Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2008, Page 57

Læknablaðið - 15.11.2008, Page 57
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR SPÆNSKA VEIKIN byrjaði í Reykjavík og fór hraðfari um landið. Farsóttin var talin mjög illkynjuð og henni fylgdi oft lungnabólga. Allir kvörtuðu um sárindi í hálsi og þrengsli fyrir brjósti. Mikið nefrennsli, hnerrar og þurr hósti og blóðnasir. Ung böm og gamalt fólk varð verst úti. Talið var, að um 1200 manns hefðu dáið í þessari farsótt. Árið 1864 barst inflúensa víða um land frá Reykjavík. Hún byrjaði í júní, en var víðast um garð gengin um miðjan ágúst. Lungnabólga var sjaldséð og sóttin talin mun vægari en 1862. Árið 1866 kom enn upp inflúensa í Reykjavík að vorlagi og barst um landið með vermönnum. Brjóstþyngsli voru algeng og einnig lungnabólga. Sóttin var talin mjög illkynjuð. Alls er talið, að 1290 manns hafi látist úr þessari farsótt á landinu öllu. Sagnir era um, að allir íbúar í Reykjavík, 1500 að tölu, hefðu lagst á einni viku og 40 þeirra verið liðin lík á eftir.* Þegar næsti inflúensufaraldur gekk árið 1890, var Þórður sestur að í Keflavík. Hann sagði þessa farsótt ekki mjög illkynjaða. Hún lagðist einkum á börn og gamalmenni og flestir, sem dóu, voru við aldur. Þórður sá 417 sjúklinga í þessari farsótt og af þeim höfðu 51 lungnabólgu. Af þeim dóu 13. Eufemía Waage getur þess í minningum sínum, að hún hafi ung að árum dvalið öll sumur 1886- 1897 hjá þeim hjónum Önnu og Þórði Thoroddsen í Keflavík, en Anna var móðursystir hennar. Hún lýsir inflúensufaraldri eitt árið (gæti hafa verið 1890 eða ef til vill fremur árið 1894), er lagði í rúmið allt heimilisfólkið, 10 að tölu, utan lækn- inn og hana sjálfa. Vinnumaður á heimilinu varð bráðdauður úr farsóttinni (10). Sjötti faraldurinn, sem Þórður nefnir, gekk yfir árið 1894. Hann var að rekja til skipskomu til Seyðisfjarðar og þótti verri en faraldurinn 1890. I Keflavík leituðu 817 sjúklingar til Þórðar og voru 95 með lungnabólgu. Af þeim dóu 12. Alls var talið, að um 900 manns hefðu dáið í þessum far- aldri. Næsta farsótt gekk árið 1900 og barst til landsins með skipi til ísafjarðar. Var talið, að 90% Reykvíkinga hefðu verið veikir samtímis, þegar verst lét. í Keflavík leituðu 414 sjúklingar til Þórðar. Fjörutíu og sjö voru með lungnabólgu og af þeim dóu 12. Talið er, að tala látinna hafi verið innan við 100 á landinu öllu. Áttundi inflúensufaraldur í safni Þórðar og sá fjórði, sem hann barðist við, var spánska veikin 1918-1919. Fyrsta bylgja spánsku veikinnar barst til Reykjavíkur snemma í júlí með togara frá Englandi og síðar í mánuðinum með farþegaskipi frá Danmörku (1). Þórður fór út í togarann og greindi níu manns sjúka af „reglulegri inflúensu", en fleiri Þórður Jónas Thoroddsen (1856-1939) var sonur Jóns Thoroddsens, sýslumanns og brautryðj'anda íslenskrar skáldsagnagerðar. Þórður lauk læknaprófi frá Læknaskólanum 1881. Kenndi í Möðruvallaskóla 1881-1882. Héraðslæknir í Keflavík 1883-1904. Fluttist þá til Reykjavíkur og var gjaldkeri nýstofnaðs íslandsbanka 1904-1909, en sinnti samtímis læknisstarfi. Var eftir það læknir að aðalstarfi. Hann var einnig um tíma alþingismaður og stórtemplar auk annars. Samdi reikningsbók, sem lengi var notuð í gagnfræðaskólum. Skrif hans um inflúensu, þar á meðal um spánsku veikina, birtust i þrennu lagi I Læknablaðinu 1919 (hér vísað til í einu lagi (8)). höfðu verið veikir á leiðinni til íslands. Hann gerði landlækni Guðmundi Björnssyni viðvart, en héraðslæknirinn Jón Hjaltalín Sigurðsson var veikur. Landlæknir sá sér ekki fært að ráðast í nokkrar sóttvamarráðstafanir. í Læknatalinu er elsti læknir í Reykjavík, sem þá var (Davíð Scheving Thorsteinsson), nefndur sóttvarnarlæknir í Reykjavík 1918-1921. Hans er samt að engu getið og vekur það óneitanlega undrun. Þessi bylgja inflúensunnar var yfirleitt væg og enginn mun hafa dáið í fyrstu bylgjunni (1). Þórður var samt ekki í vafa um, að fyrsta bylgja veikinnar væri sama veikin og önnur bylgjan, þar eð að hans áliti veiktist enginn af þeim, sem urðu veikir í fyrstu bylgjunni, þegar farsóttin komst síðar í algleyming í annarri bylgjunni. Önnur bylgja spánsku veikinnar, aðalveikin, sem Þórður nefnir svo og sumir nefna spánsku veikina í þrengri merkingu, barst til Reykjavíkur nær samtímis með skipum frá Danmörku, Englandi og Bandaríkjimum um 20. október (1). Þórður var sóttur til fyrsta sjúklingsins 29. október, en síðasta inflúensusjúklinginn sá hann 6. desember. Hæst bar farsóttina 11.-15. nóvember, en á því tímabili urðu inflúensusjúklingar Þórðar hátt í 400. Alls urðu inflúensusjúklingar hans þá 1232 talsins. Vinnuálag Þórðar var ómannlegt eða frá kl. 6-7 á morgnana og til kl. 2-3 á nóttunni. Hann lætur þess getið í þessu sambandi, að við slíkar aðstæður hafi skiljanlega ekki verið unnt að bókfæra alla þá sjúklinga, sem hann var kallaður til. Lungnabólgu greindi Þórður hjá 292 sjúklingum og allir 77 sem dóu af hans sjúklingum höfðu lungnabólgu í einhverjum mæli. Flestir, sem dóu vora á aldrinum 20-40 ára, en veikin var verst í þeim aldurshópi. Alls er talið að um 500 manns hafi dáið úr spánsku veikinni og þar af var hátt í helmingurinn úr Reykjavík (1). Um aðra bylgju spánsku veikinnar farast Þórði svo orð: „En svo þungt lungnakvef, svo tíðar lungnabólgur sem í þessari sótt hef ég aldrei séð. Og þessar blæðingar. Blóðið streymdi ekki að eins úr nösum, stundum óstöðvandi, heldur og upp úr lungum, niður úr þörmum, upp úr maga ‘Athyglisvert er hve inflúensan árin 1918 og 1866 var skæö. LÆKNAblaðiö 2008/94 769

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.