Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 35
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR Kristján G. Guðmundsson Krístjan. G. Gudmundsson <dglaesib.hg.is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Sigurður E. Sigurðsson, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Elínborg Bárðardóttir Kristján G. Guðmundsson Sigurður Böðvarsson Sigurdís Haraldsdóttir Þórarinn Guðnason í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Af lækningum á tímum örra þjóðfélagsbreytinga Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum. Tækniframfarir eru miklar, en félagslegar, pólitískar og fjárhagslegar hræringar kannski enn meiri. Alþjóðavæðing er áberandi í breyttum heimi, og hefur í raun gerbreytt íslensku samfélagi. Fjölgun erlendra ríkisborgara á íslandi er slík að það einsleita samfélag, sem við þekktum er að hverfa, og nýtt fjölmenningarsamfélag orðið til. Island er enda orðið mesta innflytjendasamfélag Norðurlanda. Nú eru um 17-20 þúsund útlendingar við störf hér á landi. Þannig að um 8-9% allra á vinnumark- aði eru af erlendu bergi brotnir. Fyrstu 10 mánuði þessa árs fengu um 10.000 manns dvalarleyfi á landinu. Þetta er fólk frá öllum heimshornum, um helmingur er pólskur. Einnig flytjast stórir hópar frá Austurlöndum fjær til landsins, á þessu ári hafa 500 Kínverjar fengið dvalarleyfi hér á landi. Rétt er að benda á að á árinu 2006 fluttust um 1000 börn til landsins. Á heilsugæslunni í Glæsibæ eru nú 17% þungaðra kvenna með erlent ríkisfang. Fólksflutningar seinustu ára eru raunar það hraðir að ætla má að yfir 100.000 manns flytji til landsins á næstu 10-20 árum. Er þar miðað við reynslu síðustu ára þó það ráðist vitaskuld af ýmsum þáttum sem verða trauðla séðir fyrir. Það gefur augaleið að þessir fólksflutningar kalla á miklar breytingar í þjónustu heilbrigðisstofnana. Það á ekki síst við um stóraukna túlkaþjónustu. Reynslan er sú að erfitt getur verið að fá túlkaþjón- ustu með stuttum fyrirvara. Annað vandamál sem stundum kemur upp er að fólk hafnar aðstoð túlks. Ástæðan er sú að innflytjendasamfélagið frá viss- um löndum er fámennt. Allir þekkja alla, og þótt túlkasamtal sé bundið trúnaði hikar viðkomandi við að kalla til túlk úr kunningjahópi þegar ræða á persónuleg mál. Þessar samfélagsbreytingar gera auknar kröfur til lækna. Það er mikilvægt að þekkja og taka tillit til bakgrunns sjúklinga okkar. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að allt er lýtur að fæðingu og umönnun barna er mismunandi eftir menningu og trúarbrögðum, og það á ekki síður við um við- horf til sjúkdóma og dauða. Þá er talið að upplifun sjúkdóma sé ólík eftir menningarsamfélögum. Hinn flöturinn á alþjóðavæðingu eru aukin ferðalög landans. Ferðir til fjarlægra heimsálfa kalla á læknisfræðilegan undirbúning, frá bólusetningum yfir í fyrirbyggjandi lyfjameðferð, svo sem við mal- aríu og meltingarfærasýkingum. Þetta krefst þess að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk hafi góða þekkingu á sjúkdómum viðkomandi landsvæða. Nauðsynlegur er aðgangur að nákvæmum upp- lýsingum um hvaða forvarnir þarf í því landi sem ferðast á til. Nýbúar virðast bera uppi hagvöxt seinust ára á Islandi, tugir þúsunda nýrra handa koma að störfum í fiskvinnslu, byggingariðnaði, verslun og heilbrigðisþjónustu. Þessi hópur greiðir sína skatta og skyldur, og á því rétt á bestu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á, rétt eins og aðrir íbúar landsins. Innflytjendur eru upp til hópa ungt fólk sem aðlagast hratt og nær góðu valdi á íslensku. Þeir auðga samfélagið með dugnaði sínum, en þeir kynna okkur einnig fyrir siðum og venjum heima- lands síns, og auka þannig fjölbreytileika mann- lífsins. Miklu skiptir að tryggja eins góða aðlögun þessa fólks að íslensku samfélagi og kostur er. Þar er gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu einn lykilþátta. Þessar aðstæður kalla á nýjar áherslur. Margt þarf að koma til. Stjórn heilbrigðismála verður að bregðast við hratt vaxandi fólksfjölgun með aukinni mönnun í grunnheilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu. Þannig þyrfti að fjölga heimilislæknum um einar 7-9 stöður vegna þeirra 10.000 innflytjenda sem komu til landsins á þessu ári. Innra skipulag heilsugæslu þarf að taka tillit til innflytjenda. Ætla þarf lengri tíma í viðtöl, fá túlka þjónustu ef þörf er á, og haga ráðleggingum og lækningum okkar eins og kostur er í samræmi við menningu og hefðir þessa fólks. Þegar hefur verið ráðmn heimilislæknir sem sinnir innflytjendum sér- staklega, innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins, staðsettur í Glæsibæ. Um þriðjungur skjólstæðinga hans eru innflytjendur. Markmiðið er að þróa nýjar leiðir í þjónustu við þennan hóp, og öðlast aukna reynslu og þekkingu á heilsugæslu innflytjenda, með áherslu á menningu þeirra og mannfræði. Þessar þjóðfélagsbreytingar kalla á breytingar í kennslu og þjálfun læknanema. Það á einnig við um viðhaldsmenntun lækna. Þörf er á rannsóknum á heilsufari innflytjenda og hvernig þeir nýta sér heilbrigðisþjónustu. Spurning er hvort þörf sé á dósents- eða prófessorsstöðu við læknadeild HÍ sem fæst við rannsóknir á heilsufari innflytjenda. Kanna þarf hvort ástæða er að hefja kennslu í læknadeild í mannfræði og alþjóða læknisfræði (international health/tropical medicine). Vegna síaukinna ferðalaga og starfa íslendinga erlendis hefur komið fram sú hugmynd að þróa fjar- læknisþjónustu. Það mætti hugsa sér að ferðalangar eða starfsmenn fyrirtækja erlendis gætu pantað tíma hjá lækni sem væri myndsímtal um netið til að sækja læknisráð. LÆKNAblaðið 2007/93 847
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.