Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 60
UMRÆÐUR 0 G MARAÞONHLA F R É T T I U P R Nýtt læknamet í maraþoni Fjölmargir úr hópi lækna stunda hlaup og aðra lík- amsrækt sér til heilsubótar. Afreksmenn í íþróttum úr hópi lækna eru einnig margir þó ekki fari alltaf hátt. Högni Óskarsson geðlæknir setti íslandsmet í maraþonhlaupi í New York árið 1977, hljóp á 2 klukkustundum, 49 mínútum og 14 sekúndum. íslandsmetið var bætt jafnt og þétt á næstu árum þar til Sigurður P. Sigmundsson hljóp á 2.19:46 í Berlín 1985. Það met stendur enn. En þrátt fyrir að læknar hafi verið á miklum spretti undanfarin ár hefur engum þeirra tekist að bæta tíma Högna fyrr en í Parísarmaraþoninu þann 6. apríl að Magnús Gottfreðsson hljóp á 2.48:16. Reyndar verður að taka fram að Jóhann Heiðar Jóhannsson á tíma upp á 2.41:24 í mara- þoni sem háð var í Hafnarfirði 1982 en hlaupið fékkst ekki viðurkennt þar sem brautin var ekki mæld samkvæmt kúnstarinnar reglum og tíminn því ekki skráður í opinberar bækur. Læknablaðið fékk þá Högna og Magnús til að mæta til myndatöku og rifja upp þessi sögulegu hlaup. „Ég byrjaði að hlaupa maraþon þegar ég kom til Bandaríkjanna í framhaldsnám," segir Högni. „Ég gerði tilraun ári síðar til að bæta þenn- an tíma í New York en ætlaði mér um of og fór of hratt af stað og galt fyrir það á lokasprettinum. Maraþonhlaup kallar á mikið skipulag og útsjón- arsemi." Undir þetta tekur Magnús og segir maraþon ekki síður andlega íþrótt en líkamlega. „Það skipt- ir miklu máli hvemig maður er stemmdur. Það er gríðarlega mikilvægt að vera jákvæður og hugsa gott til hlaupsins." Högni segist ekki hafa hlaupið heilt maraþon í talsvert langan tíma en hleypur alltaf sér til heilsubótar. „Ég hleyp að jafnaði í kringum 40 kílómetra á viku. Um síðustu helgi gekk ég á Hvannadalshnjúk ásamt fleira fólki og hafði mikla ánægju af." Aðspurðir um hvað sé framundan í hlaup- unum segist Magnús vera búinn að skrá sig í New York maraþonið í haust. „Ég stefni nú ekki að því að bæta tímann frá því í París en mig hefur lengi langað til að hlaupa í New York. Það er víst mikil upplifun." Högni tekur heilshugar undir það, New York maraþonið sé einstakt í sinni röð, en hann segist ekki hafa ákveðið markmið í hlaupunum lengur. „Ég er ekki jafn ástríðufullur hlaupari nú og áður. Mig hefur reyndar lengi langað til að taka þátt í Laugavegshlaupinu, frá Landmannalaugum í Þórsmörk, en það verður ekki í ár, mér skilst að það sé uppselt." „Þú verður að hlaupa Laugaveginn," segir Magnús. „Það er alveg ótrúlega skemmtilegt hlaup." Niðurstaðan er einföld. Það er gaman að hlaupa. Högni Óskarsson og Magnús Gottfreðsson. Hávar Sig- urjónsson 496 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.