Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 43
U M R Æ Ð 1) R R A F R Æ N 0 G FRÉTTIR SJÚKRASKRÁ María Heimisdóttir formaöur nefndar um rafræna sjúkraskrá á Landspítalanum. Ekki er víst að öllum sé ljóst hversu mikil vinna og kostnaður er því samfara að rafvæða meðferð upplýsinga í allri starfsemi svo stórrar stofnunar sem Landspítalinn er og sannarlega hefur það ekki gengið þrautalaust. María leggur áherslu á að þrátt fyrir að hún telji þessi verkefni upp í ákveðinni röð séu þau engu að síður þess eðlis að vinnan við þau verði að eiga sér stað meira og minna samtímis og er þegar í gangi þó á mismunandi stigum sé. „Það er eiginlega ekki hægt að vinna þessi verkefni hvert á eftir öðru heldur þarf að vinna þau samhliða en kannski á mismunandi hraða. Við þurfum á öllum þessum þáttum að halda og getum ekki beðið eftir neinum þeirra en þeir styðja líka hver annan og erfitt er að koma einum í gagnið án hinna. Við teljum að miðað við núverandi fjárveit- ingar muni taka 5-10 ár að ná þeirri framtíðarsýn sem ég hef lýst. Það er auðvitað mjög slæmt og því fylgir mikill fómarkostnaður m.a. með ófullkomn- ara öryggi sjúklinga. Við höfum áætlað að til þess að geta hraðað þessari vinnu þurfi að koma til sér- stök fjárveiting upp á 300 milljónir á ári í þrjú ár. Með því kæmumst við ansi langt á næstu þremur árum. í þessu samhengi verður að hafa í huga að framundan er flutningur í nýtt húsnæði spítalans og það er mjög mikilvægt að þá verðum við búin að innleiða rafræna skráningu á öllum þáttum starfseminnar áður en sá flutningur á sér stað. Við stefnum að því að öll skráning verði orðin papp- írslaus þegar að flutningnum kemur. En það gerist ekki nema lagðir séu viðbótarfjármunir í þetta verkefni." Nýtt vefviðmót í haust María segir að í haust verði hið nýja vefviðmót Heilsugáttin, tekin í tilraunanotkun á einni ein- ingu Landspítalans og síðan ef vel gengur víðar í framhaldinu. „Við erum mjög bjartsýn og með miklar væntingar til þessa verkefnis en það er geysilega stórt og umfangsmikið og við þurfum að fara okkur hægt og vera gætin svo þetta takist sem best." í máli lækna innan Landspítalans hefur á und- anförnum mánuðum komið fram mikil óánægja og gagnrýni á sjúkraskráningarkerfi stofnunar- innar og menn hafa sagt að rafræn skráning gagna væri orðin allt að áratug á eftir þeim sem við vilj- um miða okkur við. „Það fer algerlega eftir því við hverja við miðum en við erum klárlega talsvert á eftir þeim stofnunum erlendis sem teljast langt komnar á þessu sviði. Síðan eru önnur sjúkrahús, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, sem eru skemmra á veg komin en við og má nefna sem dæmi að við erum komin lengra en margir aðrir í þróun LÆKNAblaðið 2008/94 479
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.