Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 14
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR fjögur ákveðin lykileinkenni sem eru hjálpleg til að meta þörf fyrir hraðgreiningarpróf eða ræktun þegar hálssærindi eru til staðar, svokölluð Centor criteria. Þau eru hiti meiri en 38,5°, eitlabólgur á hálsi, skán á hálskirtlum og ekki kvef eða hósti. Ef tvö til fjögur af þessum einkennum eru til staðar eru talsverðar líkur á að þetta sé streptókokkaháls- bólga og því ástæða til að gera hraðgreiningarpróf. Mikilvægt er að gera ekki hraðgreiningarpróf nema ástæða sé til og minnka þannig líkur á með- höndlun á S. pyogenes berum. Þessi fjögur einkenni eiga við einstaklinga 15 ára og eldri en hægt að hafa til hliðsjónar við mat á frekari rannsóknum hjá yngri krökkum. Sjaldan er ástæða til að meðhöndla S. pyogenes- bera með sýklalyfjum. Berar smita síður aðra, það er 9% á móti 25% þeirra sem hafa raunverulega sýkingu (16). Einnig er mun erfiðara að uppræta beraástandið (17). Gjöf sýklalyfja raskar jafnvægi eðlilegu bakteríuflórunnar og hefur meðferð með viridans streptókokkum til dæmis bætt árangur meðferðar á endurteknum streptókokkahálsbólg- um (18). Enn er þó ekki ljóst hversu mikil áhrif eðlilega örveruflóran hefur varðandi árangur meðferðar (19). Tilteknir viridans streptókokkar geta myndað sýkladrepandi efni sem auðvelda þeim baráttuna við aðrar bakteríur í hálsinum og geta hugsanlega nýst í meðhöndlun á endurtekn- um hálsbólgum í framtíðinni (20). Niðurstöður úr sýklalyfjaónæmi S. pyogenes fyrir penicillín, erýtrómýcín og tetracýklín eru í samræmi við skýrslu Landspítala um sýklalyfja- ónæmi 2004. S. pyogenes eru alltaf næmir fyrir penicillíni og cefalóspóríni. Ónæmi fyrir makról- íðum hefur verið vaxandi, sérstaklega í Evrópu, allt upp í 26% (21). En niðurstöður okkar sýndu 17% sýklalyfjaónæmi fyrir erýtrómýcíni. Vaxandi ónæmi baktería fyrir makrólíðum er sérstakt áhyggjuefni. Fyrir þá sem eru með peni- cillínofnæmi eru makrólíðar mikilvæg lyf. Með þessa þróun ónæmis í huga ættu læknar að nota makrólíða eingöngu þegar skýr ábending er fyrir þeim lyfjum. Með aðhaldssamri notkun makról- íða er von til þess að stöðva megi frekari þróun ónæmis. Fyrsta lyf við meðhöndlun streptókokka- hálsbólgu ef ofnæmi fyrir penicillíni er til staðar er fyrstu kynslóðar cefalósporín (Keflex), þó ekki ef viðkomandi hefur áður fengið alvarleg ofnæmiseinkenni. Annað lyf er klindamýcín og erýtrómýcín er þriðja lyfið (3). Ákveðið var að nýta hálsstrok barnanna til að skoða hvort einhver MÓSA fyndist þar. Ef sérstak- lega hefði verið leitað að MÓSA hefði þurft að taka nefstrok sem ekki var gert. Hins vegar er MÓSA mjög oft í hálsi en finnst þá gjarnan einnig í nefi og/eða nárum (22). Líklegt er að útbreiðsla MÓSA á íslandi sé lítil og styður þessi rannsókn það. Niðurstöður þessarar rannsókna sýna að tæplega fjórðungur barnanna á bera S. pyogenes í hálsi. Þessa háu beratíðni verða læknar að hafa í huga við greiningu streptókokkahálsbólgu. Rétt er að gera streptókokkarannsóknir aðeins ef einkenni benda til streptókokkahálsbólgu og lágmarka þannig líkur að verið sé að meðhöndla streptókokkabera. Þakkir Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Félags íslenskra heimilislækna. Höfundar þakka skóla- hjúkrunarfræðingum Hofstaðaskóla, Flataskóla og Garðaskóla fyrir veitta aðstoð við framkvæmd rannsóknarinnar og lífeindafræðingum sýkla- fræðideildar Landspítala fyrir úrvinnslu sýnanna. Heimildir 1. Bisno AL. Acute pharyngitis: etiology and diagnosis. Pediatrics 1996; 97: 949. 2. Wannamaker LW. Perplexity and precision in the diagnosis of streptococcal pharyngitis. Am J Dis Child 1972; 124: 352. 3. Landlæknisembættið. Klínískar leiðbeiningar um hálsbólgu, 2004. 4. Bisno AL, Gerber MA, Gwaltney JM, Kaplan EL, Schwartz RH. Practice guidelines for the diagnosis and management of group A streptococcal pharyngitis. CID 2002; 35:113-25. 5. Ozturk CE, Yavuz T, Kaya D, Yucel M. The rate of asymptomatic throat carriage of group A streptococcus in school children and associated ASO titers in Duzce, Turkey. Jpn J Infect Dis 2004; 57: 271-2. 6. Gunnarsson RK, Holm SE, Söderström M. The prevalence of beta-haemolytic streptococci in throat specimens from healthy children and adults. Scand J Prim Health Care 1997; 15:149-55. 7. Strömberg A, Schwan A, Cars O. Throat carrier rates of beta- hemolytic streptococci among healthy adults and children. Scand J Infect Dis 1988; 20:411-7. 8. Hoffmann S. The throat carrier rate of group A and other beta hemolytic streptococci among patients in general practice. Acta Path Microbiol Immunol Scand 1985; 93: 347-51. 9. Begovac J, Bobinac E, Benic B, et al. Asymptomatic pharyngeal carriage of beta-haemolytic streptococci and streptococcal pharyngitis among patients at an urban hospital in Croatia. Eur J Epidemiol 1993; 9: 405-10. 10. Bisno AL. Group A streptococcal infections and acute rheumatic fever. N Engl J Med 1991; 325:783-93. 11. Performance Standards for Antimicrobial Disk Susceptibility Tests; Approved Standard. Clinical and Laboratory Standards Institute document M2-A9 ninth ed: Clinical and Laboratory Standards Institute, 940 West Valley Road, Suite 1400, Wayne, Pennsylvania 19087-1898 USA; 2006. 12. Pichichero ME, Marsocci SM, Murphy ML, Hoeger W, Green JL, Sorrento A. Incidence of streptococcal carriers in private pediatric practice. Arch Pediatr Adolesc Med 1999; 153: 624- 8. 13. Gerber MA. Comparison of throat cultures and rapid strep test for diagnosis of streptococcal pharyngitis. Pediatr Infect Dis J 1989; 8: 820-4. 14. Landlæknir. Skráningarskyldir sjúkdómar eftir mánuðum, 1997-2006. 15. Cornfeld D, Hubbard JP, Harris TN, Weaver R. Epidemiologic studies of streptococcal infection in school children. Amer J Publ Health 1961; 51: 242-9. 16. James WE, Badger GF, Dingle JH. A study of illnesses in a group of Cleveland families, XIX; the epidemiology of the acquisition of group A streptococci and of associated illness. N Engl J Med 1960; 262: 687-94. 17. Kaplan EL, Gastanaduy AS, Huwe BB. The role of the carrier in treatment failures after antibiotic for group A streptococci in the upper respiratory tract. J Lab Clin Med. 1981; 98: 326- 35. 450 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.