Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 42

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 42
 UMRÆÐUR 0 G F R É T T 1 R REYNSLUSAGA HEIMILISLÆKNIS Spjallað við lækna, lækna- stoð túlks var ég svo farinn að skoða mig um og nemaog lækningaforstjóra ræða við lækna sjúkrahúsins. Á taugasjúkdóma- Háskolasjúkrahúsins i deildinni tók á móti mér skrafhreifinn og hress læknir. Honum var talsvert niðri fyrir og sagði að unnið væri við erfiðar aðstæður, tilfinnanlegan tækjaskort og benti á ónothæfan tækjahaug í einu horninu - hjartalínuritið bilaði í gær. Hann bað mig um að aðstoða sjúkrahúsið við að útvega nauðsynleg lækningatæki, það vantaði tilfinn- anlega hjartarafsjár og blóðsykurmæla, bara svo eitthvað væri nefnt. Svo rétti hann mér langan óskalista - og sagði: „Ef þú hjálpar okkur - verð- ur þín minnst með því að letra nafn þitt á silf- urskjöld sem verður festur framan á stofuhurð- irnar." Vegna breyttra lifnaðarhátta hefur tíðni sjúkdóma breyst undanfarin ár og er farin að minna meira á það sem tíðkast á vesturlöndum. - Sjúklingar koma vegna afleiðinga ómeðhöndlaðr- ar sykursýki, háþrýstings og aukinnar blóðfitu. Fyrirbyggjandi læknisfræði er ekki fyrir almenn- ing í Tógó og fólki með þessa áhættuþætti er ekki sinnt. Tíðni heila- og hjartaáfalla er há og dán- artíðni þeirra sem veikjast há enda öll aðstaða til meðferðar og endurhæfingar slíkra sjúklinga afar bágborin. Það sagði mér læknir síðar að í Benín, Götumynd frá Lomé, höfuðborg Tógó. Ljósmynd: Lena Magnúsdóttir þar sem búa 11 milljónir manna, sé starfandi einn taugaskurðlæknir. Hann hlýtur að hafa mikið að gera. Hvað skyldu vera margir taugaskurðlæknar í Tógó? Mér var sýnd deild þar sem á að vera sjúkra- þjálfun, en þar var ekki að finna nein þau áhöld eða aðstöðu sem gæti hjálpað við endurhæfingu sjúklinga. Lækninum var einnig tíðrætt um þá lækna sem flýja land vegna slæmrar starfsaðstöðu og lélegra kjara. Allan tímann á meðan á heimsókn minni stóð og samræðum mínum við læknana var lækninga- forstjórinn yfir okkur og leyndi sér ekki á svip hans að honum féll ekki allt vel í geð sem fram kom og sýndi ýmis merki um óþolinmæði. Það var eins og hann vildi að þessari heimsókn minni lyki sem fyrst. Á hjartadeildinni mætti ég fámálum lækni með þunglyndislegt yfirbragð. Á deildinni voru fáir sjúklingar og í ljós kom að þar voru engin lyf, - ekki einu sinni morfín til verkjastill- ingar. Ef fjárhagur leyfir má ná í lyfið í næstu lyfjaverslun og þá er að vonast til að lyfið sé frá heiðarlegu lyfjafyrirtæki og hafi tilætlaða verkun. Skortur á verkjalyfjum er tilfinnanleg- ur. Krabbameinssjúklingar njóta ekki einu sinni þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Blóðrannsóknir eru einungis teknar ef fjárhag- ur sjúklings leyfir, annars notast menn við klín- íska nefið. Ég komst að því að einföld blóðrann- sókn kostar u.þ.b. 30 evrur sem er á við meðal mánaðarlaun og því lúxus ætlaður efnameira fólki. Ég kom að sjúkrarúmi gamals manns sem reyndist blóðlaus og vannærður, læknirinn taldi hann vera með malaríu og þegar ég spurði hvort hann væri á einhverri meðferð var lítið um svör en ég tók eftir að settur hafði verið upp hjá honum vökvi í æð. Túlkurinn sagði mér að ekki væri áhugi á því að sýna mér bráðasjúkrahúsið sem var í öðru hverfi borgarinnar. Þar er slysadeildin en þangað koma meðal annars fórnarlömb tíðra umferð- arslysa. Ef maður slasast í umferðinni er það sá sem hringir í sjúkrabílinn eða fer með sjúklinginn á móttökuna sem þarf að greiða fyrir læknismeð- ferðina og slíkan reikning hafa fæstir efni á að greiða. Iðulega gengur fólk því framhjá slösuðu eða dauðvona fólki eftir slys. Ef ekki finnst að- standandi sem getur hjálpað er viðkomandi alger- lega bjargarlaus. Einn læknanna á sjúkrahúsinu sagði mér að hann sinnti ekki slíkum sjúklingum þó þeir yrðu á vegi hans, vegna greiðsluskyldu fyrir meðferð og að síðan komi iðulega himinháir bakreikningar löngu síðar. Maður vissi aldrei hverju maður gæti átt von á. Mér gafst kostur á að skoða sjálfstætt reknar 854 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.