Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T influenza, þó farið sé að kalla hana spönsku pest- ina" (26). Þessi grein var birt þann 3. nóvember, en í blaðinu sama dag mátti lesa um fyrsta dauðs- fallið vegna veikinnar, Sólveig Vigfúsdóttir, ung kona sem „fékk skaða lungnabólgu og dó eftir rúman sólarhring" (27). Sama dag er eftirfarandi fréttaklausa í blaðinu: „Inflúenzan er nú í algleym- ingi. Menn lögðust í hrörtnum í gær og fyrradag og læknarnir - þeir sem enn eru á fótum - sjá ekki út úr því sem þeir hafa að gera" (27). Spænsku veikinni voru gerð fremur lítil skil í blaðinu þann 5. og 6. nóvember, enda langþráð vopnahlé fyrri heimsstyrjaldarinnar í höfn og forsíðan tileinkuð þeim stórtíðindum. Þó má lesa að „Franska spít- alann hefir bærinn tekið á leigu allan til að leggja þar inn það fólk, sem kann að fá lungnabólgu upp úr inflúenzunni" (28). Daginn eftir „er ösin orðin svo mikil [í lyfjabúðinnij dag og nótt þessa síðustu sólarhringa, að afgreiðslufólkið hefir ekki við að afgreiða" (29). Bæði Menntaskólanum og Iðnskólanum var lokað. Morgunblaðið hætti síðan að koma út án nokkurrar viðvörunar eða tilkynn- ingar frá útgefendum. Næsta tölublað leit ekki dagsins ljós fyrr en 17. nóvember, 11 dögum síðar. Afallið ríður yfir Þann 17. nóvember var forsíða blaðsins tileinkuð fómarlömbum veikinnar. Fyrirsögnin, „Sóttin mikla" sagði allt sem segja þurfti (30). Þrátt fyrir langþráðan frið eftir hildarleik heimsstyrjald- arinnar fyrri voru fánar dregnir í hálfa stöng víða um borgina. Almenningssamkomur voru flestar felldar niður, en um seinan. Þann 8. nóvember fól landsstjórnin, í samráði við borgarstjóra og lög- reglustjóra Reykjavíkur, sérstakri hjúkrunarnefnd undir forystu Lárusar H. Bjarnasonar lagaprófess- ors „að vinna að því að nauðstöddum íbúum bæj- arins verði veitt hjálp vegna inflúenzunnar" (14). Lárus átti frumkvæði að stofnun nefndarinnar, sem skipti bænum í 13 hverfi og setti sérstakan eftirlitsmann yfir hvert þeirra (13). Aðeins tvö sjúkrahús voru í Reykjavík á þessum tíma, Franski spítalinn við Lindargötu og St. Jósefsspítali í Landakoti og því skortur á sjúkrarúmum (13). Til að bregðast við þessu var Barnaskóla Reykjavíkur (Miðbæjarskólanum) breytt í sjúkraskýli (mynd 1). Er faraldurinn var í hámarki var innan við fimmt- ungur verslana opinn í Reykjavík og fjarskipti lágu niðri um tíma (30). Samkvæmt Morgunblaðinu slapp innan við þriðjungur borgarbúa við veikina. „Göturnar voru að kalla mátti auðar af fólki, og ætíð voru það sömu andlitin sem sáust, flest eldra fólk" (30). Næstu daga og vikur var blaðið fullt af dánartilkynningum (mynd 2). í blaðinu er sérstak- lega vikið að heilsufari læknanna í Reykjavík. Þar kemur fram að fjórir þeirra, Matthías Einarsson, Guðmundur Hannesson, Guðmundur Björnsson og Þórður Thoroddsen hafi verið nægjanlega heil- brigðir til að halda áfram læknisstörfum. „Hinir hafa allir legið fremur stutt - sumir ekki nema 1-3 daga - að undanteknum þeim Halldóri Hansen, Stefáni Jónssyni og Jóni Kristjánssyni, sem allir voru þungt haldnir og Jóni héraðslækni og Konráð Konráðssyni" (30). Lýsing landlæknis á faraldrinum Fyrstu sjúkdómstilvik og útbreiðsla veikinnar Heilbrigðisskýrslur fyrir árið 1918 voru gefnar út fyrri hluta ársins 1919 og byggði samantektin á gögnum sem aflað hafði verið frá læknum víða um land. Upphafi faraldursins er lýst í miklum smá- atriðum, en skipverjar og farþegar á farþegaskip- inu Botníu, flutningaskipinu Willemoes og togar- anum Víði báru veikina til landsins: „Stúlka kom með skipinu og lagðist hún degi eftir komu sína. Var hún líklega fyrsti sjúkl. Hún hafði hitt bróður sinn, lærisvein á vjelstjóraskólanum, er hún kom, og sýktist hann 1-2 dögum síðar en svo hver af öðrum af lærisveinum vjelstjóraskólans, svo og skólastjóri. Aður en skólastjóri lagðist, talaði hann við mann úti á götu, og lagðist sá skömmu síðar og kvaðst enga aðra orsök vita til smitunar en samtal þetta. Frá lærisveinum vjelstjóraskólans breiddist svo veikin með geysihraða um allan bæinn ..." (16). Mynd 1. Börn og hjúkrun- arfólk í spænsku veikinni í Reykjavík. Myndin er senni- lega tekin í Barnaskólanum sem var breytt í bráðabirgða- sjúkrahús. Sjúkraflutningar hófust í Barnaskólann 11. nóvember 1918. Alls voru 107 sjúklingar fluttir þang- að til aðhlynningar og af þeim létust 35 (14). Ljósmyndari ókunn- ur. Myndin erfengin frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Meðgöngutími, veikindahlutfall og dánarhlutfall Meðgöngutími (incubation period) spænsku veik- innar var metinn af sex læknum. „Fimm læknum reyndist hann vera um 2 daga, einum 12 klst" (16). Héraðslæknirinn í Reykjavík giskaði á að ekki færri en 10.000 manns hefðu veikst, en á þessum tíma bjuggu þar 15.079 manns. Því má gera ráð fyrir að veikindahlutfall (attack rate) hafi verið nálægt 63%, sem er afar hátt, en ber vel saman við lýsingu Morgunblaðsins. Þess ber þó að geta LÆKNAblaðið 2008/94 739
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.