Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI MEÐ UMFJÖLLUN Fyrirferð í brjóstholi - ekki er allt sem sýnist! Hannes Sigurjónsson1 unglæknir Pétur Hannesson24 röntgenlæknir Gunnar Guðmundsson3’4 lungnalæknir Tómas Guðbjartsson1’4 brjóstholsskurðlæknir Lykilorð: meðfætt þindarslit, fyrir- ferð í brjóstholi, brjóstholsskurður. ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2myndgreiningadeild-, 3lungnadeild Landspítala, 4læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala 101 Reykjavík. Sími: 5431000 tomasgud@landspitali.is Ágrip Meðfætt þindarslit er sjaldgæfur sjúkdómur (1 af hverjum 2-4000 lifandi fæddum börnum) sem getur haft þær afleiðingar að kviðarhols- líffæri smeygja sér upp í brjóstholið. Auk þess eru lungu þessara sjúklinga oft vanþroskuð og lungnaháþrýstingur til staðar sem hvort tveggja getur valdið lífshættulegri öndunarbilun. Flestir þessara sjúklinga greinast á fyrsta sólarhring eftir fæðingu en fjórðungur síðar á ævinni, langoftast á fyrstu vikum eða mánuðum ævinnar. Það er mjög sjaldgæft að meðfætt þindarslit greinist á fullorð- insaldri. Hér er lýst 45 ára gamalli áður hraustri konu sem greindist með stóra fyrirferð í hægra brjóstholi. Hún hafði um sex mánaða skeið fundið fyrir hósta og verk í hægra brjóstholi. Við aðgerð kom í ljós að fyrirferðin innihélt netju sem þakin var lífhimnu og reyndist orsökin vera lítið þind- arslit. Bati var góður eftir aðgerð og rúmu hálfu ári síðar var hún einkennalaus frá bæði lungum og kviðarholi. Tilfelli 45 ára gömul kona leitaði til heimilislæknis vegna ertingshósta og brjóstverkjar hægra megin um sex mánaða skeið. Hún var áður hraust og hafði aldrei reykt. Við lungnahlustun voru lungnahljóð minnkuð yfir neðri hluta hægra lunga og við bank var deyfa til staðar. Röntgenmynd af lungum sýndi þéttingu í neðanverðu hægra brjóstholi (mynd 1) og á tölvusneiðmyndum af brjóstholi sást 12x10 cm stór fiturík fyrirferð í brjóstholinu (mynd 2). Fyrirferðin virtist vel afmörkuð frá þindinni og þrýsti greinilega á hægra lungað. Blóðrannsóknir voru eðlilegar og öndunarmæling (tafla I) sýndi herpu. Stungið var á fyrirferðinni og nálarstungusýni tekið sem sýndi fitufrumur með góðkynja útliti þótt ekki væri með öllu hægt að útiloka vel þroskað fitusarkmein (liposarcoma). Gerð var brjóstholsskurðaðgerð með skurði undir fimmta rifbeini hægra megin. í aðgerðinni kom í ljós fyrirferð, 12 cm í þvermál, vel afmörk- uð frá nærliggjandi líffærum og þind (mynd 3a). Fyrirferðin var mjúk viðkomu og reynd- ist innihalda netju (omentum) (mynd 3b) sem umlukin var þindarhaulspoka (mynd 3c). í botni ENGLISH SUMMARYBH Sigurjónsson H, Hannesson P, Guðmundsson G, Guðbjartsson T Congenital diaphragmatic hernia diagnosed in adulthood - a case report and review of the literature Congenital diaphragmatic hernia (CDH) is a rare anomaly (1 of 2-4000 live births) where abdominal organs can enter the thoracic cavity. It is usually diagnosed shortly after birth, often associated with pulmonary hypoplasia and pulmonary hypertension causing life threatening condition. In approximately one out of four patients CDH is diagnosed later in life, usually within several weeks or months from birth. CDH diagnosed in adulthood is very uncommon. Here we describe a 45 year old previously healthy woman that was diagnosed with a large tumor in her right hemithorax, after having symptoms of chronic cough and chest pain for several months. At thoracotomy the tumor was found to be omentum covered with a hernial sac that had penetrated the chest through a small diaphragmatic hernia. Six months postoperatively she was doing well with no respiratory or abdominal symptoms. Key words: congenital diaphragmatic hernia, thoracic tumor, thoracotomy. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgud@iandspitaii.is fyrirferðarinnar þreifaðist 3 cm gat framarlega á þindinni, 4 cm til hliðar við vélindað. Netjan var fjarlægð (mynd 3d) og gatinu á þindinni síðan lokað með stökum Prolene®-saumum (mynd 3e). Gangur eftir aðgerð var góður og sjúklingur út- skrifaðist heim til sín fimm dögum eftir aðgerð. Fyrir útskrift var fengin röntgenmynd af lungum sem sýndi eðlileg lungu með væga þindarhástöðu hægra megin (mynd 4). Við síðasta eftirlit, tæpu ári frá aðgerð, var konan án einkenna frá lungum og kviðarholi. Öndunarmæling sýndi þá eðlilega lungnastarfsemi (tafla I). Umræða Fyrirferðin í brjóstholi sjúklingsins reyndist vera meðfætt Morgagni þindarslit. Greiningin kom LÆKNAblaðið 2008/94 473
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.