Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 65

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 65
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR GLEÐISPÍTALI Jákvæðni og hjálpsemi Læknakandídatar starfrækja Gleðispítala „Mér datt í hug í valnáminu á sjötta ári í vor að þegar ég og minn árgangur værum komin á kandídatsárið væri gaman að breyta andrúmsloft- inu hér á spítalanum til hins betra undir yfirskrift- inni „Gleðispítalinn"/' segir Ardís Armannsdóttir læknakandídat en hún og félagar hennar hafa vakið athygli fyrir einstaklega jákvæða og glað- lega framkomu í störfum sínum. „Það er einmitt það sem felst í Gleðispítalanum, að vera jákvæður og taka öllum vel, taka vel í allt sem um er að vera og láta gott af sér leiða í sam- skiptum við sjúklinga og samstarfsfólk." Árdís segir að ástæðan sé ekki beinlínis sú að henni hafi fundist andrúmsloftið á Landspítalanum svo neikvætt og þrúgandi að breytinga hafi verið brýn þörf. „Það má hins vegar alltaf bæta og mér fannst best að byrja á þeim sem væru að koma inn á spítalann til starfa, læknanemunum, frekar en reyna að hafa áhrif á þá eldri og ráðsettari. Við höfum sett upp prógramm fyrir læknanem- ana, þar sem við kynnum starfsemi spítalans og leiðbeinum þeim með ýmiss konar praktísk atriði í daglegum störfum sem eru í rauninni ekki hluti af kennslunni en geta valdið talsverðum heilabrot- um og misskilningi. Okkur fannst sjálfum þegar við komum hingað á 4. ári að okkur væri kastað út í djúpu laugina og sagt að bjarga okkur. Oft var maður einn og vissi ekki alveg til hvers var ætlast af manni." Hún segir að það sé gríðarlega mikilvæg og skemmtileg upplifun að koma inn á spítalann í fyrsta sinn. „Læknanemar hefja verknám á fjórða ári og það er kvíðablandin tilhlökkun hjá flestum. Þetta er langskemmtilegasti hluti námsins, en sem læknanemi hefur maður í byrjun ekki hugmynd um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á spítalanum. Það er ótrúlega margt sem manni finnst algerlega sjálfsagt í dag sem var það ekki fyrir þremur árum. Við vorum til dæmis að tala við krakka á 4. ári um daginn sem vissu ekki hvað „teymi" eða „dagáll" er og vita ekki hvað felst í stofugangi svo eitt- hvað sé nefnt. Auðvitað er maður fljótur að átta sig en þetta getur verið óþægilegt og stressandi. Starfsmenn eru vissulega allir af vilja gerðir að upplýsa og aðstoða, en þar sem spítalinn er und- irmannaður þá er enginn sem hefur það hlutverk að sinna læknanemunum sérstaklega." Þegar Árdís telur upp það sem helst verður útundan í fræðslunni til nýnemanna þá skilur maður betur hvað hún á við. „Hvernig virkar píptækið, hvernig biður maður um konsúlt, hvernig pantar maður röntgenmynd, hvað er sagan og hvernig virka tölvukerfin. Mér skilst að nú sé nýnemum í fyrsta sinn boðið upp á einn dag í almenna kynningu á spítalanum, og þeim sýnt hvar hægt er að ná í slopp, hafa fataskipti og fleira í þeim dúr. Annars hefur þetta bara verið þannig að maður mætir á mánudegi og á kannski að vera á hjartateyminu en maður veit ekki einu sinni hvar eða hvað það er! Og þá er nauðsynlegt að komast að því sem fyrst! Starfsnámið er svo skemmtilegur tími að það er ómögulegt að eyða dýrmætum hluta af honum í vandræði með algjör aukaatriði. Það er brýnt að fá sem mest út úr þessum tíma." Gleðispítalinn snýst sumsé meðal annars um það að læknanemar sem koma fullir eftirvænting- ar í starfsnám á Landspítala lendi ekki í angistar- fullum hremmingum yfir að finna ekki teymið sitt, ná ekki sambandi við neinn í síma, vita ekki hvernig á að diktera eða skrifa dagála og síðast en ekki síst vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér eftir upplýsingunum. Nú hafa læknakandídatar tekið að sér þetta hlutverk og Árdís segir að auðvitað sé öllum starfsmönnum spítalans frjálst að tileinka sér mottó Gleðispítalans með því að vera jákvæðir, hjálpsamir og glaðlegir á hverju sem gengur. Það kostar ekkert, segir hún. LÆKNAblaðið 2008/94 777
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.