Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINA
RANNSÓKNI
í vinnuskólum Reykjavíkur og Akureyrar sumarið
2001. Spurningalistinn 2005-2006 var lagður fyrir
áður en fræðsla frá Ástráði fór fram og aftur 4-6
vikum síðar.
Nokkrar breytingar voru gerðar frá listanum
2001 til að gera orðalag skýrara. Einnig voru spurn-
ingar felldar brott þar sem niðurstöður 2001 höfðu
ekki gefið marktækar upplýsingar, en nokkrum
spurningum um áhættuþætti leghálskrabbameins
bætt við, ásamt spumingum um þekkingu á
smitleiðum kynsjúkdóma og möguleika á lækn-
ingu þeirra. Spumingalistinn var í fimm hlutum.
I 1. hluta voru almennar spurningar um viðhorf
til kynfræðslu í grunnskólum. I 2. hluta var spurt
um viðhorf til kynhegðunar og í 3. hluta um atriði
sem leggja ætti áherslu á og unglingarnir beðnir að
meta umræðuefni eftir mikilvægi þeirra. í 4. hluta
áttu unglingarnir að taka afstöðu til staðhæfinga
um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og fóstureyð-
ingar, meta þekkingu sína á þessum efnum og
svara hvort þeim fyndist þau hafa fengið nægilega
fræðslu á skólagöngunni. I 5. hluta var þekking á
atriðum tengdum kynsjúkdómum, getnaðarvörn-
um og kynhegðun könnuð.
Spurningarnar voru fjölvalsspurningar og mis-
munandi form notuð (rétt/rangt og kvarðað) til
að fá sem heildstæðasta mynd. Spurningalistinn
var ópersónugreinanlegur og frumgögnum var
eytt að úrvinnslu lokinni. Spurningalistann má sjá
á www.laeknabladid.is/)
í úrvinnslu var munur á svörum milli kynja og
rannsókna, og fyrir og eftir fræðslu, athugaður
með krosstöflum, kí-kvaðrat prófi og t-prófi, eins
og við átti. Ef gildi voru ekki normaldreifð var gert
Mann-Whitney próf. Fylgnistuðull Pearsons var
notaður til að skoða fylgni í 1. og 2. hluta spum-
ingalistans. I 3. og 4. hluta spumingalistans var
gerð þáttagreining til að skýra fylgni milli spurn-
inga og draga saman hvaða spurningar mældu
tiltekin hugtök eða þætti. KMO stuðull (Kaiser-
Meyer-Olkin measure of sampling adequacy) var
á bilinu 0,67 - 0,8 og úrtakið því nægilega stórt.
Þáttagreining þótti ekki gefa skýrar niðurstöður
og því voru meðaltöl allra svara sett upp í töflu og
t-próf notað til að athuga mun milli kynja og rann-
sókna 2001 og 2005-2006.
I 5. hluta var „einkunn" fyrir hvern nemanda
reiknuð. Fyrir rétt svar fékkst 1 stig en ekkert fyrir
rangt. Fyrir 10 sambærilegar spurningar milli
rannsókna var meðaleinkunn nemenda reiknuð.
Mismunur milli ára var metinn með kí-kvaðrat
prófi. Fyrir sjö nýjar spumingar 2005-2006 var
mismunur í svörum kynja borinn saman með
krossprófi.
Þar sem um var að ræða viðhorfskönnun voru
leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuvemdar ekki
nauðsynleg en báðar nefndir vom upplýstar um
inntak könmmarinnar svo og umboðsmaður
barna. Engar athugasemdir bárust. Ungmennin
og foreldrar/forráðamenn þeirra voru upplýst
um könnunina með bréfi áður en skólarnir voru
heimsóttir. Þar var lýst tilgangi og framkvæmd
rannsóknarinnar, hver framkvæmdi hana og for-
eldrum veitt tækifæri til að hafna þátttöku ung-
lingsins. Gefinn var kostur á að hafa samband við
rannsakendur til að fá frekari upplýsingar. Ekkert
foreldri hafnaði þátttöku barns síns. Sama aðferð
var notuð 2001 og 2005-2006.
Niðurstöður
Útiloka varð 21 lista í könnun 2005-2006 þar
sem svarendur voru ekki fæddir 1989. Endanleg
úrtaksstærð var 396 og svarhlutfall 82%. Þegar
könnun var endurtekin eftir fræðslu var viðbót-
arbrottfall 70. Kynjahlutfall 2005-6 var 192 piltar
og 204 stúlkur.
Almennt um kynfræðslu
Meirihluta unglinganna fannst að skólum bæri að
veita kynfræðslu, fræðslu um getnaðarvarnir og
kynsjúkdóma. Unglingar 2005-2006 voru jákvæð-
ari en 2001 gagnvart umræðu um samkynhneigð.
Flestum fannst að kynfræðsla ætti að hefjast í 7.
bekk og 97% að hún ætti að hefjast í 8. bekk eða
fyrr. Ekki var marktækur munur á meðaltali svara
milli 2001 og 2005-6 (t = 0,56; p = 0,57).
í rannsókninni 2005-2006 merktu 81% við
læknanema/hjúkrunarfræðinema þegar spurt var
um aðila sem ætti að sjá um kynfræðslu. Þetta
hlutfall var 58% 2001 og þá merktu fleiri við skóla-
hjúkrunarfræðinga. Flestir töldu líklegra að um-
ræður sköpuðust ef sá sem sæi um fræðsluna væri
ókunnugur (77% fyrir fræðslu, 90% eftir fræðslu,
p<0,001). Stúlkum fannst þetta mikilvægara en
strákum (p<0,001). Hlutfall þeirra sem vildu
að nemar sæju um fræðsluna jókst eftir fræðslu
Ástráðs (p=0,002). Engar marktækar breytingar
urðu fyrir og eftir fræðslu hvaða form ungling-
arnir kusu; 59% vildu sameiginlega umræðuhópa,
43% umræðuhópa þar sem kynin eru aðskilin,
52% fyrirlestra og 62% myndbönd. í báðum
heimsóknum vildu um helmingi fleiri stúlkur en
strákar aðskilda umræðuhópa (p<0,001).
Þegar spurt var hvaðan unglingar teldu sig
hafa fengið mesta fræðslu merktu langflestir við
skóla. Þar á eftir komu vinir og kunningjar og því
næst fjölmiðlar og vefurinn. Mjög lítill hluti merkti
við foreldra (mynd 1).
Kynhegðun
Árið 2005-2006 fannst 67% eðlilegt að 14-16 ára
LÆKNAblaðið 2008/94 455