Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2008, Side 21

Læknablaðið - 15.11.2008, Side 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR var líka á aðstöðu þátttakenda eftir aldri, heilsufari og búsetu. Fólk undir fimmtugu og íbúar á Stór-Reykjavíkursvæðinu voru mun virkari tölvunotendur en hinir, með öryrkja og eldri borgara þeim langt að baki. Því er ljóst að ráðstafanir sem spoma við vaxandi mismunun vegna tölvuaðstöðu þessara hópa em nauðsynlegar við innleiðingu rafrænnar þjónustu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að notendur rafrænnar heilbrigðisþjónustu eru ánægðari, áhrifameiri ogbetur upplýstir en aðrir (10,18). Þrátt fyrir að niðurstöður sem hér eru kynntar byggist eingöngu á væntingum þátttakenda eru óskir um aðgang sambærilegar erlendum rannsóknum (8, 9). Þó kemur á óvart að hærra hlutfall íslendinga (11,5%) en Breta (5%) hafði beðið um aðgang að eigin sjúkraskrá (8). Rafrænum heilsufarskerfum er gjarnan líkt við heimabanka með aðgangslykil að einkasvæði sem nú telst sjálfsögð þjónusta, en fátíð og óregluleg notkun heilsufarskerfis gæti hamlað færni almennings. Heilsufarskerfin hafa reynst langveikum gagnleg og aukið virkni þeirra í eigin meðferð og rafrænum samskiptum vegna þjónustu (18). Mikilvægt er að slík kerfi tengist almennri eftirfylgni heilsufars og forvörnum til að efla vitund almennings um heilsuvernd og heilnæma lífshætti. Þannig mætti líka auka skilning á gildi slíkra upplýsinga þegar á reynir (3). Nokkurs ósamræmis gætti í svörum þátttak- enda sem að hluta gæti tengst ónógri þekkingu á viðfangsefninu og ólíkum reynsluheimi hóp- anna. Þrátt fyrir að 80-90% teldu sig eiga að hafa aðgang að heilbrigðisupplýsingum og upplýs- ingum hjá TR, hafði aðeins um helmingur skilning á aðgangsréttindum, vildu aðgang á netinu og eiga þar samskipti við TR. Tæp 60% treystu TR til að tryggja öryggi upplýsinganna og vildu nýta einkaaðgang hjá TR á netinu en 65-70% vildu nýta aðgangslykil. Niðurstöðurnar benda til að almenningur muni nýta einkaaðgang hjá TR. Stofnunin leggur nú áherslu á einkaaðgang í rafrænni þjónustuveitu til að auka jafnræði í aðgengi þjónustu, óháð hreyfihömlun, búsetu og starfsgetu. Nú þegar er boðið upp á rafræna þjónustu með sjálfvirkri afgreiðslu afsláttarkorta og Evrópskra sjúkratryggingakorta (20) og rafræn þjónustugátt, Tryggur, með einkaaðgangi notenda að þjónustu og upplýsingum verður opnuð um þessar mundir (21). Gagnvirk heilbrigðisþjónusta getur jafnað aðgengi fólks í dreifbýli, breska fjarþjónustan (15) og framrás annarra Norðurlandaþjóða hafa þar sannað sig sem æskileg fyrirmynd (1). Evrópskt átak um rafræna heilbrigðisþjónustu án landamæra er líka mikilvægt skref sem styður þá Tafla V. Viðhorfog óskir um þjónustu TR á netinu. N = 412 til 433"1 Samanburður hópa Jákvæð afstaða „sammála" eða „frekar sammála" Öryrkjar Aórir þegnar Marktækni Fullyrðingar: H1 - % (n)b) H2 - % (n)6) Pgildi (x2) df6' Á að hafa aögang að heilsufarsupplýsingum hjá TR 89,5 (186) 81,8 (180) 0,021(11,60) 4 Vil geta séð hvenær réttur til bóta er virkur 83,0 (166) 80,3 (175) e.m. (4,40)dl 4 Vil geta séð virkan rétt til afsláttarkorts hjá TR 76,9 (160) 81,2(177) e.m. (7,53)dl 4 Þætti gott að nota aðgangslykil hjáTR 73,7 (146) 70,2 (151) 0,000(22,21) 4 Myndi nýta einkaaögang að þjónustu TR á netinu 62,0 (127) 57,0(123) 0,000(41,64) 4 Treysti TR til að tryggja öryggi heilsufarsupplýsinga 59,7 (123) 57,6 (125) 0,028(10,85) 4 Myndi eiga samskipti við TR um netiö 52,6 (108) 51,6(113) 0,009(13,43) 4 a) N=fjöldi allra þátttakenda; b) n=fjöldi í hlutfalli; c) df=frelsisgráóa; d) e.m.=ekki marktækt. Tafla VI. Óskir um rafrænan aðgang að upplýsingum hjá TR. N = 413a) Samanburöur hópa Valmöguleikar Öryrkjar Aórir þegnar Marktækni Óskir um að geta séð: Hl-% (n)« H2 - % (n)« P gildi (X2) df1 Réttindi sem ég hef til bóta 72,7 (144) 61,4 (132) 0,015 (5,97) 1 Umsögn læknis 59,1 (117) 43,3 (93) 0,001 (10,34) 1 Greiöslustööu 58,6 (116) 42,3 (91) 0,001 (10,90) 1 Önnur gögn svo sem sjúkraskrá 51,0 (101) 39,1 (84) 0,015 (5,94) 1 Lyfjagreiöslur og lyfjakort 62,1 (123) 49,3 (106) 0,009 (6,86) 1 Alla mögulega þjónustuþætti 61,1 (121) 50,2 (108) 0,026 (4,94) 1 Yfirlit yfir réttindi sem ég hef haft til bóta 62,1 (123) 49,3 (106) 0,014 (6,00) 1 a) N=fjöldi allra þátttakenda; b) n=fjöldi í hlutfalli; c) df=frelsisgráða. mikilvægu þróun að ein samfelld sjúkraskrá fyrir hvern einstakling verði að veruleika (14). Þetta er áhugaverð framvinda fyrir hagræðingu, öryggi og gæðaátak heilbrigðisþjónustu sem vonandi fær meðbyr næstu árin. Samanburður við fyrri rannsóknir styrkir notagildi niðurstaðna en dræm svörun veikir gildið til alhæfingar. Mælitækið er nýtt, en ráðstaf- anir til að tryggja réttmæti og áreiðanleika voru forprófun, þáttagreining, málfar, samræmdar vinnuaðferðir og ráðstafanir gegn rangflokkun sem næsta óhætt er að útiloka. Sambærilegar nið- urstöður fyrri rannsókna styrkja gildi niðurstaðna en tryggja þó ekki réttmætið. Lítil þátttaka vekur grunsemdir um að þeir sem ekki tóku þátt hafi á einhvern hátt verið ólíkir þátttakendum. Lítill skilningur á óþekktu viðfangsefni gæti hafa skert útkomu og innra sannleiksgildi samhliða kerfisbundnum skekkjum eins og valskekkju því hóparnir höfðu einnig ólíkra hagsmuna að LÆKNAblaðið 2008/94 733

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.