Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 59
UMRÆÐUR O G FR ÉTTI R
INDVERSKUR L Æ K N 1 R |
Frá Mumbai til Reykjavíkur
Það er ekki á hverjum degi sem heimilislæknir í
milljónaborginni Mumbai (Bombay) á Indlandi
tekur sig upp og flyst til íslands með það fyrir
augum að setjast þar að með fjölskyldu sinni.
Vikar Petkar gerði þetta og hafði upplýsingar um
landið í gegnum svila sinn bandarískan en þeir
eru giftir systrum frá Ukraínu. „Ég hafði því engin
tengsl við landið en þetta á sér samt allt sinn rök-
rétta aðdraganda," segir Vikar.
Hann er fæddur og uppalinn í Mumbai, móðir
hans háskólarektor og faðir hans embættismaður
í stjórnsýslunni. „Ég lauk læknanámi frá háskól-
anum í Puna árið 1996 og ákvað þá að fara í sér-
nám í bæklunarlækningum til Kharkov í Úkraínu.
Eftir eitt og hálft ár komst ég að þeirri niðurstöðu
að skurðlækningar áttu ekki við mig og fór aftur til
Mumbai og starfaði þar sem heimilislæknir næstu
fimm árin. í Kharkov kynntist ég konu minni og í
fjölskyldu hennar heyrði ég fyrst talað um ísland
því mágur hennar var þá í varnarliðinu í Keflavík.
Hann talaði mjög vel um ísland og hvatti okkur til
að koma í heimsókn."
í ársbyrjun 2004 tók Vikar sig upp og fór til
Islands í eins konar könnunarleiðangur, dvaldi á
Vellinum hjá svila sínum og kynnti sér möguleika
á að fá starf sem læknir. „Það tók sinn tíma að fá
tilskilin leyfi en ég fékk að starfa til reynslu á heil-
brigðisstofnun Suðumesja. Konan mín kom svo til
Islands nokkrum mánuðum síðar og við erum hér
enn. Haustið 2004 tók ég svo prófið sem veitti mér
almennt lækningaleyfi á íslandi."
Vikar leggur nú stund á sérnám í heimilislækn-
ingum og gerir ráð fyrir að ljúka því næsta vor.
„Það er mikill munur á því að starfa sem heim-
ilislæknir í Mumbai eða Reykjavík. í Mumbai er
maður að fást við árstíðabundna smitsjúkdóma
eins og malaríu sem gýs alltaf upp á regntímanum
í júlí og ágúst, einnig alls kyns niðurgangssýking-
ar og ekki er óalgengt að maður meðhöndli allt að
200 sjúklinga á dag. Aldrei færri en 100. Að öðru
leyti eru viðfangsefni heimilislæknisins fremur
svipuð; fólksfjöldi á Indlandi er 1,2 milljarður og
af þeim eru um 300 milljónir ágætlega stæð mið-
stétt. Þetta fólk leitar læknis með alla sömu lífs-
stílssjúkdóma og þekkjast á Vesturlöndum og það
hefur efni á að borga fyrir þjónustuna."
Vikar segir íslenska heilbrigðiskerfið mun betra
en kerfið á Indlandi.
„Hér fá allir sömu þjónustu en á Indlandi fer
þjónustan eftir efnahag og búsetu fólks. Kerfið
er tvöfalt, annars vegar einkaþjónusta og hins
vegar ríkisrekin heilbrigðisþjónusta sem byggist
að miklu leyti á litlum heilsugæslustöðvum og Vikar Petkarflutti til
þær eru sumar hverjar vanbúnar tækjum og íslandsfrá milljónaborgmni
s ...s tt ■ i , , • . Mumbai á lndlandi og kann
aðstoðu. Heimilislæknar í Mumbai eru langflestir ve\ vigsjg
með einkastofur en þeir starfa líka saman
á einkareknum stöðvum eða spítölum. Starf
heimilislæknisins á íslandi er mun fjölbreyttara
en á Indlandi og það gefur tækifæri til að nýta
kunnáttuna síha og þekkingu. "
Það vekur athygli hversu góða íslensku Vikar
talar og hann segir að sér hafi verið sagðar ýmsar
tröllasögur af því hversu erfitt væri að læra
tungumálið. „Ég hafði fyrirmyndir í útlendum
læknum sem ég kynntist hér og töluðu ágæta
íslensku. Ég hugsaði bara að ég hlyti að geta lært
hana eins og þeir og það hefur tekist. Ég hef aldrei
lent í því að tala ensku við sjúklinga mína en spyr
þá alltaf hvort þeir skilji ekki örugglega allt sem
ég segi og svarið hingað til hefur verið já. Það er
auðvitað misjafnt hversu vel mér gengur að skilja
fólk og unglingar tala öðruvísi en fullorðnir en ég
er fljótur að læra ný orð og hef gaman af því. Ég
ætla samt á námskeið og læra meiri íslensku."
Kona Vikars er menntuð leikkona og vald á
tungumálinu er mikilvægt í þeirri listgrein. „Hún
er að læra íslenskuna en í bili stefnir hún ekki á
starf sem leikkona. Við erum mjög sátt við lífið hér
á Islandi, hér er gott að vera með fjölskyldu, og
veðrið hefur lítil áhrif á okkur. í Úkraínu verður
miklu kaldara á vetuma og hér er miklu hlýrra
innanhúss. Kannski saknar maður þess stundum
að hafa ekki heitari sumur en það getur líka
orðið of mikið af því góða eins og í Mumbai þar
sem hitinn fer í allt að 50 gráður þegar heitast er.
Okkur líður vel hér og á hverju ári heimsækjum
við fjölskyldu okkar og vini í Úkraínu og Indlandi.
Þetta er gott líf."
LÆKNAblaðið 2008/94 495