Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 12
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla I. Þátttökutafla. Bekkur (aldur) Fjöldi þátt- takenda Fjöldl sem boðin var þátttaka Þátttöku- hlutfall % Útilokuö vegna töku sýklalyfja Útilokuö vegna kyngingar- óþæginda Fjöldi barna í skólunum Fjöldi í árgangi á íslandi 1. (6 ára) 29 68 42,6 8 0 86 4240 2. (7 ára) 30 61 49,2 6 1 122 4238 3. (8 ára) 30 63 47,6 7 0 135 4427 4. (9 ára) 28 43 65,1 3 0 145 4343 5. (10 ára) 30 45 66,7 2 2 150 4505 6. (11 ára) 30 46 65,2 0 2 130 4661 7. (12 ára) 30 83 36,1 4 1 143 4624 8. (13 ára) 29 97 30,0 2 0 138 4504 9. (14 ára) 22 * * 2 0 232 4820 10.(15 ára) 12 * * 1 0 185 4510 Alls. 270 35 6 1466 44.872 *ekki fyrirliggjandi upplýsingar um hve mörgum var boöin þátttaka í 9. og 10. bekk. að staðfesta eða útiloka streptókokkahálsbólgu til að koma í veg fyrir óæskilega notkun sýklalyfja þegar þeirra er ekki þörf. Rannsóknir sýna að erfitt er að greina streptó- kokkahálsbólgu frá hálsbólgum af völdum ann- arra sýkla eins og veira, út frá sjúkrasögu og skoð- un einni saman (2). Ef talið er að sjúklingur sé með streptókokkahálsbólgu er mælt með hraðgreining- arprófi eða ræktun úr hálsi (3). Slík próf staðfesta einungis tilvist S. pyogenes í hálsi en ekki hvort hún sé orsakavaldur hálsbólgunnar. Þeir sem bera bakteríuna í nefi eða hálsi en sýna engin einkenni bráðrar sýkingar nefnast S. pyogenes berar. Þegar hraðgreiningarpróf eða hálsræktun er jákvæð er því möguleiki á að um veirusýkingu sé að ræða og að viðkomandi sé beri. Þessar líkur eru meiri því hærri sem beratíðnin er. Streptókokkahálsbólga er algengust hjá börn- um og unglingum 5-15 ára (4). I nýlegum erlend- um rannsóknum hefur beratíðnin einnig verið hæst í þessum aldursflokki, mælst upp í 26% (5). Sambærileg tíðni hjá fullorðnum hefur mælst hæst tæp 4% (6-9). Að jafnaði er þó talið að beratíðni sé um 10% (10). Beratíðni S. pyogenes hefur ekki verið könnuð áður á íslandi. Erlendis fer sýkingum af völdum MÓSA utan sjúkrahúsa fjölgandi þó enn séu spítalasýkingar algengastar. Á íslandi hafa nánast eingöngu spít- alasýkingar skotið upp kollinum og sýkingavamir miðast við það. Tíðni MÓSA-bera út í samfélaginu er hins vegar óþekkt hér á landi. MÓSA er auk þess ekki orðinn hluti af flóru sjúkrahúsa hér eins og víða erlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi S. pyogenes og MÓSA hjá frískum grunn- skólabömum. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var þversæ (cross sectional) og fór fram í þremur gmnnskólum Garðabæjar í mars og apríl 2005. Þátttakendur voru 270 börn, á aldr- inum 6-15 ára. Börnin voru úr bekkjum sem valdir voru af handahófi. Öllum börnum í þessum bekkj- um var boðin þátttaka en miðað var við að ná 30 sýnum úr hverjum árgangi. Alls var 506 börnum í 1.-8. bekk boðið að taka þátt en þátttakendur í þessum bekkjum voru 236, þátttökuhlutfall var því 46,6%. í 9. og 10. bekk voru ekki eiginlegir bekkir og því ekki nákvæmlega vitað hve mörg- um var boðin þátttaka, sjá töflu I. Fjöldi barna í þessum þremur skólum var 1466 og í 1.-8. bekk 1049 börn. Börn og forráðamenn fengu kynning- arblað, spurningalista og samþykkisblað. Spurt var um fæðingarár, kyn bams og sýklalyfjanotkun síðastliðna fjóra mánuði. Alls komu 311 börn með útfylltan spurningalista og skriflegt samþykki sitt og forráðamanna sinna. Þar af höfðu 35 börn tekið sýklalyf undanfarna fjóra mánuði og voru því ekki tekin irtn í rannsóknina. Tekið var eitt strok úr hálsi bamanna, strokið var yfir báða hálskirtla og aftur í kok. Áður en það var gert voru börnin spurð hvort þau fyndu fyrir óþægindum við kyngingu og slímhúð í koki skoðuð. Vegna kyngingaróþæginda voru sex börn útilokuð frá rannsókn. Sami læknir tók öll sýnin. Sýnin fóru samdægurs á sýklafræðideild Landspítala þar sem þeim var sáð á blóðagar (í hitaskáp við loftfirrð skilyrði) til S. pyogenes leitar og í MÓSA valæti (Oxacillin Resistance Screening Agar og ORSAB Selective Supplement, Oxoid), bæði föst og fljótandi, til MÓSA leitar. Næmispróf vom gerð á jákvæðum bakteríuræktunum sam- kvæmt skilmerkjum og stöðlum CLSI (11). Við útreikninga á 95% vikmörkum var notað 448 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.