Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 44
FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Hér er um að ræða þvagsýrugigtarkast í fjær- kjúkulið vísifingurs. Útfellingar af þvagsýrukrist- öllum sjást greinilega undir húðinni og kallast tophi. Greiningin fæst með smásjárskoðun á útfell- ingunum eða liðvökva. Með skautuðu ljósi sjást nálarlaga kristallar sem hafa neikvætt tvíljósbrot (negatively birefringent) eins og sést á mynd 2 (1). Kristallarnir ræsa bólgusvar sem leiðir til sárs- auka og skertrar hreyfigetu. Hækkuð þvagsýra í sermi er forsenda sjúkdómsins, enda þótt sumir hafi hækkaða þvagsýru án þess að finna fyrir gigtareinkennum. Áhættuþættir þvagsýrugigtar eru meðal annars hækkuð þvagsýra í blóði, skert nýrnastarfsemi, offita, áfengisneysla, áverkar, skurðaðgerðir, háþrýstingur og notkun þvagræsi- lyfja (2). Þvagsýrugigt getur einnig verið fylgikvilli annarra sjúkdóma eins og hvítblæðis eða komið í kjölfar krabbameinslyfjameðferðar. Þvagsýrugigt er fremur algengur sjúkdómur með algengi á Vesturlöndum í kringum 1% (3). Mun fleiri karlar en konur greinast með sjúkdóminn. Konur fá þvagsýrugigt síðar á ævinni en karlar og ekki fyrir tíðahvörf. Yfirleitt leggst þvagsýrugigt á ein liðamót, oftast nærlið stórutáar óg kallast það podagra. Gigtin kemur oftar í liði neðri útlima en liði efri útlima og frekar í smáa liði en stóra liði. Sjúkdómurinn getur komið í hné og olnboga en er nær óþekktur í öxlum og mjöðmum. Þá er einnig þekkt að þvagsýrugigtarköst komi í marga liði samtímis. Mismunagreiningar eru margar, þar á meðal önnur kristallagigt (pseudogout), liðsýkingar, liðagigt og beinbrot (4). Þvagsýrugigt er oft skipt í fjögur stig. Fyrsta stig er einkennalaus hækkun á þvagsýru. Annað stig er brátt kast með bólgnum lið en stundum fylgja almenn einkenni eins og hiti og hrollur. Þriðja stig er einkennalaust tímabil á milli bráðra kasta og eru oft 1-2 ár á milli slíkra kasta. Á fjórða stigi er gigtin orðin langvinn og einkennist af útfellingum kristalla í vefjum eins og sést greinilega í þessu tilfelli. Venjulega þarf ekki að meðhöndla einkenna- lausa hækkun þvagsýru, enda er ólíklegt að slíkt ástand leiði til þvagsýrugigtar. Fyrsta lyf við bráðu þvagsýrugigtarkasti er öflugt bólgueyðandi lyf eins og indomethacin eða naproxen en ekki virðist skipta máli hvort notaðir eru sértækir eða ósértæk- ir COX hemlar (5). Svörun þessara lyfja er oft betri ef þau eru notuð snemma í kasti. Önnur lyf sem notuð eru við bráðum köstum eru colchicine og sterar. Colchicine er oft notað samhliða bólgueyðandi verkjalyfjum en algengar skammtaháðar aukaverkanir þess eru ógleði og niðurgangur. Sterar (sprautað í lið eða í töfluformi) eru gjaman notaðir hjá sjúklingum sem eru með skerta nýmastarfsemi og þola hvorki bólgueyð- andi verkjalyf né colchicine. Unnt er að fyrirbyggja köst með lyfjum og almennum ráðleggingum um megrun, mataræði og áfengisneyslu. Stundum þarf að skipta út þvagræsilyfjum sem notuð eru við háþrýstingi. Kjörlyf til að fyrirbyggja þvagsýrugigt er allopurinol. Ábendingar fyrir notkun þess eru endurtekin köst eða útfellingar þvagsýrukristalla í húð, eins og sást í þessu tilfelli. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi þurfa lægri skammta af allopurinoli. Ekki er ráðlagt að hefja fyrirbyggjandi meðferð þegar brátt kast stendur yfir vegna hættu á öðru kasti. Ennfremur er mælt með því að nota lágskammta colchicine í upphafi fyrirbyggjandi meðferðar til að koma í veg fyrir brátt kast. Önnur fyrirbyggjandi lyf eru probenecid, sulfinpyrazone og benzbromarone. Þessi sjúklingur var útskrifaður á naproxen og morguninn eftir fór hann í eftirlit hjá gigtarlækni sem setti hann tímabundið á colchicine til viðbótar við naproxen. Einnig var skammtur hans af allopurinoli hækkaður, en varlega þó þar sem hann var með skerta nýrnastarfsemi. Heimildir 1. Terkeltaub RA. Clinical practice. Gout. N Engl J Med 2003; 349:1647-55. 2. Lin KC, Lin HY, Chou P. Community based epidemiological study on hyperuricemia and gout in Kin-Hu, Kinmen. J Rheumatol 2000; 27:1045-50. 3. Kramer HM, Curhan G. The association between gout and nephrolithiasis: The national heaith and nutrition examination survey iii, 1988-1994. Am J Kidney Dis 2002; 40: 37-42. 4. Wortmann RL. Gout and hyperuricemia. Curr Opin Rheumatol 2002; 14: 281-6. 5. Schumacher HR Jr., Boice JA, Daikh DI, et al. Randomised double blind trial of etoricoxib and indometacin in treatment of acute gouty arthritis. BMJ 2002; 324:1488-92. 756 LÆKNAblaðiö 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.