Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2008, Page 30

Læknablaðið - 15.06.2008, Page 30
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN styttri, þau voru mun lengur að sofna, vöktu leng- ur yfir nóttina, svefngæði voru lakari og algengt var að lotuhreyfiröskun útlima kæmi oft fyrir á hverjum klukkutíma. Meira en 90% fullorðinna vefjagigtarsjúklinga eiga við svefntruflanir að stríða (34). Moldofsky og félagar voru fyrstir til að varpa ljósi á líklegan þátt þeirra í einkennamynd vefjagigtar hjá fullorðnum árið 1975 (35), sem þeir og fleiri hafa síðan staðfest í fleiri rannsóknum. Hjá fullorðnum eru algengustu svefntruflanimar verulega minnkaður djúpsvefn vegna truflana á alfabylgjum í heila (alpha (7.5 - 11 Hz) EEG sleep arousal disorder) og margar uppvakningar yfir nóttina (36, 37). Endurteknar alfa-bylgjur trufla djúpsvefninn og halda þannig viðkomandi í léttari svefnstigum. Gerð svefntruflana er því ekki að öllu leyti eins hjá börnum og fullorðnum með vefjagigt. Lotu- hreyfiröskun útlima er meira einkennandi svefn- truflun barna og ungmenna, en alfa-bylgju truflun í djúpsvefni einkennir svefntruflun fullorðinna. Truflun á starfsemi miðtaugakerfisins Margháttaðar truflanir á starfsemi miðtaugakerf- isins hafa fundist hjá vefjagigtarsjúklingum og er líklegt að rekja megi stóran hluta einkenna sjúkdómsins til slíkra truflana (24, 38-46). Þessar rannsóknir hafa allar verið gerðar á fullorðnum einstaklingum og því er ekki ljóst hvort samskon- ar truflanir fyrirfinnist hjá börnum og ungmenn- um. Það verður þó að teljast líklegt í ljósi þess að einkenni frá miðtaugakerfi eru svipuð hjá börnum og fullorðnum. Úrvinnsla á verkjaboðum hefur hvað mest verið rannsökuð og virðist mögnun verkjaboða, miðlæg verkjanæming (central sensitization), bæði í mænu og í heila gegna lykilhlutverki í meingerð vefja- gigtar (47). Vefjagigtarsjúklingar hafa ofumæmi fyrir verkjaáreiti en einnig er skynjun á öðru áreiti eins og hita, kulda, hljóði, snertingu, lykt og birtu óeðlileg (47). Truflun er á starfsemi undirstúku- heiladinguls-nýrnahettu-öxuls (hypothalamic- pituitary-adrenal axis) og í sjálfráða taugakerfinu hjá vefjagigtarsjúklingum (42), en bæði þessi kerfi gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun á streitu- viðbrögðum líkamans og úrvinnslu verkjaboða. Ójafnvægi hefur frmdist í magni mikilvægra taugaboðefna í mænuvökva. Magn serótóníns og forefni þess, tryptófans, hafa mælst lækkuð, en serótónín temprar verkjaboð (38,39,46). Jafnframt er magn substance P allt að þrefalt hærra í heila- og mænuvökva vefjagigtarsjúklinga, en það taugaboðefni magnar verki (40,41). Nýlegar rannsóknir hafa sýnt lægri þéttni vaxt- arhormóns, IGF-I (insulin-like growth factor-I) í blóðvökva margra vefjagigtarsjúklinga (43-45). Hugsanlega má rekja þennan skort til truflunar í starfsemi undirstúku-heiladinguls-vaxtarhorm- óns öxuls (hypothalamic-pituitary-GH axis). I rannsókn Bennets og félaga (44) á 500 manns með vefjagigt vora flestir þeirra með of lága þéttni á IGF-I en einstaklingar með aðra gigtarsjúkdóma og einstaklingar með myofascial pain syndrome mældust með eðlilega þéttni IGF-I. Engar rann- sóknir hafa verið gerðar á þéttni vaxtarhormóna hjá bömum og ungmennum með vefjagigt. Blóðflæði til heila (SPECT rannsókn) hefur mælst óeðlilegt í vissum kjörnum í miðhluta heil- ans hjá fólki með vefjagigt. Slíkar blóðflæðistrufl- anir gætu verið orsakaþáttur í ýmsum einkennum, svo sem síþreytu, einbeitingarskorti og skertu minni (48, 49), en erfitt er að fullyrða um það. Sálfélagslegir þættir Þunglyndi/depurð, kvíði, einmanaleiki, forföll í skóla og félagsleg einangrun eru algeng vandamál hjá bömum og ungmennum með vefjagigt (16) en rannsóknarniðurstöðum ber þó ekki alveg saman. Reid og félagar (17) fundu engan marktækan mun á sálrænu ástandi barna og ungmenna með vefja- gigt, liðagigt eða heilbrigðra barna í samanburð- arhópi en í rannsókn Yunus og Alfonse (2) töldu 70% barna með vefjagigt sig vera haldin kvíða og 55% þunglyndi samanborið við 39% heilbrigðra barna með kvíða og 9% með þunglyndi. Svipaðar niðurstöður hafa fengist í fleiri rannsóknum (12, 50). Rannsókn á algengi vefjagigtar meðal bama sem hafa orðið fyrir andlegum áföllum, einelti, of- beldi, kynferðislegri misnotkun eða annars konar áföllum hefur ekki verið gerð, en sýnt hefur verið fram á tengsl milli áfalla og misbeitingar í æsku og langvinnra verkja, meðal annars vefjagigtar á fullorðinsárum (51). Fleiri rannsóknarniðurstöður benda til að tengsl séu á milli áfallastreituröskunar og vefjagigtar hjá fullorðnum (52, 53). Ofhreyfanleiki Tengsl milli ofhreyfanleika og vefjagigtar hafa verið staðfest í nokkrum rannsóknum (54-56) og hugsanlega getur ofhreyfanleiki átt þátt í þróun- arferli vefjagigtarheilkennisins (54). Gedalia og félagar (54) gerðu rannsókn á hvort að tengsl væra á milli vefjagigtar og ofhreyfanleika hjá ísraelskum skólabörnum. Þau skoðuðu 338 böm á aldrinum níu til fimmtán ára og reyndust 43 (13%) þeirra uppfylla greiningarviðmið ofhreyfanleika (Carter og Bird) og 21 (6%) voru greind með vefja- gigt með ACR greiningu. 17 af 21 (81%) barni með 466 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.