Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 57

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 57
UMRÆÐUR O G F R É T T I R F í H Námskeið um kennslu í heimilislækningum sem haldið var að Flúðum var vel sótt. sérstakan svip á námskeiðið að það er alltaf á ensku og því eru þátttakendur misjafnlega í stakk búnir til að taka þátt. En þetta er ögrun sem allir takast á við og það hefur gengið mjög vel hingað til." Egle Zebiene sem er núverandi forseti EURACT segir að námskeiðið hafi í rairn margfeldisáhrif þar sem þeir sem setið hafa námskeiðið hafa síðan farið á milli læknadeilda í sínu heimalandi og kennt öðrum læknum. Þannig megi segja að námskeiðið hafi nú náð til um 1200 lækna víðs- vegar um Evrópu þó EURACT hafi ekki staðið að nema fimm þeirra. „Þetta er til marks um hversu vel heppnað námskeiðið er og hversu margar læknadeildir hafa nýtt sér þetta námsefni með góðum árangri." Igor Svab er forseti Evrópudeildar WONCA og hefur kennt á Leonardonámskeiðinu frá upp- hafi. Hann lýsir því að Evrópudeild WONCA sé öflugasta deild alheimssamtakanna og innan hennar séu um 40 Evrópulönd. „Stærsta verkefni okkar var ráðstefna í París í fyrra þar sem voru 4500 þátttakendur og í haust verður haldin svipuð ráðstefna í Istanbul í Tyrklandi. Við höldum uppi öflugu fræðslustarfi og eigum samstarf við önnur alþjóðleg samtök lækna um fjölmörg málefni sem snerta störf þeirra." Athanasios Simeonidis gegndi til skamms tíma starfi gjaldkera EURACT og hann segir að Leonardonámskeiðið sé tvímælalaust besta fjár- festing sem félagið hafi ráðist í. „Það er ekki hægt að hugsa sér betri aðferð til að verja fjármunum samtakanna og það skilar sér margfalt þegar litið er til þess hversu margir njóta góðs af námskeið- inu." Yonah Yaphe segir hugmyndafræðin að baki námskeiðinu vera einfalda. „Ef við viljum njóta góðrar læknisþjónustu þurfum við hafa vel þjálf- aða lækna og til þess þarf að þjálfa leiðbeinendur sem geta leiðbeint áhugasömum unglæknum inn á braut sérfræðiþekkingar í heimilislækningum. Þetta námskeið er sérstaklega spennandi því þar er öllu því besta sem komið hefur fram í alþjóð- legri læknisfræði stefnt saman og þetta hefur líka þau áhrif að færa aðferðir og staðla nær hvert öðru því sannarlega eru þau ólík frá einu landinu til annars." Að sögn Ölmu Eirar Svavarsdóttur sem er kennslustjóri í heimilislækningum og formaður sérfræðimenntunar hjá EURACT var mikilvægt að fá Leonardonámskeiðið hingað til íslands. „Sem kennslustjóri ber ég ábyrgð á því að leiðbeinendur í sérnámi í heimilislækningum hafi kunnáttu og þekkingu á hinum ýmsu kennsluaðferðum við kennslu sérnámslækna. Ég heyrði af námskeiðinu fyrir tveimur árum og sat það ásamt Elínborgu Bárðardóttur formanni Félags íslenskra heim- ilislækna og við sannfærðumst um að það væri mikilsvert að fá það hingað." LÆKNAblaðið 2008/94 493

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.