Læknablaðið - 15.11.2008, Page 12
0
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Mynd 1. Staðsetning
bóndabýla og dreifing
á tegundum rykmaura.
Engir maurar fundust á 31
býli, Dermatophagoides
pteronyssinus/flmjsf
á átta býlum og
Dermatophagoides
farinae á tveimur býlum.
sést á mynd 1. Fjarlægðin frá bóndabæ að sjó
var lesin af landakorti af Vestur- og Suðurlandi í
hlutföllunum 1:250.000. Meðalhitastig utandyra á
söfnunartímanum var 2,8° C og rakastig var 84%.
Safnað var 80 ryksýnum frá 42 bændabýlum. Þau
voru valin úr hópi bændabýla þar sem bændur
höfðu tekið þátt í rannsókn á heilsufari bænda
með því að svara ítarlegum spurningalista um
heilsufar og búskaparhætti. í rannsóknina völdust
þeir sem voru með búskap stærri en 100 ærgildi eða
samsvarandi mjólkurframleiðslu. Bændasamtökin
skilgreina slíka stærð af búi sem fullt starf.
Búfénaður var á rannsóknartímanum fóðraður
með heyi úr rúllum sem voru innpakkaðar í plast.
Húðpróf með pikk-aðferð fyrir Dermatophagoides
farinae (D.farinae), D. pteronyssinus og Lepidoglypltus
destructor (L. destructor) voru gerð á bændunum.
Notaðar voru ofnæmislausnir frá ALK-Abelló í
Danmörku. Húðpróf var talið jákvætt ef svörunin
var 3 mm eða meira.
Tafla I. Niðurstöður sýna af húsaryki. Samanburður er gerður við fyrri rannsókn frá
Reykjavík þar sem eingöngu voru rannsökuð svefnherbergi (skáietrað).
Uppruni sýna Dreifbýli Bóndabæir á Suöur- og Vesturlandi 2005 Þéttbýli Reykjavík 2001-26
Staðsetning maura Svefnherbergi Stofa Svefnherbergi
Fjöldi sýna 39 41 194
Jákvaeð sýni (%) 17 (43,6) 21(51,2) 13 (6,7)
Gramm ryk/ m2 0,71 0,71 0,86
Maurar/gramm ryk 20,6 27,7 1,1
Maurar/ m2 13,8 11,3 1,3
Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd
og Persónuvernd.
Söfiiun og meðhöndlun ryksýna
Ryksýnum var safnað úr rúmdýnum og af
stofugólfum á sveitabæjum og með því að
ryksuga í tvær mínútur flöt í ramma sem var 1
m2 með Electrolux Mondo ryksugu með ALK-
Abelló síubúnaði. Sýnin voru síðan geymd við
-20° C. Ryksýnunum var safnað og úr þeim unnið
með sömu aðferðum og gert var í Reykjavík og
áður hefur verið lýst (6). (0,1 g af ryki var leyst
í mjólkursýru, litað með Lignin Pink, skoðað
með 30x stækkun og greint til tegundar með
lOOx stækkun eða meira með „fasa andstæðu"
(phase contrast)). Kennsl voru borin á maura
með aðferðum Hudges frá 1976 (10). Sami aðili
rannsakaði ryksýnin og í könnuninni í Reykjavík.
Niðurstöður
Alls fundust 174 maurar sem tilheyrðu 17 teg-
undum (taxons) við rannsókn á 80 ryksýnum frá
42 bóndabýlum eins og sjá má í töflu I. Einnig
eru sýndar niðurstöður úr svipaðri rannsókn
í Reykjavík 2000-2001 (6). Hvert sýni vó 0,1 g.
Yfirleitt fundust maurarnir ekki í eðlilegu ástandi
né úrgangur frá þeim eins og búast hefði mátt við
ef um heilbrigða og frjósama maura hefði verið að
ræða með fast aðsetur á sýnatökustaðnum.
Algengustu tegundirnar eru sýndar í töflu
II. Meginniðurstöður rannsókna á maurum í
724 LÆKNAblaðið 2007/93