Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 9
Haraldur Briem hbriem@landlaeknir.is Höfundur er sóttvarnalæknir hjá landlæknisembættinu. The Spanish flu in lceland in 1918. Lessons learned Haraldur Briem, M.D., PhD. Chief Epidemiologist, Director Centre for Health Security and Infectious Disease Control Directorate of Health Austurstrond 5,170 Seltjarnarnes lceland RITSTJÓRNARGREINAR Lærdómar dregnir af spænsku veikinni 1918 í þessu tölublaði Læknablaðsins eru birtar tvær greinar um spænsku veikina 1918. Byggjast þær á góðri úttekt á samtímaheimildum. Margar af þessum heimildum hafa íslensk yfirvöld haft til hhðsjónar við gerð við- bragðsáætlunar gegn heimsfaraldi inflúensu (1). Heimsfaraldrar inflúensu eru misskæðir en hafa ávallt alvarlegri afleiðingar í för með sér en árlegir inflúensufaraldrar vegna þess að ónæmi er ekki til staðar hjá mönnum þegar nýr inflúensustofn berst um heiminn. Um 40 ár eru liðin frá síðasta heimsfaraldri og má því ætla að sá næsti sé yfirvofandi. Líklegt er að spænska veikin hafi verið með skæðustu farsóttum sem hafa gengið. Hiín stafaði af inflúensu HlNl sem virðist hafa borist frá fuglum til manna. í greinunum er lýst heimildmn um einkenni veik- innar og hárri dánartíðni sem ekki eru að fullu skýrð. Það er athyglisvert að einkennin í spænsku veikinni eru hliðstæð þeim einkennum sem sjást hjá mönnum sem sýkjast af fuglainflúensu H5N1 sem geisar í fugl- um um þessar mundir víða um heim. Einkenni geta stafað af beinum áhrifum veirusýkingarinnar á fjöl- mörg líffæri (2). Þótt fylgikvillar af völdum baktería hafi haft einhver áhrif á háa dánartíðni sjúkdómsins eru bein áhrif veirusýkingarinnar þýðingarmest. Eins og bent er á fór hraustasta fólkið verst út úr veikinni. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar áhættan er metin og viðbrögð ákveðin. Höfundar gera viðbrögð heilbrigðisyfirvalda 1918 að umfjöllunarefni. Augljóst er að landlæknir vissi ekki um hið skæða eðli annarrar bylgju þessa heims- faraldurs fyrr en farþegar komu með skipum til landsins seinni hluta októbermánaðar þessa árs. Fyrsta bylgjan, sem hófst í mars 1918, var tiltölulega væg. Önnur bylgjan skall á í ágúst sama ár eins og hendi væri veifað, nánast samtímis í Evrópu, Norður-Ameríku og Afríku með tíföldun á dánartíðni sjúkdómsins (3). Landlæknir benti réttilega á að það hafi verið um seinan að koma í veg fyrir að farsóttin breiddist út um landið eftir komu sýktu farþeganna í október 1918. Það er þó einkennilegt að hann virðist líkt og í afneitun skella skollaeyrum við þeim upp- lýsingum sem farþegamir færðu landsmönnum um þessa skæðu sótt eins og lesa má í greinaflokki land- læknis í Morgunblaðinu frá þessum tíma. Landlækmr leit svo á að þessi inflúensa væri ekki frábrugðin öðrum inflúensufaröldrum sem gengu reglulega yfir landið. Ekki var gripið til neinna sérstakra ráðstafana, svo sem samkomubanns eða lokun skóla, í upphafi farsóttarinnar og er hugsanlegt að það hafi verið litið svo á að best væri að inflúensan gengi sem hraðast yfir. Afleiðingamar urðu skelfilegar fyrir suðvest- urhornið og sérstaklega Reykjavík. Önnur hlið þessa máls er að það tókst með vegar- tálmum og sóttvamaráðstöfunum í höfnum að koma í veg fyrir að farsóttin bærist norður og austur á land. Er hugsanlegt að hraður gangur spænsku veikinnar á Suðvesturlandi, sem ekki tók nema átta vikur að ganga yfir, hafi átt sinn þátt í að þessar sóttvarnaráð- stafanir heppnuðust? Örlög spænsku veikinnar urðu eins og annarra heimsfaraldra að missa afl og breytast í árstíðabundna inflúensu þar til næsti heimsfaraldur reið yfir tæpum 40 árum síðar. í þeirri viðbragðsáætlun gegn heimsfaraldri inflú- ensu sem fyrir liggur er gert ráð fyrir þeim möguleika að landið allt eða hlutar þess verði sett í sóttkví. Augljóslega eru aðstæður allt aðrar nú á dögum en 1918, ferðalög greiðari og skjótari svo erfiðara verður um vik að beita slíkum sóttvamaráðstöfunum. Það er þó nauðsynlegt að til séu áætlanir um slíkar ráðstaf- anir ef aðstæður verða með þeim hætti að þeim mætti beita með árangri. Alþjóðasamfélagið (WHO) hefur innleitt alþjóða- heilbrigðisreglugerð sem tók gildi árið 2007 (4). Þar eru ítarleg ákvæði um að upplýsingar berist greiðlega um allar heilsufarsógnir sem snerta þjóðir heims og viðbrögð við sllkri vá. Vonandi þarf ísland ekki að standa í sömu spomm með skort á upplýsingum sem það gerði haustið 1918. Það er við hæfi á þessum tímum að benda á að í viðbragðsáætlun um skæðan heimsfaraldur inflúensu er gert ráð fyrir því að hann muni hafa alvarleg áhrif á fjármál og efnahag heimsins. Nú stöndum við ekki frammi fyrir heimsfaraldri inflúensu heldur alheimsfjármálakreppu. Á íslandi var unnin skýrsla um efnahagsleg áhrif og hagvamarráðstafanir vegna heimsfaraldurs inflúensu hér á landi árið 2006 (5). Var sú vinna nýtt til að bregðast við efnahagslegu hörm- ungunum sem steðja að landinu um þessar mundir? Heimildir 1. Viðbragðsáætlun Almannavama. Heimsfaraldur inflúensu, landáætlun. Sóttvarnalæknir, ríkislögreglustjórinn. www. influensa.is 2. The Writing Committee of the World Health Organization (WHO). Consultation on Human Influenza A/H5Avian Influenza A (H5N1) Infection in Humans. N Engl J Med 2005; 353; 1374-85. 3. Potter CW. Chronicle of Influenza Pandemics. In; Nicholson KG, Webster RG & Hay AJ (ed). Textbook on Influenza, pp.3- 18, Blackwell Science, London 1998. 4. Intemational Health Regulations (2005); www.who.int/csr/ ihr/WHA58-en.pdf 5. Mat á efnahagslegum áhrifum og hagvamarráðstafanir vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu, september 2006. www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla_ starfshops_ny_utgafa.pdf LÆKNAblaðið 2008/94 721
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.