%) 0(0%)
Reiöi starfsmanns 1(2%) 0(0%) 0(0%)
Ofbeldishegóun sjúklings 1(2%) 21 (36%) 2(3%)
Setja sjúklingi mörk 11(19%) 1 (2%)
Vinnuumhverfi 6(10%)
Trufla sjúkling 2(3%)
Leita aó sjúklingi á deild 5(8%)
Ekkert 2(3%) 10(17%)
LÆKNAblaðið 2007/93 837