Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 53
UMRÆÐUR OG FRÉTTIR FORSETI WMA heilsufarslegum eða öðrum ástæðum en þarf engu að síður að hafa upplýsingar um. Annað málefni sem ég tekið virkan þátt í fjallar í sem stærstum dráttum um mörkin á milli lækna og annarra heilbrigðisstétta. Þetta er margslungið mál og byggir á samstarfi við ýmsar heilbrigð- isstéttir og ég hef verið í vinnuhópi sem skilaði skýrslu til alþjóðasamtaka lyfjafræðinga um starfsvið lyfjafræðinga og hvernig þeir koma inn í starfsvið lækna. Þetta þarf að gerast með sam- stilltu átaki en í sumum löndum er vandinn sá að settar hafa verið reglur eða lög sem ganga gegn vilja þeirra sem um ræðir, yfirleitt læknanna. Verkefni vinnuhópsins sem ég var í snerist þó aðallega um hvernig nýta mætti þekkingu lyfja- fræðinga sem best við meðhöndlun langvinnra sjúkdóma í teymisvinnu með læknum." Samstarf WMA við alþjóðastofnanir á sviði heilbrigðismála er verulegt og Jón nefnir sérstak- lega verkefni á vegum WHO sem snýr að hvemig bregðast eigi við verulegum skorti á heilbrigð- isstarfsfólki í mörgum löndum heimsins. „Þessi skortur hefur skilgreindur þannig að í 50 löndum í heiminum er hann taliim óásættanlegur og snýr ekki bara að skorti á læknum heldur öðrum heil- brigðisstarfsmönnum ekki síst hjúkrunarfræðing- um. Það hefur verið brugðist við þessu með því að láta ólært fólk taka að sér ýmis verkefni sem heilbrigðisstarfsfólk myndi annars vinna. Læknar hafa unnið að þessu í samstarfi við stéttir hjúkr- unarfræðinga, tannlækna, ljósmæðra og lyfjafræð- inga. Það má segja að sýn okkar sé sameiginleg hvað þetta varðar, því um leið og við skiljum full- komlega hver vandinn er viljum við forðast það að til verði stétt „berfættra lækna" sem lært hafa til ákveðinna verka en hafa ekki heildarsýn eða þekkingu til að veita læknisþjónustu umfram það. I tengslum við þetta verkefni verður haldinn fund- ur hér í Reykjavík 8. og 9. mars næstkomandi þar sem boðið verður á milli 50-100 manns víðsvegar að úr heiminum til að fjalla um þetta." Það er fjölmargt sem stuðlar að skorti á læknum í löndum heimsins og þar er ekki alltaf mennt- unarskorti um að kenna. „Mörg þeirra ríkja sem búa við læknaskort mennta fjölda lækna en horfa jafnóðum á eftir þeim til starfa í öðrum löndum. Þetta er í rauninni mun flóknara mál en svo að segja að það sé nóg af læknum á Vesturlöndum en skortur í öðrum heimshlutum. Það er alls ekki svo. í mörgum löndum Afríku útskrifast fjölmargir læknar árlega en þeir hverfa til annarra Afríkulanda, Arabalandanna eða Asíulanda og það sama á reyndar einnig við ýmis Asíulönd. Þá er einnig algengt að fólk með heilbrigðismenntun fari úr opinberri heilbrigðisþjónustu í einkarekna þjónustu þar sem bjóðast betri kjör enda er þá þjónustan einungis í boði fyrir þá sem hafa efni á að greiða fyrir hana." „Hlutverk forseta felst að miklu leyti iþví að koma framfyrir hönd samtak- anna bæði „innávið og útávið"," segir Jón Snædal fráfarandi forseti INMA, Alþjóðasamtaka lækna. LÆKNAblaðið 2008/94 765
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.