Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2008, Page 46

Læknablaðið - 15.11.2008, Page 46
U M R Æ Ð U R LÆKNAFÉL O G A G F R É T T I R í S L A N D S Aðalfundur Læknafélags íslands 2008 Védís Skarphéðinsdóttir Læknafélag íslands hélt aðalfund í lok september og var á heimaslóð í þetta sinn, í Hlíðasmára í Kópavogi. Dagskrá var með hefðbundnu sniði undir stjórn nýs formanns, Bimu Jónsdóttur. Fundurinn var vel sóttur enda boðið til hans fleirum en venja er þareð félagið fagnar nú níutíu ára afmæli sínu og minntist Birna þess í máli sínu. Hún til- kynnti jafnframt þá einróma samþykkt stjórnar að gera að heiðursfélögum LÍ þá Jón Snædal og Stefán B. Matthíasson fyrir óeigingjöm og brautryðjandi störf í þágu félagsins. Fundargestir samþykktu þetta með dynjandi lófataki. Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri ávarpaði fundinn og færði félaginu blóm og ámaðaróskir á þessum tímamót- um. Hún staðnæmdist einsog fleiri sem tóku til máls við ártalið 1918 þegar 39 læknar ýttu félaginu úr vör rétt eftir heila heimsstyrjöld. í janúartölublaði Læknablaðsins 1918 segir Guðmundur Hannesson um stofnun félagsins að hvarvetna hafi læknafélög orðið læknum og löndum til góðs og ólíklegt „að vér verðum eina undantekningin, að oss gefist betur sundrung og sinnuleysi en „organisation" og áhugi." Ársreikningur félagsins var samþykktur og samþykkt breyting á stjórn: Sigurður E. Sigurðsson gekk úr stjórn, Þórarinn Guðnason er nýr varaformaður og Valgerður Rúnarsdóttir meðstjórnandi. 758 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.