Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 48
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR KRABBAMEINSFÉLAGIÐ Aldrei verið efast um tilgang eða heilindi Krabbameinsfélagsins Það er óhætt að segja að Sigurður Björnsson hafi verið vakinn og sofinn í baráttu sinni gegn krabbameinum allt frá því hann ungur maður ákvað að leggja lyflækningar krabbameina fyrir sig. „Eg fór til Bandaríkjanna í sérnám í lyflækningum árið 1971 og komst fljótlega að því að ýmislegt nýtt var að gerast í meðferð krabba- meina. Ég ákvað því að leggja þetta fyrir mig. Ég kom heim 1978 og var þá fyrsti sérfræðilæknirinn með þessa undirgrein innan lyflækninga." Hávar Sigurjónsson Tilefni samtals okkar Sigurðar eru þau tímamót að hann lét í vor af formennsku Krabbameinsfélags íslands eftir áratug á þeim stóli en hann hefur setið í stjórn félagsins óslitið frá árinu 1981. Við for- mennskunni hefur tekið Sigríður Snæbjörnsdóttir. Sigurður segir Krabbameinsfélagið hafa skipt sköpum í baráttunni gegn krabbameinum með fræðslu, forvörnum,vísindastarfi og leitaraðgerð- um og hafa haft gríðarleg áhrif á meðvitund og skilning íslendinga á þessum margbrotnu og skæðu sjúkdómum. „Þegar Krabbameinsfélagið var stofnað árið 1951 var magakrabbamein eitt algengasta krabba- meinið meðal íslendinga. Það átti sér sínar skýr- ingar í mataræði þjóðarinnar sem um aldir hafði borðað saltaðan, reyktan, súran, úldinn og mygl- aðan mat. Einn af aðalhvatamönnunum að stofnun félagsins, Níels Dungal, áttaði sig á samhenginu þarna á milli og nú er svo komið að nýgengi þessa krabbameins hefur lækkað verulega; neysluvenjur þjóðarinnar hafa gerbreyst og nú er slíkur matur ekki lengur daglega á borðum landsmanna." Mikill árangur af starfi Krabbameinsfélagsins „Krabbameinsfélag íslands eru eins konar regn- hlífarsamtök yfir einum 30 aðildarfélögum í land- inu en í upphafi voru þau þrjú. Starfið felst annars vegar í fræðslu og forvömum en hins vegar í rannsóknum og umfangsmikilli leit að krabba- meinum í brjósti og leghálsi hjá konum á Islandi. Skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hjá Krabbameinsfélaginu árið 1964 og árið 1987 hófst skipuleg leit að brjóstakrabbameini með mynda- töku. „Leitarstarfsemi Krabbameinsfélagsins hefur skilað gríðarlega góðum árangri enda skiptir öllu máli að greina krabbamein á byrjunarstigum þess. Krabbameinsfélögin hafa einnig stundað mark- visst starf í baráttunni gegn reykingum og eiga stóran þátt í hversu mjög hefur dregið úr reyking- um meðal þjóðarinnar á undanfömum árum." Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar sem í dag státar af einum lengsta lífaldri beggja kynja í heiminum er ljóst að Krabbameinsfélagið hefur lagt sitt lóð á vogarskálamar og það ekki lítið. „Krabbamein er sjúkdómur efri áranna og því er ekki skrýtið að það sé í mörgum tilfellum dán- armein aldraðra íslendinga. Krabbameinsleit og forvarnir gegn því snúast um að koma í veg fyrir ótímabæran dauða af völdum krabbameina og að upplýsa fólkið í landinu um gildi forvarna og heilsusamlegt lífemi. Þar skiptir mestu máli að hættan af reykingum sé öllum ljós svo og óhóf af öðru tagi hvort sem er í mataræði eða áfeng- isneyslu. Krabbameinsfélagið hefur notið mikils velvilja og meðbyrs meðal þjóðarinnar allt frá upphafi og aldrei hefur verið efast um tilgang þess eða heilindi í því starfi sem fer fram á vegum þess. Margir geta þó í dag lifað góðu lífi eftir að hafa greinst með krabbamein og ég er ekki hlynnt- ur því að skilgreina fólk sem hefur náð bata af krabbameini sem krabbameinsjúklinga. Ekki frekar en að sá sem hefur fótbrotnað er ekki kall- aður fótbrotssjúklingur uppfrá því. Eitt algengasta krabbameinið meðal karla er blöðruhálskirtils- krabbamein og það kemur yfirleitt ekki fram fyrr en eftir sextugt. Greining á þessu krabbameini er vandmeðfarin þar sem margir geta lifað góðu lífi með þessa greiningu og oft getur verið álita- 484 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.