Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 41
Ú R UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Framhalds-Saga Sigurður Einar Sigurðsson ses@fsa.is Höfundur er svæfinga- og gjörgæslulæknir starfandi við FSA. Hann er varaformaður LÍ. Stjórn Ll Birna Jónsdóttir, formaður Sigurður E. Sigurðsson, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Elínborg Bárðardóttir Kristján G. Guðmundsson Ragnar Freyr Ingvarsson Sigurður Böðvarsson Þórarinn Guðnason í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. í síðasta tölublaði Læknablaðsins var allmikil umfjöllun um rafræn sjúkraskrárkerfi þar sem undirritaður meðal artnarra lagði nokkur orð í belg. Eftir að hafa lesið viðtölin sem birtust þar og umfjöllun annarra fréttamiðla finnst mér sem menn hafi farið vel geyst í yfirlýsingum sínum um hvernig ástandið er og að sumu leyti finnst mér verið að hengja bakara fyrir smið. Ég vil, til að fyrirbyggja misskilning, taka fram að ég er svo sem enginn einlægur aðdáandi Sögukerfisins og geri mér fullvel grein fyrir þeim ágöllum sem lagfæra þarf og breyta, ef ekki skipta um kerfi þegar fram í sækir. Hins vegar er sumt sem menn virðast telja að sé ágalli á Sögunni sem ekkert kemur í sjálfu sér kerfinu við. Dæmi um þetta er samtenging milli stofn- ana, svo sem heilsugæslu og sjúkrahúsa. Það er tæknilega ekkert flókið að tengja saman Sögukerfi á mismimandi stöðum en hins vegar hefur núver- andi lagaumhverfi ekki boðið upp á að leyfa þetta með þeim hætti sem flestir myndu kjósa. Vonandi verður þessi þröskuldur að mestu úr sögunni með nýjum lögum um rafrænar sjúkraskrár en þangað til verða menn sennilega að búa við ákveðnar hömlur hvað þetta varðar. Það er þó svo í dag að innan sömu stofnunar er stór hluti upplýsinga eins og sjúkrasaga, aðgerðarlýsingar og fleira frá öllum deildum kominn á einn stað sem ég held að menn hljóti að sjá að sé breyting til batnaðar frá tímum pappírsblaða sem dreifð voru um allt ef þau fundust á annað borð. Tengingar annarra rafrænna kerfa, svo sem rannsóknarkerfa, myndgreiningarkerfa og fleiri slíkra, við Söguna hafa verið mikill höfuðverkur þar sem bæði eru rafrænu kerfin í notkun fjölmörg og hver skrifuð með sínu lagi ef svo má segja þannig að samræming var alltaf fyrirsjáanlega erfið. Unnið er að því að finna á þessu viðunandi lausn þannig að aðgengi verði tiltölulega einfalt og fljótlegt fyrir hvem sjúkling og þrátt fyrir allt hefur margt áunnist þar. A mínum vinnustað, Sjúkrahúsinu á Akureyri, hef ég til dæmis aðgang bæði að rannsóknar- og myndgreiningarkerfinu í gegnum Söguna og hef þannig orðið að miklu leyti ágætis yfirsýn yfir helstu atriði sjúkraskrár hvers sjúklings um leið og ég slæ inn kennitölu hans í Sögunni og verð að segja að í samanburði við hvernig aðgengi var að upplýsingum áður þá skilur að himinn og haf. Aðgangsstýringar hafa líka verið mikið gagn- rýndar. Eflaust má finna þar ýmislegt sem betur mætti fara en það verður kannski líka að horfa til þess hversu öflugt tæki rafræn skráning er og kannski að sumu leyti skiljanlegt að menn hafi viljað fara sér hægt, að minnsta kosti til að byrja með. En mín skoðun er sú að í framtíðinni munum við læknar hafa óheftan aðgang að þeim gögnum sem við þurfum á að halda fyrir hvern sjúkling sem við höfum til meðhöndlunar og verða á því fáar eða engar undantekningar. Þetta hefur hins vegar í raun ekkert með sjálfa Söguna að gera því hvaða rafræna sjúkraskrárkerfi sem væri hefði þurft að lúta þessum höftum. Þetta er ákvörðun sem tekin er á hverri stofnun fyrir sig í dag en verður vonandi meira samhæft þegar frá líður. í stuttu máli höfum við þó þrátt fyrir allt þokast áfram og ég trúi varla að nokkur vilji snúa aftur til fortíðar með rykföllnum pappírsskrám hér og þar og allsstaðar. Það er sjálfsagt að gagnrýna og krefj- ast úrbóta en reynslan sýnir að það gengur oftast best ef reynt er að gera á uppbyggilegan hátt frem- ur en með alhæfingum og gífuryrðum. Við eigum eftir að sjá hraða þróun og miklar breytingar á starfsumhverfi okkar á næstu árum og áratugum, ekki síst í þeim hluta sem snýr að upplýsinga- tækni, og ef satt skal segja höfum við ágætis for- sendur til að standa þar í fremstu röð og við erum ekki langt á eftir öðrum í þessum málum eins og menn vilja vera láta. Það besta sem við gerum er að halda þessari umræðu gangandi á faglegum grunni, marka okkur stefnu sem samtök, frekar en að hrópa hver í sínu horni og gera okkur einnig grein fyrir að breytingar geta einnig krafist þess að við þurfum að aðlaga okkur að nýrri tækni og verklagi. Ef ekki, stöðnum við. Hins vegar getum við ef haldið er rétt á spil- unum orðið fremstir þjóða í að þróa heildræna rafræna sjúkraskrá fyrir alla og þar með betri heil- brigðisþjónustu. Látum það vera vegvísi okkar. LÆKNAblaðið 2008/94 477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.