Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 47
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR KRABBAMEINSFÉLAGIÐ Sigríður Snæbjörnsdóttir nýr formaður Krabbameinsfélags íslands. Heiður að taka við formennskunni Hávar Sigurjónsson Sigríður Snæbjörnsdóttir er nýskipaður formaður Krabbameinsfélags íslands. Hún kveðst þessa dagana vera að setja sig inn í málefni félagsins, kynna sér gögn og sögu þess og ræða við starfsfólk og stjórnendur. „Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Krabbameinsfélaginu og því starfi sem unnið er á vegum þess og það var mér mikill heiður að leitað var til mín um að taka við formennsku í félaginu af Sigurði Björnssyni," segir Sigríður sem gegnir starfi forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðumesja. „Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur gert meira fyrir heilsufar íslenskra kvenna með skipu- lagðri brjósta- og leghálskrabbameinsleit en hægt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Nú er nýhafið átak til að beina sjónum að krabbamein- um sem herja sérstaklega á karla og mér skilst að viðbrögð séu þegar orðin talsverð. Framundan er stórátak í skimun fyrir ristilkrabbameini í sam- starfi margra aðila. Mér þykir einnig mikilsvert að sett hefur verið á laggirnar ráðgjafarstöð þar sem fólk getur leitað sér upplýsinga og ráðgjaf- ar um hvaðeina sem lýtur að veikindum vegna krabbameins." Sigríður telur að starfsemi félagsins á und- anfömum árum og áratugum sanni að það hafi fetað brautina til góðs og unnið þarft verk í sam- félaginu. „Það er alveg óumdeilt. Félagið nýtur mikillar velvildar og stuðningur almennings hefur verið ótvíræður þegar leitað hefur verið eftir honum í sérstökum söfnunarátökum vegna ein- stakra verkefna." Hún nefnir Krabbameinsskrána sem ómet- anlega heimild um heilsufar þjóðarinnar og frábært tæki til rannsókna og vísindaverkefna. „Krabbameinsskráin er í þeim skilningi eins konar flaggskip félagsins. Á vegum Krabbameinsfélags- ins starfar mjög hæft fólk, sem kann vel til verka og fylgist vel með." Sigríður nefnir að lokum hversu mikilvægu hlutverki Krabbameinsfélagið gegni í fræðslu og forvörnum gegn krabbameini þar sem með- ferð og lækningar hafi gerbreyst og batalíkur séu verulegar í fjölmörgum tilfellum. „Það sem skiptir mestu máli í því sambandi er að almenningur sé vel upplýstur um mikilvægi þess að krabbamein- in séu fundin og meðhöndluð sem allra fyrst og að því hlýtur starfsemi Krabbameinsfélagsins að miða á hverjum tíma. Árangurinn fram að þessu er ótvíræður." LÆKNAblaðið 2008/94 483
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.