Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 57
UMRÆÐUR O G F R É T T I R F í H Námskeið um kennslu í heimilislækningum sem haldið var að Flúðum var vel sótt. sérstakan svip á námskeiðið að það er alltaf á ensku og því eru þátttakendur misjafnlega í stakk búnir til að taka þátt. En þetta er ögrun sem allir takast á við og það hefur gengið mjög vel hingað til." Egle Zebiene sem er núverandi forseti EURACT segir að námskeiðið hafi í rairn margfeldisáhrif þar sem þeir sem setið hafa námskeiðið hafa síðan farið á milli læknadeilda í sínu heimalandi og kennt öðrum læknum. Þannig megi segja að námskeiðið hafi nú náð til um 1200 lækna víðs- vegar um Evrópu þó EURACT hafi ekki staðið að nema fimm þeirra. „Þetta er til marks um hversu vel heppnað námskeiðið er og hversu margar læknadeildir hafa nýtt sér þetta námsefni með góðum árangri." Igor Svab er forseti Evrópudeildar WONCA og hefur kennt á Leonardonámskeiðinu frá upp- hafi. Hann lýsir því að Evrópudeild WONCA sé öflugasta deild alheimssamtakanna og innan hennar séu um 40 Evrópulönd. „Stærsta verkefni okkar var ráðstefna í París í fyrra þar sem voru 4500 þátttakendur og í haust verður haldin svipuð ráðstefna í Istanbul í Tyrklandi. Við höldum uppi öflugu fræðslustarfi og eigum samstarf við önnur alþjóðleg samtök lækna um fjölmörg málefni sem snerta störf þeirra." Athanasios Simeonidis gegndi til skamms tíma starfi gjaldkera EURACT og hann segir að Leonardonámskeiðið sé tvímælalaust besta fjár- festing sem félagið hafi ráðist í. „Það er ekki hægt að hugsa sér betri aðferð til að verja fjármunum samtakanna og það skilar sér margfalt þegar litið er til þess hversu margir njóta góðs af námskeið- inu." Yonah Yaphe segir hugmyndafræðin að baki námskeiðinu vera einfalda. „Ef við viljum njóta góðrar læknisþjónustu þurfum við hafa vel þjálf- aða lækna og til þess þarf að þjálfa leiðbeinendur sem geta leiðbeint áhugasömum unglæknum inn á braut sérfræðiþekkingar í heimilislækningum. Þetta námskeið er sérstaklega spennandi því þar er öllu því besta sem komið hefur fram í alþjóð- legri læknisfræði stefnt saman og þetta hefur líka þau áhrif að færa aðferðir og staðla nær hvert öðru því sannarlega eru þau ólík frá einu landinu til annars." Að sögn Ölmu Eirar Svavarsdóttur sem er kennslustjóri í heimilislækningum og formaður sérfræðimenntunar hjá EURACT var mikilvægt að fá Leonardonámskeiðið hingað til íslands. „Sem kennslustjóri ber ég ábyrgð á því að leiðbeinendur í sérnámi í heimilislækningum hafi kunnáttu og þekkingu á hinum ýmsu kennsluaðferðum við kennslu sérnámslækna. Ég heyrði af námskeiðinu fyrir tveimur árum og sat það ásamt Elínborgu Bárðardóttur formanni Félags íslenskra heim- ilislækna og við sannfærðumst um að það væri mikilsvert að fá það hingað." LÆKNAblaðið 2008/94 493
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.