Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREI
N A R
Leyndardómur streptókokka
Þórólfur
Guðnason
thorolfur@landlaeknir. is
Þórólfur Guðnason er barna- og
smitsjúkdómalæknir,
yfirlæknir á sóttvarnasviði
landlæknisembættisins.
The Mystery of gr. A
streptococci
Þórólfur Guðnason MD
Pediatrician and infectious
disease specialist
Chief of National
Vaccination Program in
lceland
Streptókokkar af hjúpgerð A (streptókokkar) hafa
löngum haft yfir sér dulúð og vakið ótta í huga al-
mennings. Astæðan er vafalaust sú að sjúkdóms-
mynd streptókokka er fjölskrúðug og í sumum til-
fellum geta afleiðingar streptókokkasýkinga verið
alvarlegar og lífshættulegar (1).
Ein algengasta sjúkdómsmynd streptókokka
bæði hjá börnum og fullorðnum er hálsbólga en
oft vill gleymast að veirur eru algengustu orsaka-
valdar hálsbólgu (2, 3).
Til að greina hálsbólgu af völdum streptókokka
hefur verið mælt með að notuð séu ákveðin klín-
ísk einkenni eða svokölluð „Centor criteria" og
einnig að sýnt sé fram á tilvist streptókokka í hálsi
annaðhvort með ræktun eða hraðgreiningarprófi
(4-6). A síðari árum hefur notkun á hraðgreining-
arprófum aukist töluvert enda prófin handhæg
og auðveld í notkun (7). A sama tíma hefur krafa
almennings orðið meira áberandi um að fá þessi
próf gerð án tillits til einkenna því „streptókokk-
ar eru jú alvarleg baktería". Það sem hins vegar
flækir greiningu á streptókokkahálsbólgu er sú
staðreynd að stór hluti heilbrigðra einstaklinga,
einkum barna, eru með streptókokka í hálsinum
sem ekki valda sýkingu og kallast þeir streptó-
kokkaberar (8). Ef streptókokkaberar eru algengir
má því búast við að hjá einstaklingum með háls-
bólgu af völdum veira greinist streptókokkar oft
í hálsstroki sem ekki valda sýkingunni ef oft eru
tekin sýni frá hálsi og getur það leitt til ónauðsyn-
legrar sýklalyfjagjafar.
í þessu hefti Læknablaðsins eru birtar at-
hyglisverðar niðurstöður íslenskrar rannsóknar
Bjargar Þ. Magnúsdóttur og félaga um útbreiðslu
streptókokka hjá heilbrigðum börnum í Garðabæ.
Niðurstöðurnar sýna að 22% barna á aldrinum sex
til 15 ára voru með streptókokka í hálsi en hlut-
fallið var til muna hærra hjá yngstu bömunum.
Þessar upplýsingar eru mjög gagnlegar öllum hér
á landi sem fást við sjúklinga með öndunarfæra-
sýkingar en vekja að sama skapi upp aðrar spurn-
ingar eins og:
• Er hættulegt að vera streptókokkaberi?
• Hversu líklegt er að streptókokkaberi smiti
aðra?
• Þarf að meðhöndla streptókokkabera með
sýklalyfjum?
• Hversu auðvelt er að uppræta streptókokka
hjá berum?
• Á að leita að streptókokkaberum?
• Á alltaf að taka hálsstrok hjá þeim sem eru
með klínísk einkenni um hálsbólgu?
Rannsóknir hafa sýnt að streptókokkaberar eru
ekki í hættu á að fá alvarlega streptókokkasýkingu
og þeir smita sjaldan aðra (9, 10). Auk þess hefur
komið í ljós að mjög erfitt er að uppræta streptó-
kokka með sýklalyfjum úr hálsi streptókokkabera
jafnvel þó bakterían sé vel næm fyrir sýklalyfinu
(11).
I ljósi rannsóknar Bjargar Þ. Magnúsdóttur og
félaga og annarra rannsókna má færa fyrir því rök
að hér á landi skuli alla jafna:
1. Einungis taka sýni í ræktun eða hraðgreining-
arpróf hjá þeim sem eru með klínísk einkenni
um hálsbólgu af völdum streptókokka en
sleppa sýnatöku hjá einkennalausum einstak-
lingum og þeim sem eru með klár merki um
veiruhálsbólgu.
2. Ekki meðhöndla streptókokkabera með sýkla-
lyfjum hvort sem þeir eru einkennalausir eða
með hálsbólgu af völdum veira.
Einnig er rétt að benda á klínískar leiðbeiningar
landlæknisembættisins um greiningu og meðferð
á hálsbólgu (5).
Heimildir
1. Hollm-Delgado MG, Allard R, Pilon PA. Invasive group A
streptococcal infections, clinical manifestations and their
predictors, Montreal, 1995-2001. Emerg Infect Dis 2005; 11:
77-82.
2. Gerber MA. Diagnosis and treatment of pharyngitis in
children. Pediatr Clin North Am 2005; 52: 729-47.
3. Vukmir RB. Adult and pediatric pharyngitis: a review. J
Emerg Med 1992; 10: 607-16.
4. Singh S, Dolan JG, Centor RM. Optimal management of
adults with pharyngitis~a multi-criteria decision analysis.
BMC Med Inform Decis Mak 2006; 6:14.
5. Landlaeknir.is;. klínískar leiðbeiningar um hálsbólgu.
6. Linder JA, Chan JC, Bates DW. Evaluation and treatment of
pharyngitis in primary care practice: the difference between
guidelines is largely academic. Arch Intern Med 2006; 166:
1374-9.
7. Engstrom S, Molstad S, Lindstrom K, Nilsson G, Borgquist
L. Excessive use of rapid tests in respiratory tract infections
in Swedish primary health care. Scand J Infect Dis 2004; 36:
213-8.
8. Gerber MA, Markowitz M. Management of streptococcal
pharyngitis reconsidered. Pediatr Infect Dis 1985; 4: 518-26.
9. Kaplan EL. The group A streptococcal upper respiratory tract
carrier state: an enigma. J Pediatr 1980; 97: 337-45.
10. Kaplan EL. Group A streptococcal carriers and contacts:
(When) is retreatment necessary? S S, editor. Colombus 1984.
11. Kaplan EL, Gastanaduy AS, Huwe BB. The role of the carrier
in treatment failures after antibiotic for group A streptococci
in the upper respiratory tract. J Lab Clin Med 1981; 98: 326-
35.
LÆKNAblaðið 2008/94 445