Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 61
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR SPÆNSKA VEIKIN Sótthiti, verkir og sljóleiki eru vel þekkt sjúk- kenni inflúensu. Hér við bætast svo hósti og hæsi, með eða án slímuppgangs, vegna sýkingar í önd- unarfærum (4). Þau lyf, sem grípa mátti til voru því í fyrstu röð hitastillandi og verkjadeyfandi og hóstastillandi lyf, svo og lyf, sem hugsanlega gætu hamlað lungnabólgu. Elsta hitastillandi lyfið er kínín. Kínínpillur voru notaðar í spánsku veikinni (19). Engin bein vitneskja er hins vegar um notkun fenacetíns (Antifebrin®). Það var vel þekkt verkjadeyfandi og hitastillandi lyf, sem hafði verið þekkt frá árinu 1887 og var gríðarlega mikið notað (21). Acetýlsalicýlsýra (Aspirin®) er lítið eitt yngra en fenacetín (sett á markað 1899 og fyrst notað í skammtaformi) (22) (mynd 6). Aspirín var notað í spánsku veikinni bæði í Osló (2) og Reykjavík (19). Kristensen vann í Reykjavíkurapóteki er þetta var, og lýsir því, að þeir hefðu þá nýlega fengið stóra sendingu af aspiríntöflum frá Ameríku (19). Notkun lyfja í töfluformi var þá óvanaleg. Gunnlaugur Einarsson nefnir, hve gott sé að eiga aðgang að morfínstungulyfi (... „en morfín- sprauturnar verka þó allt af best") (2). Morfín til innstungu var hér samkvæmt danskri forskrift (mynd 6). Morfín í blöndum til inntöku hefur og án efa verið notað til þess að stilla hósta. Eiginmaður Eufemíu Waage lagðist veikur í spánsku veikinni og læknirinn ráðlagði „ ... einhverja mixtúru með morfíni og átti að taka hana þrisvar eða fjórum sinnum á dag". Seinna kom þó í ljós, að 10 sinnum meira morfín að minnsta kosti var í mixtúrunni en átti að vera (10). I Söguritgerðinni er því lýst samkvæmt munn- legri heimild, að apótekarinn hafi staðið stöðugt við að blanda kamfórumixtúru (án efa út frá mixt- úrustofni, sbr. mynd 6) og aðstoðarfólk jós henni í glös. Heimildarmaðurinn var á þeirri skoðun, að mixtúran gerði lítið gagn annað en slá á hósta og vanlíðan (1). Meyvant á Eiði sagði að mixt- úran hefði verið mikið notuð við lungnabólgu, en efaðist um að hún væri virk (15). Þetta er í sam- ræmi við upplýsingar í vel þekktri kennslubók í lyfjafræði. Þar er kamfóra (unnin úr kamfóru- trénu (Cinnamonum camphora) eða samtengd), flokkuð sem örvandi lyf og talin lítilvirk nema eftir innstungu (undir húð) í stórum skömmtum (23). Forskriftin fyrir kamfórumixtúruna (Mixtura camphorata) er í Pharmacopoea Danica 1907, en hún var löggilt hér á landi. Þar stendur m.a.: „Tilberedes, hver Gang den skal udleveres". Þetta skýrir hvers vegna apótekarinn þurfti stöðugt að standa við og blanda mixtúruna. Liturinn á þessari mixtúru var rauðfjólublár (rodviolet), sem margir myndu telja vera áverkandi (suggestiv). í Reykjavíkurapóteki voru í nóvember 1918 ílát undan nokkrum lyfjum, sem notuð voru i spánsku veikinni. 1. Solutio Chloreti morphici pro injectione subcutanea (FncH) (um það bil 5% morfínstungulyf, sem fært var úr flöskunni í hettuglös handa læknum að nota (smitgát hefur líklega verið í lágmarki!)). 2. Aspirinum verum (acetýlsalicýlsýra frá frumframleiðanda (Bayer) ætluð í skammta). 3. Phenacetinum (fenacetín væntanlega í formi skammta; fenacetín var mjög notað hitastillandi og verkjadeyfandi lyf, en beinar sannanir vantar um notkun þess i spánsku veikinni hér á landi). 4. Corpus pro mixt. camphor. 1+4 (mixtúrustofn; Mixtura camphorata var framleidd jafnóðum með því að þynna mixtúrustofninn fjórum sinnum með vatni). (Mynd tekin í Lyfjafræðisafninu í Nesi 2. október 2008.) MYND 6. sex lyfjafræðingar og veiktust þeir allir (og apótekarinn líka) nema Kristensen. Hann stóð einn vaktina í apótekinu daga og nætur í 12 sólarhringa. I þessum þröngum fékk hann leyfi landlæknis til þess að afgreiða einungis þrenns konar lyfseðla: lyfseðla á kamfórumixtúru (300 g), Spiritus vini gallici („Gallabrennivín"; „fínt nafn" á koníaki; Vi 1) og Spiritus concentratus (96%; 14 1, öðru nafni „hundaskammtar") (19, 20). Samkvæmt þessu hefur kamfórumixtúrunni verið ætlað mikið hlutverk gegn inflúensunni. Næst þar á eftir kom koníak (apótekið var svo heppið að hafa nýlega fengið stóra tunnu af því frá Ameríku!). Gunnlaugur Einarsson (2) víkur í skrifum sínum að inflúensu og koníaki. Hann slær nokkuð úr og í um skoðanir á gildi koníaks í Noregi og Danmörku, en segir jafnframt: „Það þykir því betra, því erfiðara sem er að fá það" (í Reykjavík var til nóg af því!). Þá eru það „hunda- skammtarnir" svonefndu. Þeir hafa sennilega verið hugsaðir sem róandi og svefnframkallandi lyf. Sem betur fer voru aspirínskammtar seldir í lausasölu í apótekinu þannig að ekki girti fyrir notkun þeirra (20). Því má svo bæta hér við að í Læknablaðinu 1920 er lýst alvarlegri kamfórueitrun hjá sjúklingi sem fékk kamfóru í olíulausn í stórum skömmtum með innstungu við kveflungnabólgu (24). Hvenær skyldu læknar hafa kvatt kamfóruna? Svefnlyf og róandi lyf hafa án efa verið notuð handa sjúklingum í spánsku veikinni, þótt frásagnir um það séu mjög fáar. A þessum árum LÆKNAblaðið 2008/94 773
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.