Læknablaðið - 15.12.2007, Page 35
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
Kristján G.
Guðmundsson
Krístjan. G. Gudmundsson
<dglaesib.hg.is
Stjórn LÍ
Birna Jónsdóttir, formaður
Sigurður E. Sigurðsson,
varaformaður
Sigurveig Pétursdóttir,
gjaldkeri
Sigríður Ó. Haraldsdóttir,
ritari
Elínborg Bárðardóttir
Kristján G. Guðmundsson
Sigurður Böðvarsson
Sigurdís Haraldsdóttir
Þórarinn Guðnason
í pistlunum Úrpenna
stjórnarmanna LÍ birta
þeir sínar eigin skoðanir
en ekki félagsins.
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Af lækningum á tímum örra
þjóðfélagsbreytinga
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi
á síðustu áratugum. Tækniframfarir eru miklar, en
félagslegar, pólitískar og fjárhagslegar hræringar
kannski enn meiri. Alþjóðavæðing er áberandi í
breyttum heimi, og hefur í raun gerbreytt íslensku
samfélagi. Fjölgun erlendra ríkisborgara á íslandi
er slík að það einsleita samfélag, sem við þekktum
er að hverfa, og nýtt fjölmenningarsamfélag orðið
til. Island er enda orðið mesta innflytjendasamfélag
Norðurlanda.
Nú eru um 17-20 þúsund útlendingar við störf
hér á landi. Þannig að um 8-9% allra á vinnumark-
aði eru af erlendu bergi brotnir. Fyrstu 10 mánuði
þessa árs fengu um 10.000 manns dvalarleyfi á
landinu. Þetta er fólk frá öllum heimshornum, um
helmingur er pólskur. Einnig flytjast stórir hópar
frá Austurlöndum fjær til landsins, á þessu ári hafa
500 Kínverjar fengið dvalarleyfi hér á landi. Rétt er
að benda á að á árinu 2006 fluttust um 1000 börn til
landsins. Á heilsugæslunni í Glæsibæ eru nú 17%
þungaðra kvenna með erlent ríkisfang.
Fólksflutningar seinustu ára eru raunar það
hraðir að ætla má að yfir 100.000 manns flytji til
landsins á næstu 10-20 árum. Er þar miðað við
reynslu síðustu ára þó það ráðist vitaskuld af
ýmsum þáttum sem verða trauðla séðir fyrir.
Það gefur augaleið að þessir fólksflutningar kalla
á miklar breytingar í þjónustu heilbrigðisstofnana.
Það á ekki síst við um stóraukna túlkaþjónustu.
Reynslan er sú að erfitt getur verið að fá túlkaþjón-
ustu með stuttum fyrirvara. Annað vandamál sem
stundum kemur upp er að fólk hafnar aðstoð túlks.
Ástæðan er sú að innflytjendasamfélagið frá viss-
um löndum er fámennt. Allir þekkja alla, og þótt
túlkasamtal sé bundið trúnaði hikar viðkomandi
við að kalla til túlk úr kunningjahópi þegar ræða á
persónuleg mál.
Þessar samfélagsbreytingar gera auknar kröfur
til lækna. Það er mikilvægt að þekkja og taka tillit
til bakgrunns sjúklinga okkar. í þessu sambandi
er rétt að hafa í huga að allt er lýtur að fæðingu og
umönnun barna er mismunandi eftir menningu
og trúarbrögðum, og það á ekki síður við um við-
horf til sjúkdóma og dauða. Þá er talið að upplifun
sjúkdóma sé ólík eftir menningarsamfélögum.
Hinn flöturinn á alþjóðavæðingu eru aukin
ferðalög landans. Ferðir til fjarlægra heimsálfa kalla
á læknisfræðilegan undirbúning, frá bólusetningum
yfir í fyrirbyggjandi lyfjameðferð, svo sem við mal-
aríu og meltingarfærasýkingum. Þetta krefst þess
að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk hafi góða
þekkingu á sjúkdómum viðkomandi landsvæða.
Nauðsynlegur er aðgangur að nákvæmum upp-
lýsingum um hvaða forvarnir þarf í því landi sem
ferðast á til.
Nýbúar virðast bera uppi hagvöxt seinust ára
á Islandi, tugir þúsunda nýrra handa koma að
störfum í fiskvinnslu, byggingariðnaði, verslun
og heilbrigðisþjónustu. Þessi hópur greiðir sína
skatta og skyldur, og á því rétt á bestu heilbrigð-
isþjónustu sem völ er á, rétt eins og aðrir íbúar
landsins. Innflytjendur eru upp til hópa ungt fólk
sem aðlagast hratt og nær góðu valdi á íslensku.
Þeir auðga samfélagið með dugnaði sínum, en þeir
kynna okkur einnig fyrir siðum og venjum heima-
lands síns, og auka þannig fjölbreytileika mann-
lífsins. Miklu skiptir að tryggja eins góða aðlögun
þessa fólks að íslensku samfélagi og kostur er. Þar er
gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu einn lykilþátta.
Þessar aðstæður kalla á nýjar áherslur. Margt
þarf að koma til. Stjórn heilbrigðismála verður að
bregðast við hratt vaxandi fólksfjölgun með aukinni
mönnun í grunnheilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu.
Þannig þyrfti að fjölga heimilislæknum um einar 7-9
stöður vegna þeirra 10.000 innflytjenda sem komu
til landsins á þessu ári.
Innra skipulag heilsugæslu þarf að taka tillit til
innflytjenda. Ætla þarf lengri tíma í viðtöl, fá túlka
þjónustu ef þörf er á, og haga ráðleggingum og
lækningum okkar eins og kostur er í samræmi við
menningu og hefðir þessa fólks. Þegar hefur verið
ráðmn heimilislæknir sem sinnir innflytjendum sér-
staklega, innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins,
staðsettur í Glæsibæ. Um þriðjungur skjólstæðinga
hans eru innflytjendur. Markmiðið er að þróa nýjar
leiðir í þjónustu við þennan hóp, og öðlast aukna
reynslu og þekkingu á heilsugæslu innflytjenda,
með áherslu á menningu þeirra og mannfræði.
Þessar þjóðfélagsbreytingar kalla á breytingar
í kennslu og þjálfun læknanema. Það á einnig við
um viðhaldsmenntun lækna. Þörf er á rannsóknum
á heilsufari innflytjenda og hvernig þeir nýta sér
heilbrigðisþjónustu. Spurning er hvort þörf sé á
dósents- eða prófessorsstöðu við læknadeild HÍ sem
fæst við rannsóknir á heilsufari innflytjenda. Kanna
þarf hvort ástæða er að hefja kennslu í læknadeild
í mannfræði og alþjóða læknisfræði (international
health/tropical medicine).
Vegna síaukinna ferðalaga og starfa íslendinga
erlendis hefur komið fram sú hugmynd að þróa fjar-
læknisþjónustu. Það mætti hugsa sér að ferðalangar
eða starfsmenn fyrirtækja erlendis gætu pantað
tíma hjá lækni sem væri myndsímtal um netið til að
sækja læknisráð.
LÆKNAblaðið 2007/93 847