Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 3
Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Líflegar umræður um rafræna sjúkraskrá Fjölsóttur fundur Læknafélags Reykjavíkur var haldinn í Hlíðasmára 8 þann 20. maí. Fundarefni var rafræn sjúkraskrá og voru fimm framsögumenn, Sigurður Guðmundsson, Torfi Magnússon, María Heimisdóttir, Kristján G. Guðmundsson og Runólfur Pálsson. Fundarstjóri var Sigurður Böðvarsson formaður LR. Á fundinum voru samþykkt drög að ályktun til stjómvalda um rafræna sjúkraskrá en niðurstaðan varð sú að vísa endanlegri gerð ályktunarinnar til stjórnar félagsins sem síðan bæri hana upp á aðalfundi félagsins þann 27. maí. LISTAMAÐUR MANAÐARINS Myndlistarmaöurinn Rúrí (f. 1951) hefur á löngum ferli þróað nálgun og fagurfræði sem sækir um margt I heimildasöfnun og skrásetningu. Viðfangsefni hennar eru gjarnan yfirþyrmandi fyrirbæri sem eru mannlegum skilningi ofviða, ýmist eitthvað I náttúrunni, samband manns og náttúru eða torskilin mannanna verk. Tökum sem dæmi skúlptúrinn Regnboga frá 1991 sem margir kannast við frá Leifsstöð. Þar raðar hún saman lituðum glerbrotum i þrivíða heild sem úr fjarska líkist regnboga. Þá má nefna söfnun hennar á fossamyndum, þar sem hún skrásetur fallvötn íslenskrar náttúru með hiiðsjón af hugsanlegri, áætlaðri og yfirstandandi virkjun þeirra. Birtingarmynd þessarar vinnu hefur verið fjölbreytt og er kunnasta verkið eflaust framlag Rúriar til Feneyjatvíæringsins árið 2003, hið gagnvirka Archive, Endangered Waters. Þar mátti draga fram myndir og hljóð ólíkra fossa I þar til gerðum skjalaskáp. I verkum slnum sem tengjast fossum beinir Rúrí myndavélinni inn I miðja iðu vatnsfallanna og stendur eftir með brot af óhöndlanlegri heild. Hið viðamikla verk, Paradís, hvenær?, frá 1998, samanstendur meðal annars af spjaldskrá með upplýsingum um einstaklinga sem urðu fórnarlömb stríðsátaka I fyrrum Júgóslavíu. Aftur fer Rúrí þá leið að nálgast einhvers konar heildarmynd úr skrásetningu brota með það að leiðarljósi að þaulskoða verði smæstu mögulegu einingar og raða upp á nýtt til þess að öðlast yfirsýn og skilning á öðru eins viðfangsefni. Þó að umfjöllunarefni Rúríar séu byggð á sammannlegum gildum er hún ekki síst pólitísk, I víðum skilningi þess hugtaks, þegar litið er til umræddrar fagurfræði sem býður áhorfandanum að upplifa veruleikann á nýjum forsendum. Þar liggja róttækir möguleikar myndlistarinnar. Rúrí dregur ekki dul á brennandi áhuga á málefnum líðandi stundar í sinu nýjasta verki, Tilvistarleg, frá þessu ári. Enn brýtur hún til mergjar og setur veruleikann fram í frumeindum sínum. Á nokkurs konar málmaltari getur að líta llát sem innihalda svartolíu, maís, vatn og loft. Umgjörðin er samsvarandi klínískum skjalaskápunum í Paradis, hvenær? sem og Archive, Endangered Waters. Hér eru saman komnir I jöfnu hlutfalli þættir sem hafa úrslitaþýðingu fyrir tilvist mannkyns á jörðu eins og málum er fyrir komið í dag. Nú er það undir áhorfendum komið hvers konar heildarmynd þeir sjá út úr þessum brotum. Verkið má sjá á sýningu Rúríar, Sökkvun, í listhúsinu Start Art á Laugavegi um þessar mundir. Markús Þór Andrésson olía (svartolía), maís, vatn, andrúmsloft, plexigler, ryðfrítt stál hæð 154 cm, lengd 120 cm, breidd 38 cm Ljósmynd: Rúrí. Staðsetning: STARTART. Aðsetur Hlíðasrriára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Gutenberg ehf. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2007/93 439
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.